fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Sigurjón fékk heimsmetabókina með sjálfum sér

Ari Brynjólfsson
Laugardaginn 28. júlí 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurjón M. Egilsson fjölmiðlamaður auglýsti í vikunni eftir íslensku útgáfu heimsmetabókar Guinness frá árinu 1989 en þar bregður honum fyrir á baksíðu. Um var að ræða heimsmet sem Sigurjón tók þátt í að setja ásamt Gunnari Martin Úlfssyni auglýsingateiknara með því að sigla á pappírsbáti, gerðum úr tölublöðum DV, frá Akranesi. Svo vildi til að blaðamaður DV átti eintak af bókinni og kom Sigurjón upp á skrifstofu blaðsins til að fá eintakið með því skilyrði að því yrði skilað á endanum. Sagði Sigurjón að hann vildi fá bókina til að geta montað sig fyrir barnabörnunum.

Tíu eða tólf lög af dagblöðum

Heimsmetafley Gunnar Martin með bátinn. Mynd úr DV 1989

Hugmyndin var að sigla frá Akranesi til Reykjavíkur á pappírsbáti, Gunnar sagði á sínum tíma að hann hefði fengið hugmyndina þegar hann var að bíða á rauðu ljósi. Leitaði hann til DV til að fá pappír í bátinn. Aðspurður segist hann ekki viss hve mörg dagblöð fóru í bátinn. „Það var alveg hellingur, ég fékk fullt af blöðum og svo var bara að líma,“ segir Gunnar Martin í samtali við DV. Hann bjó til grind og kjöl úr pappakössum, svo lagði hann dagblöð yfir grindina. „Ég held að þetta hafi verið tíu eða tólf lög, svo bara trélím.“ Gunnar og Sigurjón fengu far með Akraborginni frá Reykjavík í júnímánuði árið 1989 og voru undir eftirliti björgunarsveitarmanna frá Akranesi allan tímann.

Sigurjón fékk að fara í ferðina sem fulltrúi DV vegna þess að hann hafði verið á sjó áður. Sigurjón segir að þegar þeir hafi verið að leggja af stað frá Akranesi hafi komið í ljós að ekkert stýri var á bátnum, hann hafi því reynt að stýra með seglinu og orðið dofinn í handleggjunum fyrir vikið. Sigurjón vildi þó lítið ræða hvernig bátsferðin ógleymanlega endaði fyrir rúmum 30 árum.

Báturinn lak aldrei

Gunnar og Sigurjón hentu sér í sjóinn og svo var kveikt í bátnum. Mynd úr DV 1989

Gunnar var ófeiminn við að upplýsa um það. „Báturinn sökk aldrei, hann hélt allan tímann. Við gátum ekki setið í bátnum þannig að við þurftum að vera á hnjánum. Þegar við vorum komnir út á miðjan Hvalfjörðinn þá sagði Sigurjón að hann væri slæmur í hnjánum og þyrfti að standa upp. Ég sagði það vera í lagi en hann mætti ekki koma við neitt. Hann rak sig óvart í og mastrið gaf sig, þá sögðum við báðir að þetta gengi ekki lengur. Þá fóru hliðarnar að flagga.“

Tveir björgunarsveitarbátar frá Akranesi fylgdu þeim og vildi Gunnar reyna að bjarga bátnum, gera við hann og reyna aftur. Báturinn var þó orðinn mjög þungur. Gunnar notaði sand í pappahólkum sem ballest og tókst því ekki að bjarga bátnum. „Ég man ekki hvort það var einhver í björgunarsveitinni sem sagði að við ættum bara að gera eins og víkingarnir í gamla daga, bara kveikja í honum. Við Sigurjón hentum okkur í sjóinn og kveiktum í honum. Hann lak aldrei neitt, hann sökk ekki fyrr en við kveiktum í honum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar