Fókus

Frásögn af góðverki Jóhanns í Krónunni fór sem stormsveipur um Facebook – „Ég trúi á Karma“ – Ekki trúa öllu sem þú lest á netinu

Fókus
Laugardaginn 21. júlí 2018 18:24

Fátæk gömul kona, dauður köttur og tóm budda kemur við sögu í frásögn sem hefur vakið gífurlega athygli inn á stærstu sölusíðunni á Facebook, Brask og brall. Þar er birt frásögn frá kokkinum Jóhanni Hannessyni. Inn á sölusíðunni sjálfri hefur hin dramatíska frásögn fengið yfir þúsund „læk“ og vel á þriðja hundrað deilingar. En ekki er allt sem sýnist. En frásögnin er á þessa leið:

„Kæru vinir! Í gærkvöldi var ansi sérstök uppákoma hjá mér sem sýndi mér hvað lífið getur verið dýrmætt. Ég var staddur á kassanum i Krónunni en á undan mér var eldri kona með aðeins mjólk, smjör og einhverja kanilsnúða. Konan fékk höfnun á kortið þegar hún ætlaði að greiða og meðan aðrir horfðu á gat ég ekki annað en boðist til að greiða fyrir hana.

Konan þáði það með þökkum, táraðist og sagði að vikan hennar hefði verið ansi erfið. Kötturinn þeirra hjóna hefði nýlega fallið frá en Ketill hefði verið eins og einn af fjölskyldunni. Hann var orðinn gamall og veikur og það að láta hann fara hefði verið dýr aðgerð og valdið því að ellilífeyrinn væri búinn.

Eins og sjá má hefur frásögnin vakið gríðarlega athygli.

Ég táraðist nánast líka og sagði við hana að eiga peninginn. Hún þyrfti hann meira en ég. Það væri ekki í lagi að ríkisstjórnin færi svona með gamla fólkið okkar. Það ætti meira skilið. Verum þakklát fyrir það sem við höfum kæru vinir. Munum það.
Endilega deilið.“

Blaðamaður Fókus ákvað að grennslast frekar fyrir um þessa dramatísku en fallegu frásögn. Ekki þurfti mikla rannsóknarblaðamennsku til að varpa ljósi á að um frábæran hrekk var að ræða. Einn viðmælandi DV sem þekkir Jóhann segir: „Hann er að fara að gifta sig og þetta er steggjun. Þetta er brandari sem heppnaðist frábærlega. Jói myndi aldrei setja eitthvað svona frá sér á netið.“

Einn liður í steggjuninni var því að birta frásögn af góðverki í Krónunni sem nú er deilt víða á samskiptamiðlum. Viðbrögðin eru mikil, Jóhanni er þakkað fyrir að minna á náungakærleikann og segir Magnús Helgi í kommenti undir frásögninni: „Maður tárast með að lesa þetta.“ Og annar bætir við: „Vinur, ég trúi á Karma.“

Blaðamaður Fókus getur ekki annað en tekið undir að um frábærlega heppnaðan hrekk sé að ræða. Hið jákvæða er að hrekkurinn virðist einnig ætla að verða mörgum innblástur í að láta gott af sér leiða, en um leið minnir hann okkur á að trúa ekki öllu sem við lesum á netinu. Um leið biðst Fókus forláts á að ljóstra upp um hrekkinn!

Fókus
Fókus er fyrir fólk sem kýs litla flokka, fólk sem kýs stóra flokka, fólk sem fílar hunda betur en ketti, ketti betur en hunda, páfagauka betur en fiska, fiska betur en allt annað á jörðinni. Fókus er fyrir fólk með fléttur, fólk sem á of mikið af jakkafötum, fólk sem langar í fleiri jakkaföt, fólk sem borar í nefið þegar það heldur að enginn sjái til. Fókus er fyrir fólk sem þarf gleraugu og líka fyrir fólkið sem sér alltaf allt í fókus. Fókus er fyrir þig.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kom alls staðar að lokuðum dyrum þegar hann leitaði sér hjálpar

Kom alls staðar að lokuðum dyrum þegar hann leitaði sér hjálpar
Fókus
Fyrir 2 dögum

TÍMAVÉLIN: Átti 56 eiginkonur og þráði gröfina

TÍMAVÉLIN: Átti 56 eiginkonur og þráði gröfina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslenskir nasistar: Gitler rotaður á kolabingnum

Íslenskir nasistar: Gitler rotaður á kolabingnum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ævar Þór kynntist unnustunni á sviði: Ástin kviknaði við fjarveru Stebba Hilmars

Ævar Þór kynntist unnustunni á sviði: Ástin kviknaði við fjarveru Stebba Hilmars