fbpx
Þriðjudagur 19.febrúar 2019
Fókus

Biggi lögga skammar RÚV – „Krakkar gráta og eru svekktir“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 4. desember 2018 08:40

Birgir Örn Guðjónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir þremur árum var mikil óánægja á mörgum heimilum með að RÚV sýndi danskt jóladagatal fyrir börnin. Þjóðþekktir einstaklingar (og aðrir) létu ónægju sína í ljós á samfélagsmiðlum og svo fór að RÚV sá að sér.
Í ár sá RÚV sér leik á borði og fór í geymsluna og dustaði rykið af 20 ára gömlu jóladagatali Gunna og Felix og ber það á borð fyrir börnin í desember.
Þannig að nú þremur árum seinna er staðan önnur, en samt sama bara öðruvísi, efnið er íslenskt og endurnýtt. Birgir Örn Guðjónsson, Biggi lögga tjáði sig um dagatalið í stöðufærslu á Facebook í gær þar sem að hann skorar á RÚV að sækja eitthvað skemmtilegt jóladagatal í fullri lengd á íslensku og sýna börnunum. Það er spurning hvort að Biggi (og RÚV) sé þó of seinn að bjarga jólunum í þetta sinn, en það er þá alltaf næsta ár.

Biggi skrifaði færslu um þetta á Facebook í gærkvöldi en færsluna má lesa hér að neðan:


En að öðru. Ég bara verð að skamma RUV. Krakkanna vegna. Fyrir nokkrum árum skammaði ég og fleiri Ríkissjónvarpið vegna nákvæmlega sama máls og þá sáu þau að sér. Ég vona svo sannarlega að þau geri það líka núna. Málið snýst um jóladagatalið.
Jóladagatalið er partur af aðventunni á mörgum heimilum landsins og við vitum öll að margir krakkar hlakka mikið til að eiga þessa daglegu stundi fyrir framan sjónvarpið fram að jólum. Þetta árið ákvað Ríkissjónvarpið að sækja yfir tuttugu ára gamalt jóladagatal með Gunna og Felix og dusta af því þykkt lag af ryki. Gunni og Felix eru auðvitað snillingar en þetta eru gömul, og það sem verra er, örstutt innslög. Upp úr átta á kvöldin eru síðan danskir þættir sem eiga víst að flokkast sem jóladagatal en virðast við fyrstu sýn óskup dökkir og þungir, sérstaklega fyrir yngri krakkana. Það hefur mikið verið rætt um mikilvægi þess að varðveita íslenskuna okkar og þarna á Ríkissjónvarpið að sjálfsögðu að nota tækifærið og bjóða upp á gott talsett efni þar sem vitað er að það fær mikið áhorf.
Ég hef heyrt að viðbrögðin á sumum heimilum voru þau sömu og um árið þegar þessi mistök voru síðast gerð. Krakkar grétu vegna þess að þeir voru svo svekktir. Vel gert RÚV, vel gert! Nú vil ég skora á ykkur sem stjórnið dagskránni að gleðja öll þessi börn með því að ná í eitthvað skemmtilegt jóladagatal með íslensku tali í fullri lengd og skella því í sýningu fram að jólum. Jól í Snædal og Snæholt vöktu til dæmis mikla lukku og það væri skömminni skárra og í raun bara ljómandi fínt að fá annaðhvort þeirra bara aftur á skjáinn. Þið mynduð gleðja mörg hjörtu.
Ef það eru fleiri foreldrar sammála þá megið þið endilega koma skilaboðunum áfram. Þetta er nú einu sinni Ríkissjónvarpið okkar allra og jólin eru tími barnanna.
Áfram börn og íslensk tunga og áfram RÚV!

Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Ef erlent kvikmynda- og sjónvarpsefni væri allt „döbbað“ á Íslandi: „Vitki er aldrei seinn“ – Sjáðu myndböndin

Ef erlent kvikmynda- og sjónvarpsefni væri allt „döbbað“ á Íslandi: „Vitki er aldrei seinn“ – Sjáðu myndböndin
Fókus
Í gær

Króli um eitraða karlmennsku: „Þetta er mér mikið hjartans mál“

Króli um eitraða karlmennsku: „Þetta er mér mikið hjartans mál“
Fyrir 2 dögum

Foreldrar og barn drukknuðu á sömu slóðum en ekki á sama tíma

Foreldrar og barn drukknuðu á sömu slóðum en ekki á sama tíma
Fyrir 2 dögum

Tímavélin: Vinnumaður í Bárðardal kæfði verðandi barnsmóður sína

Tímavélin: Vinnumaður í Bárðardal kæfði verðandi barnsmóður sína