Fókus

Linda: „Það er blóð á höndum ykkar“ – Stúlku sem var hópnauðgað af eineltishrottum skildi eftir sjálfsmorðsbréf

Lögð í einelti eftir nauðgun – Skildi eftir bréf í tölvunni – Einkabarn – Vildi vara nýja nemendur við

Kristjón Kormákur Guðjónsson skrifar
Fimmtudaginn 16. febrúar 2017 17:00

Fimmtán ára stúlka framdi sjálfsmorð eftir að hafa orðið fyrir hrottalegu einelti. Stúlkunni var nauðgað af öðrum nemendum og næstu ár á eftir strítt á því sem gerðist. Sjálfsmorð þessarar ungu stúlku hefur vakið mikinn óhug í Ástralíu en stúlkan Cassidy Trevan hafði í nokkrum sinnum skipt um skóla í Melbourne og flutt á milli hverfa til að flýja eineltishrottana en þeir þefuðu hana uppi og eineltið hélt áfram á samfélagsmiðlum. Krakkarnir sem nauðguðu Cassidy voru á aldrinum 13 til 15 ára.

Boðið í partý en nauðgað í yfirgefnu húsi

Ég vona að þið gleymið aldrei nafninu hennar

Móðir Cassidy, Linda, segir að stúlkunni hafi verið boðið í samkvæmi með jafnöldrum sínum. Það hafi hins vegar verið gildra og aldrei staðið til að bjóða henni þangað. Þess í stað var farið með hana í yfirgefið hús þar sem henni var nauðgað af hópi unglingaþ

Stúlkan skildi eftir bréf sem hefst á þessum orðum en bréfið má lesa í heild sinni neðar í fréttinni. Stúlkan ákvað að skilja eftir bréf til að reyna koma í veg fyrir að aðrir nemendur myndu verða fyrir jafn skelfilegri lífsreynslu og hún.

„Ég var nemandi í skóla (hef fjarlægt nafnið) og mér var nauðgað af öðrum nemendum, nemendum sem enn ganga í þennan sama skóla. Þetta hljómar líklega eins og ég sé að sækjast eftir athygli, en það er svo fjarri lagi.“

Lögregla rannsakaði málið

Nauðgunin var tilkynnt til lögreglunnar en Cassidy kærði ekki af ótta við eineltisseggi og að það myndi gera illt verra. Samkvæmt fréttum þar í landi átti móðir Cassidy yfir 20 fundi með lögreglunni á tveggja ára tímabili en málið var látið niður falla vegna skorts á sönnunargögnum.

Cassidy hafði ekki lokið við bréfið en móðir hennar fann það í tölvunni og ákvað að deila því á samskiptamiðlum til að fólk myndi átta sig á skelfilegum afleiðingum eineltis.

Ég veit hver þið eruð. Þið vitið hver þið eruð og lögreglan veit hver þið eruð.

Vona að þið náið aldrei að fyrirgefa

„Einelti drap barnið mitt,“ sagði Linda en Cassidy var einkabarn. „Ég horfði á barnið mitt þjást í 22 mánuði út af þessum djöflum. Hún óttaðist að þið mynduð finna hana og nauðga henni aftur. Hún varð fyrir enn frekara ofbeldi af ykkar hálfu sem tókst að hafa samband símleiðis eða samskiptamiðla, og það eftir að þið höfðuð gert henni þetta. Hún endurupplifði nauðgunina, fékk martraðir, kvíðaköst.

Að upplagi er ég ekki illgjörn, reið eða illgjörn, en það sem þið gerðuð krakkar, ég vona að þið náið aldrei að fyrirgefa sjálfum ykkur og ég vona að þið gleymið aldrei nafninu hennar. Það er blóð á höndum ykkar og það verður þar eins lengi og þið dragið andann.“

Það dýrmætasta í lífi mínu

Hún óttaðist að þið mynduð finna hana og nauðga henni aftur.

Þá segir Linda móðir stúlkunnar að lokum:

„Ég veit hver þið eruð. Þið vitið hver þið eruð og lögreglan veit hver þið eruð. Ég vona að vitneskjan um það sem þið gerðuð fylgi ykkur það sem þið eigið eftir ólifað. Dag einn, ef þið eruð heppin, munuð þið eignast börn og munið þá hvað þið gerðuð dýrmæta og fallega barninu mínu og um leið, ímyndið ykkur hvernig ykkur myndi líða ef einhver myndi koma svona fram við ykkar barn.

„Cassy var það dýrmætasta í lífi mínu en núna hef ég ekkert og ég er enn að reyna að finna ástæðu til að halda áfram án hennar.“

Bréf stúlkunnar sem framdi sjálfsmorð:

Bréf stúlkunnar sem framdi sjálfsmorð:

„Ég var nemandi í skóla (hef fjarlægt nafnið) og mér var nauðgað af öðrum nemendum, nemendum sem enn ganga í þennan sama skóla. Þetta hljómar líklega eins og ég sé að sækjast eftir athygli, en það er svo fjarri lagi.“

Það eru svo margar ástæður fyrir því að ég stíg fram svo leyfið mér að útskýra fyrir ykkur.

Markmið mitt er að vara annað fólk við, sérstaklega aðra nemendur en foreldra líka, en ég óttast, fyrst þeir gátu nauðgað mér, að þeir geti gert það sama við aðra krakka.

Þú hefur í raun vald til að stöðva að slíkt endurtaki sig. Munið, fólkið sem gerði mér þetta voru nemendur. Það er erfitt að trúa því, en það er sannleikurinn.

Ég stíg ekki fram til þess að hefna mín á þeim sem nauðguðu mér. Ég er ekki að reyna að hefna mín á þeim sem skipulögðu nauðgunina. Ég er ekki að hefna mín á þeim sem hafa gert grín að mér fyrir að vera nauðgað. Ekkert slíkt.

Ég er ekki að stíga fram til að fá athygli eins og ég nefndi hér að ofan. Ég vil að það komi skýrt fram.

Ég stíg fram vegna þess að það eru 1500 nemendur á aldrinum 7 til 12 ára sem þarf að vara við. Enginn í skólanum, starfsmaður eða nemandi hefur gert nokkuð til að hjálpa mér en ég kem betur inn á það á eftir.

Það er skylda mín að vara ykkur öll við og segja ykkur frá hvað gerðist. Ekki kjaftasögurnar, heldur hvað átti sér stað í raun og veru.

Ég er líka að þessu fyrir mig. Ég vil núna, loks eftir eitt og hálft ár fá að vera í friði. Það er ótrúlegt hvað margir nemendur hafa heyrt kjaftasögur um mig og það er enn verið að segja þær í dag.

Enn í dag hafa nemendur sem ég þekki ekkert samband við mig á Facebook og kalla mig hóru. Ég hef skipt um skóla, flutt á milli hverfa, samt er haldið áfram að hafa samband við mig til að leggja mig í einelti.

Ég get ekki komið í veg fyrir kjaftasögur, eina sem ég get gert er að reyna segja frá hvað gerðist í raun og veru, sérstaklega þar sem enn er verið að búa til sögur.

En fyrst og fremst stíg ég fram til að fara aðra nemendur við, vara þá við hættunni hvað aðrir nemendur gætu gert þeim.

Ég heiti Cassidy Trevan og mér var nauðgað.

Ef einhver reynir að nauðga þér, treystu mér, það er þess virði að berjast. Láttu finna fyrir þér. Ef þú gerir það ekki munt þú sjá eftir því allt þitt líf líkt og ég. Þú getur það.

Farðu varlega. Gætið ykkar. Verið örugg.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af