fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Fókus

Frú Helga fylgist með okkur að handan

Elma Backman hjá Mat og drykk deilir uppskrift að krækiberjakokteil og unaðslegum eftirrétti

Margrét Gústavsdóttir
Laugardaginn 17. febrúar 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir þremur árum var opnaður þjóðlegur veitingastaður í gamla Aliance-húsinu við Grandagarð 2, þar sem verslunin Ellingsen var rekin í gamla daga. Staðurinn heitir því einfalda og skemmtilega nafni Matur og drykkur eftir samnefndri bók Helgu Sigurðardóttur sem allar íslenskar húsmæður, með snefil af sjálfsvirðingu, höfðu í öndvegi í eldhúsum landsins áratugum saman.

„Þegar húsmæður voru að ræða hvernig átti að gera hlutina og voru ekki sammála þá var viðkvæðið alltaf; Sjáum bara hvað Helga segir! og svo var flett í bókinni enda hafði frú Helga lög að mæla,“ segir Elma sem stofnaði veitingastaðinn ásamt spænskum eiginmanni sínum, Alberti Munoz.

„Hann ólst upp í lítilli saltfiskverslun sem amma hans og mamma ráku til fjölda ára í Barcelona en þær seldu einmitt saltfisk sem kom úr þessu húsi því hér var saltfisksverkun í gamla daga. Saltfiskurinn frá Íslandi þótti sá allra besti sem völ var á og nú hefur hann Albert lokað hringnum með því að opna veitingastað í nákvæmlega sama húsi,“ segir Elma glöð í bragði.

Frú Helga fylgist með að handan

„Við gerum út á íslenskan mat og íslenskar hefðir og vinnum mikið með bókina hennar Helgu. Tökum uppskriftir þaðan og gerum tilraunir með þær undir ákveðnum formerkjum og þeirri hugsun að frú Helga sé að fylgjast vel með okkur að handan, enda megum við ekki fara of langt út fyrir rammann í tilraunamennskunni,“ segir Elma.

Matur og drykkur hlaut viðurkenningu frá matgæðingunum hjá Michelin í fyrra en hún kallast Bib Gourmand sem gæti útlagst sælkerasmekkurinn á íslensku.

„Þetta er ekki sami flokkur og „fine dining“ hjá Michelin og við erum ekki þess háttar staður en engu að síður er þetta mjög mikil upphefð enda aðeins örfáir staðir sem hafa fengið þennan stimpil. Við erum eini staðurinn á Íslandi sem hefur hlotið þessa viðurkenningu. Í fyrra vorum við einnig tilnefnd til Nordic Price-verðlaunanna en það eru sérstök veitingahúsaverðlaun sem veitt eru á Norðurlöndum.“

UPPSKRIFTIR: Krækiberjakokteill og Omnom hvítsúkkulaði-skyr eftirréttur

Girnilegur eftirréttur úr íslenskum hráefnum.
Omnom Hvítsúkkulaði-skyr eftirréttur Girnilegur eftirréttur úr íslenskum hráefnum.

Mynd: Sigtryggur Ari

Eftirrétturinn er á matseðlinum hjá Mat og drykk en Elma og kokkarnir útfærðu þessa uppskrift með það í huga að auðvelt væri að skella í eftirréttinn heima. Krækiberjakokteillinn er gerður úr íslenskum hráefnum og þótt það sé ekki berjatíð núna þá er alltaf hægt að nálgast þetta ljúffenga krækiberjasíróp frá Íslenskri hollustu:

„Þau tína hráefnin úti í náttúrunni og selja svo afurðirnar og vörurnar sínar bæði veitingahúsum og einstaklingum. Íslensk hollusta er algjörlega einstakt fyrirtæki sem ég hef mikið dálæti á,“ segir Elma.

„Okkur finnst svo gaman að vinna með minni aðilum sem eru að gera aðdáunarverða hluti með íslensk hráefni og okkur finnst gaman að státa okkur af því að við verslum við þau, – og önnur sambærileg fyrirtæki.“

Ískalt, alíslenskt og óskaplega gott.
Kalda krækiberja krákan Ískalt, alíslenskt og óskaplega gott.

Mynd: Sigtryggur Ari

Krákan

Fyrir 1

INNIHALD:
4 cl einiberjagin frá Reykjavík Distillery
1,5 cl eggjahvíta
2 cl krækiberjasíróp frá Íslenskri hollustu
3 cl lime-safi

AÐFERÐ:
Blandið og hristið allt saman í kokteilhristara í 10 sekúndur. Hristið svo aftur með klökum. Ef þú átt ekki hristara er gott að nota bara krukku með vel föstu loki. Sigtið í kokteilglas. Skreitt með þurrkuðu garðablóðbergi.

Hvítsúkkulaði-skyr með krækiberjakrapi

Fyrir 4–6

Hvítsúkkulaði-skyr

INNIHALD:
250 g rjómi
250 g hvítt súkkulaði frá Ommnomm
250 g hreint skyr

AÐFERÐ:
Hitið rjómann og passið að láta hann ekki sjóða. Takið af hellunni og hrærið súkkulaðinu saman við. Bætið svo skyrinu út í og hrærið með töfrasprota.

Krækiberjakrap

INNIHALD:
375 g vatn
125 g sykur
250 g bláber (frosin eða fersk)
Sítrónusafi kreistur úr 2 sítrónum
Rifinn sítrónubörkur af hálfri sítrónu

AÐFERÐ:
Setjið bláber í matvinnsluvél og blandið vel. Sjóðið saman vatn og sykur. Bætið svo bláberjamaukinu og rifnum sítrónuberkinum út í sykurvatnið. Takið af hellunni og leyfið að kólna í 5 mín. Bætið svo sítrónusafanum út í og hrærið. Sett í plastílát og frystið.

Margrét Gústavsdóttir
....er félagi nr. 241 hjá Blaðamannafélagi Íslands.
Hún hefur m.a. starfað við sjónvarp og útvarp og verið vinsæll bloggari í gegnum árin.

margret@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 19 klukkutímum
Alda Karen gengin út
Fókus
Í gær

Rosana er Bom Dia-konan – Varð ástfangin af Íslandi út af Nígeríusvindlara – Reyndi að vara Jón Gnarr við

Rosana er Bom Dia-konan – Varð ástfangin af Íslandi út af Nígeríusvindlara – Reyndi að vara Jón Gnarr við
Fókus
Í gær

Sjáðu myndirnar: Vesalings elskendur frumsýnd með pompi og prakt

Sjáðu myndirnar: Vesalings elskendur frumsýnd með pompi og prakt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vinsælasta YouTube-stjarna heims gerist Íslandsvinur: „Vá hvað þetta er flott útsýni… nei, gleymið þessu“ – Sjáðu myndbandið

Vinsælasta YouTube-stjarna heims gerist Íslandsvinur: „Vá hvað þetta er flott útsýni… nei, gleymið þessu“ – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslandi spáð 12. sæti í Eurovision: Rússinn sem tapaði talinn sigurstranglegastur

Íslandi spáð 12. sæti í Eurovision: Rússinn sem tapaði talinn sigurstranglegastur
Fyrir 3 dögum

Aron Leví greindist snemma með ADHD: „Ég var ekki vandræðaunglingur, en heldur ekki fyrirmyndardrengur“

Aron Leví greindist snemma með ADHD: „Ég var ekki vandræðaunglingur, en heldur ekki fyrirmyndardrengur“
Fyrir 3 dögum

Lítt þekkt ættartengsl: Rokkarinn og fréttamaðurinn

Lítt þekkt ættartengsl: Rokkarinn og fréttamaðurinn