Fókus

Mikil aukning á innritunum í verk- og starfsnám: Gríðarlegur áhugi fyrir rafiðngreinum

Margrét Gústavsdóttir
Mánudaginn 25. júní 2018 12:30

Nemendum sem innritast á verk- eða starfsnámsbrautir framhaldsskóla fjölgar umtalsvert, eða hlutfallslega um 33% frá síðasta ári.

Samkvæmt upplýsingum frá Menntamálastofnun var mest ásókn í nám í rafiðngreinum, til dæmis rafeindavirkjun, rafveituvirkjun, rafvélavirkjun, rafvirkjun og hljóðtækni en einnig í málmiðngreinar svo sem blikksmíði, rennismíði, stálsmíði og vélvirkjun.

Flestir nemendur innritast á bóknáms- eða listnámsbrautir til stúdentsprófs eða 69% allra þeirra sem sóttu um.

Um 16% nemenda eru innritaðir á verk- eða starfsnámsbrautir en 15% nemenda á almenna námsbraut eða framhaldsskólabraut sem er lægra hlutfall en undanfarin ár.

Skipting nemenda eftir námsvali, undir flokkinn „aðrar námsbrautir“ falla til að mynda hestamennska, nýsköpunarbraut og öryggis- og björgunarbraut.

89 prósent komust inn í þá skóla sem voru í fyrsta sæti

Alls sóttu 3.930 nemendur um skólavist í framhaldsskólum fyrir haustönn 2018 sem er 95,6% allra þeirra sem útskrifuðust úr grunnskóla nú í vor.

Líkt og undanfarin ár gafst nemendum kostur á að sækja um tvo skóla.

Alls fengu 89% umsækjenda skólavist í þeim skóla sem þeir völdu sér í fyrsta vali, 9% nemenda fengu skólavist í þeim skóla sem þeir völdu sér í öðru vali en 2% umsækjendanna (65 nemendur) fengu ekki skólavist í þeim skólum sem þeir höfðu óskað eftir og sá Menntamálastofnun um að útvega þeim skólavist í þriðja skóla.

Flestir þeir sem tilheyrðu þessum hóp uppfylltu ekki inntökuskilyrði í það nám sem þeir sóttu um.

Þetta eru færri nemendur en á liðnu ári en þá voru þeir 81.

Þrír skólar þeir vinsælustu

Undanfarin ár hafa nokkrir skólar notið mikilla vinsælda hjá umsækjendum og var engin breyting á því í þessari innritun.

Samkeppnin um pláss var því hörð og þurftu skólar sem fengu hvað flestar umsóknir að vísa umsækjendum frá.

Í ár fengu Verzlunarskóli Íslands, Menntaskólinn við Hamrahlíð og Menntaskólinn við Sund flestar umsóknir um skólavist.

/Fréttatilkynning frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti.
Margrét Gústavsdóttir
....er félagi nr. 241 hjá Blaðamannafélagi Íslands.
Hún hefur m.a. starfað við sjónvarp og útvarp og verið vinsæll bloggari í gegnum árin.

margret@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gaui með fullt af nýjum munum á Hernámssetrinu

Gaui með fullt af nýjum munum á Hernámssetrinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lítt þekkt ættartengsl: Kylfingurinn og frægu foreldrarnir

Lítt þekkt ættartengsl: Kylfingurinn og frægu foreldrarnir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Laddi móðgaði feitar konur og Kínverja

Laddi móðgaði feitar konur og Kínverja
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heilluðu hjörtu og hurfu úr sviðsljósinu: Hvað varð um þessar íslensku barnastjörnur?

Heilluðu hjörtu og hurfu úr sviðsljósinu: Hvað varð um þessar íslensku barnastjörnur?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ásmundur hélt skötuveislu til styrktar bágstöddum: 1,5 milljón til Þroskahjálpar og margvíslegir aðrir styrkir

Ásmundur hélt skötuveislu til styrktar bágstöddum: 1,5 milljón til Þroskahjálpar og margvíslegir aðrir styrkir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Góður faðir í fjárhagsvandræðum á flótta undan lögreglunni: Guðmundur Ingi – Hann er ekki vondur maður – Sjáðu myndbandið

Góður faðir í fjárhagsvandræðum á flótta undan lögreglunni: Guðmundur Ingi – Hann er ekki vondur maður – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Adolf Arnar varð fyrir harkalegri nautaárás – Liggur á sjúkrahúsi – „Þá er ég búinn að þessu og geri þetta ekki aftur!“

Adolf Arnar varð fyrir harkalegri nautaárás – Liggur á sjúkrahúsi – „Þá er ég búinn að þessu og geri þetta ekki aftur!“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gréta sökuð um að birta klám á Facebook – „Það kemur í ljós að það er eitthvað gróft í þessu myndbandi“

Gréta sökuð um að birta klám á Facebook – „Það kemur í ljós að það er eitthvað gróft í þessu myndbandi“