fbpx
Fimmtudagur 24.janúar 2019
Fókus

Þetta listaverk verður líklega selt á milljarða á næstunni

Fókus
Fimmtudaginn 13. september 2018 21:30

Portrait of an Artist (Pool with Two Figures) heitir verkið.

Uppboðshúsið Christie’s í New York reiknar með að 80 milljónir Bandaríkjadala, níu milljarðar króna, fáist fyrir listaverk enska listmálarans David Hockney þegar það verður boðið upp á næstunni.

Ef svo fer verður listaverkið það verðmætasta eftir listamann sem enn er á lífi, en Hockney, sem er 81 árs, málaði verkið árið 1972.

Í frétt breska blaðsins Telegraph segir að verkið sé í eigu milljarðamæringsins Joe Lewis, en Lewis þessi er einna þekktastur fyrir að vera eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham Hotspur.

Hockney er meðal merkustu núlifandi listamannanna en hans dýrasta verk, hingað til að minnsta kosti, seldist á 28,5 milljónir dala á uppboði í New York fyrr á þessu ári.

Fókus
Á Fókus finnur þú umfjöllun um fólk, bæði í fréttamolum og styttri og lengri viðtölum, Tímavélina, umfjöllun um menningu: bækur, kvikmyndir og sjónvarp, leiklist, tónlist og tónleika, viðburði,
próf, gjafaleiki og fleira. Ert þú með ábendingar, hugmyndir eða efni fyrir Fókus, upplýsingar um viðburði, eða annað? Sendu okkur þá línu á fokus@fokus.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Þessar 3 símatilkynningar gera okkur grútpirruð

Þessar 3 símatilkynningar gera okkur grútpirruð
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Tuð vors lands: Er ömurlegasta bók ársins komin út og janúar ekki búinn?

Tuð vors lands: Er ömurlegasta bók ársins komin út og janúar ekki búinn?
Fókus
Í gær

Forvarnir í formi jafningjafræðslu – rafrettur, tóbaksneysla og geðheilbrigði

Forvarnir í formi jafningjafræðslu – rafrettur, tóbaksneysla og geðheilbrigði
Fókus
Í gær

Ómar Freyr: „Djöfullinn er að þér úrkynjaði kynvillingurinn þinn“

Ómar Freyr: „Djöfullinn er að þér úrkynjaði kynvillingurinn þinn“