fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Peningar: 6 stjörnur sem reyndu að svíkja undan skatti – Saklaus eða ekki? – Sum voru dæmd í fangelsi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 17. apríl 2018 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki öllum gefið að una sér við heimilisbókhald og excel skjöl og sumir eiga erfiðara með skattinn en aðrir. Fá jafnvel aðsvif, bara við það að heyra orðið „skattaskýrsla“. Þetta á gjarna við í tilfellum þeirra einstaklinga sem hafa meiri virkni í hægra heilahvelinu, því sem oftast er tengt við listrænar gáfur og sköpun.

1. Sophia Loren

Árið 1982 sat hin íðilfagra ítalska leikkona í fangelsi í heila 17 fyrir að svindla undan skatti. Dómurinn hljóðaði reyndar upp á 30 daga en svindlið átti sér stað árið 1974 og Sophia hélt því alltaf fram að aldrei hefði verið um neitt svindl að ræða heldur yfirsjón endurskoðanda hennar sem klikkaði víst eitthvað á smáatriðunum.

Mörgum árum síðar, eða árið 2013, úrskurðaði hæstiréttur Rómarborgar að Sophia hafi með sanni haft rétt fyrir sér. Þetta voru allt saman mistök og hún var formlega sýknuð, aðdáendum dömunnar til mikillar ánægju.

2. Martha Stewart

Heimilisgyðjan Martha Stewart var dæmd í tæplega þriggja ára fangelsi fyrir að svíkja undan skatti árið 2004.

Hún sat inni í heila fimm mánuði, var í stofufangelsi svokölluðu í aðra fimm og á skilorði í tvö ár.  Martha hélt að sjálfssögðu fram sakleysi sínu allann tímann en hún þurfti einnig að borga himinháar sektir fyrir hin meintu svik, – eða í kringum 220.000 dollara.

3. Chuck Berry

Á því herrans ári 1970 þurfti rokkarinn knái að sitja inni í sex mánuði fyrir að svindla á skattinum. Chuck Berry sló meðal annars í gegn með lögum sínum Roll over Beethoven“ og „Run Rudolph Run,“ en Berry lést á síðasta ári, níræður að aldri.  Frumkvöðull í selebba skattsvikum?

4. Dolce og Gabbana

Tiskutrítlarnir tveir voru dæmdir í margra ára fangelsi fyrir skattsvik í júní árið 2013. Hin meintu svik höfðu átt að eiga sér stað árið 2004 þegar þeir seldu helstu vörumerkin sín til Lúxembúrgíska fyrirtækisins Gado.

Í október 2014 tókst þeim hinsvegar að fá dóminum hnekkt og ekkert varð úr refsingunni. Sem betur fer fyrir tískudrósir þessa heims. Hvar væru þær ef hvorki væru Dolce né Gabbana?

5. Lauryn Hill

Hver man ekki eftir Lauryn Hill sem söng sig inn í hjörtu X kynslóðarinnar, fyrst með Fugees og svo á sólóferli sínum?

Árið 2013 þurfti rapparinn fagri að sitja í fangelsi í þrjá mánuði fyrir að hafa ekki greitt skatta í heil tíu ár! Geri aðrir betur.

Lauryn játaði sekt sína í júní 2012 en þá var skuldin upp á 1.8 milljónir dollara og skapaðist aðallega af tekjum sem hún aflaði sér og sínum á árabilinu 2005 til 2007. Þá bættist einnig við heljarinnar skuld milli 2008 og 2009 en Lauryn blessunin klikkaði víst alveg á að borga 2.3 milljónir dollara á þessu ári.

Lauryn Hill var dæmd í stofufangelsi í þrjá mánuði eftir að hún kom úr fangelsinu og svo var hún á skilorði í ár.

6. Wesley Snipes

Fyrir sléttum tíu árum stakk töffarinn Wesley Snipes alls 7 milljónum dollara í vasann en þessa upphæð hefði hann betur látið skattmann hafa því Snipes þurfti að sitja inni í rúm tvö ár fyrir yfirsjónina.

Svikin áttu sér stað um aldamótin, eða frá 1999 til 2001 en þá klikkaði karlinn alveg á að gefa þessa formúgu upp til skatts. Hann hóf afplánun í ríkisfangelsinu í Pensilvaníu í desember 2010 en var leystur úr haldi í apríl 2013 og fékk að klára í stofufangelsi sem lauk í júlí sama ár.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun