fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Benedikt Bóas skammar foreldra barna í íþróttum: „Ef þú átt barn í íþróttum, ekki vera plebbi og fáviti“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 12. apríl 2018 20:00

Benedikt Bóas, blaðamaður Fréttablaðsins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Bóas Hinriksson, blaðamaður og fyrrverandi íþróttafréttamaður, tekur undir með körfuboltaþjálfaranum Friðriki Inga Rúnarssyni sem segir að það vanti meiri virðingu fyrir þjálfarastöðinni.

Benedikt gerir ummæli Friðriks, sem hann lét falla í útvarpsþættinum Akraborginni á þriðjudag, að umtalsefni í pistli í Fréttablaðinu í dag.

Friðrik Ingi er einn reynslumesti körfuknattleiksþjálfari Íslands og þótt víðar væri leitað. Hann hefur áratuga reynslu af þjálfun og af störfum innan íþróttahreyfingarinnar. Ummæli sem hann lét falla í Akraborginni hafa vakið athygli en þar gagnrýndi hann foreldra barna sem stunda íþróttir.

„Foreldrum finnst ekkert tiltökumál að vaða inn á æfingar og horfa á í tíma og ótíma. Jafnvel skipta sér af. Ég hef stundum spurt foreldra hvort þeir vildu að ég kæmi inn á þeirra vinnustað í tíma og ótíma og færi að skipta mér af. Svarið er alltaf skýrt nei.“

Benedikt kveðst taka undir með Friðriki.

„Foreldrar eru margir óþolandi þegar kemur að íþróttaiðkun barna þeirra. Mæta á æfingar og tala hátt, jafnvel þegar börnin eiga að hafa hljóð. Tala í símann og hafa jafnvel skoðanir á því sem menntaður þjálfarinn er að gera og segja. Sumir meira að segja haga sér eins og fávitar á mótum,“ segir Benedikt og bætir við að þetta einskorðist ekki við blóðheita feður – þetta gildi bæði um mömmur og pabba.

„Virðingin fyrir þjálfarastarfinu er lítil sem engin. Hún virðist vera svipuð og hvernig ríkið metur ljósmæður. Æfingar hjá börnum eru ekki barnapössun svo að foreldrar fái klukkutíma á Facebook í friði. Það er verið að kenna þeim fullt af góðum hlutum sem þau taka með sér út í lífið seinna meir. Ef þú, lesandi góður, átt barn í íþróttum – hvaða íþrótt sem er, ekki vera plebbi og fáviti. Það er hallærislegt. Berðu virðingu fyrir þeim sem nenna að þjálfa börnin þín.. Það er hallærislegt. Berðu virðingu fyrir þeim sem nenna að þjálfa börnin þín,“ segir Benedikt sem endar pistilinn á að hvetja fólk til að hlusta á orð Friðriks. Virðing kosti ekki neitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir