fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Telur að Hatari eigi eftir að trylla salinn – Líkir laginu við Lordi: „Við þurfum fleiri svona lög í keppnina“

Tómas Valgeirsson
Þriðjudaginn 19. febrúar 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

YouTube notandinn David Atkins sérhæfir sig í þeirri kúnst að rýna í Eurovision-lög á rásinni sinni. Í nýju myndbandi sem hann birti svarar hann þeirri beiðni að horfa á og bregðast við laginu Hatrið mun sigra frá hljómsveitinni Hatara. Lagið komst í úrslit Söngvakeppninnar og er eitt fimm laga sem munu mætast í einvígi í Laugardalshöll um aðra helgi. Þá ræðst hvaða lag fer fyrir Íslands hönd til Ísraels í Eurovision. Ef David fengi einhverju ráðið myndi hann að líkindum senda Hatara.

„Þetta er úr allt öðrum geira en við erum vön, en sagan hefur sýnt að Lordi gekk vel með slíka tilraun á sínum tíma,“ segir David meðal annars í myndbandinu. „Ég kann að meta fjölbreytni í Eurovision og við þurfum fleiri svona lög til að keppnin verði áhugaverðari.“

Eftir því sem á líður viðurkennir David að atriðið sé heldur ruglandi og telur það vera mínus að hann viti ekkert hvað söngvararnir eru að segja. Hins vegar segir David lagið vera ferskan andblæ í samanburði við framlag Íslands í keppnina í fyrra, þegar Ari Ólafsson steig á sviðið með lagi sem fékk heldur blendnar viðtökur.

David hrósar einnig sviðsetningunni og telur líklegt að lagið trylli salinn á Eurovision-keppninni ef það kemst alla leið. En þrátt fyrir að hrósa nálguninni og ferskleikanum sem fylgir laginu vill David meina að hann myndi ekki kjósa lagið persónulega, en kann svo sannarlega að meta tilraunina.

Rýni Davids á Hatara má finna í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta