Fókus

Orðabanki Birtu: Ímyndun

Ímyndaðu þér bara ef engin væru …

Margrét Gústavsdóttir
Laugardaginn 21. október 2017 22:00

Orðið sem við veltum fyrir okkur þessa vikuna er notað yfir atburði, atburðarás eða einhvern raunveruleika sem aldrei hefur átt sér stað annarrs staðar en í huganum.

Stundum er talað um að orð séu til alls fyrst en á undan þeim þarf hugmyndin að verða til. Oft er talað um ímyndunarafl, þá sem ímyndun í jákvæðum skilningi. Svo er talað um ímyndunarveiki, en þá er átt við fólk sem heldur sig talið einhverjum kvillum eða sjúkdómum án þess að neitt sé til í því.

John Lennon bað fólk um að ímynda sér engin þjóðlönd, engin trúarbrögð og ekkert stríð í von um að sú hugarsmíð yrði að veruleika einn daginn. Í bókinni „Leyndarmálið“ (e. The Secret) eru lesendur hvattir til að sjá lífið fyrir sér eins og þeir vilja hafa það því án þess eigi draumarnir aldrei eftir að rætast.

ímyndun

KVK,
• það að ímynda sér, hugarburður, órar
• skoðun

Samheiti

*fantasía, grilla, heilaspuni, hugarburður, hugarfóstur, hugarórar, hugarsmíð, hugmyndasmíð, hugmyndasmíði, hugsmíðar, ofsjónir, órar, skynvilla

Margrét Gústavsdóttir
....er félagi nr. 241 hjá Blaðamannafélagi Íslands.
Hún hefur m.a. starfað við sjónvarp og útvarp og verið vinsæll bloggari í gegnum árin. Margrét nam sálfræði og forritun Kaupmannahöfn á þeim árum þegar tæknisinnaðir voru með símboða í beltinu og farsíminn vó sirka 450 grömm en lífsspeki hennar rammast í setningunni:

„Mart smart gerir eitt lekkert.“

margret@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

NETFLIX- VÆNTANLEGT Í JÚLÍ: Shameless 8, Orange is the new Black 6 og Jurassic Park

NETFLIX- VÆNTANLEGT Í JÚLÍ: Shameless 8, Orange is the new Black 6 og Jurassic Park
Fókus
Fyrir 3 dögum

MYNDASYRPA – Brjálað að gera frá fyrsta degi í Granda Mathöll: Djúsí borgarar, kóreanskt tvist og freyðivín á krana

MYNDASYRPA – Brjálað að gera frá fyrsta degi í Granda Mathöll: Djúsí borgarar, kóreanskt tvist og freyðivín á krana
Fókus
Fyrir 6 dögum

Íslenska karlalandsliðið – MYNDIR: Hrikalega flottir í sérsaumuðum jakkafötum en mættu vinna betur með bindishnútana

Íslenska karlalandsliðið – MYNDIR: Hrikalega flottir í sérsaumuðum jakkafötum en mættu vinna betur með bindishnútana
Fókus
Fyrir 6 dögum

HEILSA: Dópamín – Getur valdið kækjum og hefur áhrif á tilfinningar

HEILSA: Dópamín – Getur valdið kækjum og hefur áhrif á tilfinningar