fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Hnakkaþon hefst í HR á morgun – 7 lið keppa

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Miðvikudaginn 23. janúar 2019 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árleg útflutningskeppni sjávarútvegsins, Hnakkaþon, hefst á morgun. Keppnin er samstarfsverkefni Háskólans í Reykjavík og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Keppendur takast á við áskorun tengdri íslenskum sjávarútvegi á þremur sólarhringum. Sjö lið eru skráð til leiks í Hnakkaþoninu, með alls 30 nemendum.

Áskorunin snýr að neytendahegðun og hvernig fyrirtæki getur mætt óskum framtíðarneytenda. Keppendur þurfa að setja saman áætlun um hvernig þeir myndu selja afmörkuðum markhópi í Bandaríkjunum íslenskan fisk. Áskorunin krefst því lausna á sviði neytendahegðunar, markaðssetningar og áætlanagerðar.

Verðlaun fyrir fyrsta sætið í Hnakkaþoninu er ferð til Boston í boði Icelandair Group og bandaríska sendiráðsins á Íslandi. Í ferðinni er stærsta sjávarútvegssýning í N-Ameríku, SeaFood Expo, heimsótt. Hnakkaþon hefur verið haldið árlega síðan 2015. Markmið keppninnar er að kynna tækifæri til nýsköpunar og fjölbreytt störf sem íslenskur sjávarútvegur býður upp á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar