fbpx
Þriðjudagur 19.febrúar 2019
Fókus

Magnað myndskeið – Sjáðu þegar Daði Freyr samdi nýtt lag á aðeins 10 mínútum!

Auður Ösp
Fimmtudaginn 5. júlí 2018 18:12

Daði Freyr

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daði Freyr Pétursson tónlistarmaður er næsti þátttakandi Í Takt við tímann á vef DV. Hann spreytir sig á þeirri áskorun að semja lag frá grunni á aðeins tíu mínútum.  Jói Pé, Króli og Þormóður Eiríksson spreyttu sig á lagasmíðinni í seinustu viku og má sjá útkomuna hér.

Neðst í fréttinni má horfa á stutt myndskeið þar sem má sjá Daða semja lagið og flytja það. Það er ótrúlegt að tónlistarmaðurinn nái að setja saman lag á þessum stutta tíma.

Daði Freyr heillaði Íslendinga upp úr skónum þegar hann tók þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins á seinasta ári og endaði í öðru sæti á eftir Svölu Björgvinsdóttur. Í kjölfarið skrifaði Pálmar Ragnarsson á Vísi:

„Við höfum eignast nýja þjóðhetju. Hún kemur ekki í formi íþróttagarps eða stjórnmálakonu heldur venjulegs hæfileikaríks drengs í grænni peysu. Daði sýnir strákum að þú þarft ekki að vera vöðvaður og tanaður til að vera töff. “

Daði hóf ferilinn með hljómsveitinni Orchestra of Few en í þeirri hljómsveit var meðal annars Kristján Pálmi Ásmundsson. Árið 2011 stofnuðu þeir hljómsveitina RetRoBot og ári síðar sigraði hljómsveitin Músíktilraunir auk þess sem Daði var valinn rafheili ársins. Ári síðar gaf sveitin út plötuna Blackout. Daði hefur stundað nám við upptökustjórnun og hljóðvinnslu í Berlín en árið 2014 byrjaði hann að spila undir nafninu Mixophrygian og ári síðar gaf hann út plötuna Forever.

Þáttastjórnandi þáttanna Í Takt við Tímann er pródúserinn og raftónlistarmaðurinn Guðni Einarsson. Guðni hefur verið viðloðinn íslensku raftónlistarsenuna um langt skeið. Þá hefur hann gefið frá sér fjölda platna, endurhljóðblandanna, nú síðast endurhljóðblöndun af laginu Featherlight á plötunni Lies are more flexible en var það gert í samstarfi við GusGus.

Í Takt við tímann eru nýstárlegir þættir og hefur þetta form ekki verið reynt áður í íslenskri dagskrárgerð.

Hér fyrir neðan má sjá þegar Daði spreytir sig á því að semja lagið. Fyrir þá sem vilja meira þá má horfa á lengri útgáfu af þættinum hér.

Góða skemmtun!

 

Auður Ösp
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Íslandi spáð 12. sæti í Eurovision: Rússinn sem tapaði talinn sigurstranglegastur

Íslandi spáð 12. sæti í Eurovision: Rússinn sem tapaði talinn sigurstranglegastur
Fókus
Í gær

IceQueen-nafninu stolið af Ásdísi Rán: „Mér finnst þetta virkilega leim“

IceQueen-nafninu stolið af Ásdísi Rán: „Mér finnst þetta virkilega leim“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Seinni undanúrslit söngvakeppninnar í kvöld – Hvert er þitt uppáhald?

Seinni undanúrslit söngvakeppninnar í kvöld – Hvert er þitt uppáhald?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kvika – Örþunn lína ástar og ofbeldis

Kvika – Örþunn lína ástar og ofbeldis