Fókus

Jón Gnarr: Skiptir engu máli hver er borgarstjóri

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar
Laugardaginn 9. september 2017 20:00

Jón Gnarr segir í helgarviðtali við DV að það skipti engu máli hver sé borgarstjóri: „Við ættum að hætta að taka hluti svona óskaplega alvarlega. Það skiptir álíka miklu máli hver er borgarstjóri í Reykjavík og hver er forstjóri Toyota. Í rauninni skiptir það engu máli. Við getum sagt: Toyota er miklu betra eftir að Úlfar tók við – en það er samt ekki þannig. Toyota er bara Toyota og bílamarkaðurinn stjórnast af svo mörgu öðru en forstjóranum.

Fólk tekur íslensk stjórnmál alltof persónulega og of bókstaflega. Þetta minnir mig svolítið á það þegar fólk horfði á Dallas í uppnámi og spurði: Hvað er eiginlega að honum J.R. að koma svona fram við Sue Ellen!

Stjórnmál snúast fyrst og fremst um samskipti, hluti sem erum eða ættum að gera saman sem heild. Ég á erfitt með að draga fólk í pólitíska dilka. Ég hef aldrei náð því að fólk sé fífl og fávitar af því það er í Framsóknarflokknum. Mér finnst það ekki. Eða að allir sem eru í VG eða Sjálfstæðisflokknum séu á einhvern ákveðinn hátt. Það er bara ekki þannig,“ segir Jón Gnarr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum síðan
Jón Gnarr: Skiptir engu máli hver er borgarstjóri

Dóttir Jónu varð fyrir slæmu einelti í gegnum smáforritið musical.ly: „Dreptu þig bara“

Fókus
Fyrir 4 klukkutímum síðan
Dóttir Jónu varð fyrir slæmu einelti í gegnum smáforritið musical.ly: „Dreptu þig bara“

Langar þig í Fyllt lakkrísegg nr. 5 frá Góu: Taktu þátt í dag!

Fókus
Fyrir 5 klukkutímum síðan
Langar þig í Fyllt lakkrísegg nr. 5 frá Góu: Taktu þátt í dag!

Móðir varar foreldra við eiturefnum í förðunarsetti fyrir börn: „Hún fékk bólgur og blöðrur út um allan líkama“

FókusSport
Fyrir 6 klukkutímum síðan
Móðir varar foreldra við eiturefnum í förðunarsetti fyrir börn: „Hún fékk bólgur og blöðrur út um allan líkama“

Stjörnulið Pepsi: Gylfi skrifar undir samning og tekur þátt í alþjóðlegri herferð

Fréttir
í gær
Stjörnulið Pepsi: Gylfi skrifar undir samning og tekur þátt í alþjóðlegri herferð

Stjarna er fædd: Magnaður og tilfinningaþrunginn flutningur grætti dómnefndina

Fréttir
í gær
Stjarna er fædd: Magnaður og tilfinningaþrunginn flutningur grætti dómnefndina

Lesblindan hamlaði Liv í skóla: „Fann mína leið til að læra“

Fókus
í gær
Lesblindan hamlaði Liv í skóla: „Fann mína leið til að læra“

Vandræðaleg saga Ingu Láru leigubílsstjóra: ,,Ég hef ekki sungið í bílnum eftir þetta“

í gær
Vandræðaleg saga Ingu Láru leigubílsstjóra: ,,Ég hef ekki sungið í bílnum eftir þetta“

Sprenghlægilegt myndband – Kona missir sig í Fish Spa

Mest lesið

Ekki missa af