Fókus

Má þetta á 21.öld?: Setja stórt spurningamerki við leikfang Georgs prins

Fókus
Mánudaginn 11. júní 2018 14:09

Myndir af Vilhjálmi Bretaprins og fjölskyldu á góðri stund fara nú eins og eldur í sinu um netheima.

Fjölskyldan var að njóta sín að fylgjast með polo í bænum Tetbury á Englandi, spilaði Vilhjálmur meðal annars einn leik í gær.

Það var hins vegar myndir af leikfangi Georgs prins sem hafa fengið á sig harða gagnrýni. Sést hann að leik með leikfangabyssu.

Myndunum af Georg hefur verið dreift á Twitter þar sem netverjar setja samasemmerki á milli leikfangabyssunnar og byssuofbeldis í Bandaríkjunum.

Setja margir stórt spurningamerki við að Katrín hertogynja leyfi honum að leika sér með svo raunverulegt leikfang.

Georg mun vera mikill áhugamaður um lögregluna, sagði Vilhjálmur að hann hefði mikinn áhuga á að elta uppi glæpamenn.

Mun hann einnig hafa óskað sér lögreglubíls í jólagjöf.

Fókus
Fókus er fyrir fólk sem kýs litla flokka, fólk sem kýs stóra flokka, fólk sem fílar hunda betur en ketti, ketti betur en hunda, páfagauka betur en fiska, fiska betur en allt annað á jörðinni. Fókus er fyrir fólk með fléttur, fólk sem á of mikið af jakkafötum, fólk sem langar í fleiri jakkaföt, fólk sem borar í nefið þegar það heldur að enginn sjái til. Fókus er fyrir fólk sem þarf gleraugu og líka fyrir fólkið sem sér alltaf allt í fókus. Fókus er fyrir þig.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 1 viku

Lauga (30) og Árni (28) á Torfastöðum: „Bændur eru bændum verstir“

Lauga (30) og Árni (28) á Torfastöðum: „Bændur eru bændum verstir“
Fókus
Fyrir 1 viku

Íslenska karlalandsliðið – MYNDIR: Hrikalega flottir í sérsaumuðum jakkafötum en mættu vinna betur með bindishnútana

Íslenska karlalandsliðið – MYNDIR: Hrikalega flottir í sérsaumuðum jakkafötum en mættu vinna betur með bindishnútana