fbpx
Fókus

Lilja Nótt eignast stúlkubarn

Fókus
Sunnudaginn 7. október 2018 13:30

Leikkonan Lilja Nótt Þórarinsdóttir og Ólafur Gauti Guðmundsson eignuðust stúlkubarn í gærnótt. Stúlkan mætti á fjórða tímanum og heilsast öllum vel samkvæmt stöðufærslu Lilju á Facebook.

Þau Lilja og Ólafur eiga eina fjögurra ára dóttur fyrir, Emmu Björgu, og segir Lilja að nýfædda stúlkan sé alveg jafn stór og systir sín var þegar hún kom í heiminn, „og svei mér ef þær eru ekki bara svolítið líkar,“ bætir hún við.

Í stöðufærslunni sendir Lilja góða kveðju á heilbrigðisstarfsfólkið sem aðstoðaði. „Takk á allt ótrúlega hlýja, samviskusama, skilningsríka og fagmannlega heilbrigðisstarfsfólkið sem bar okkur á höndum sér og passaði svo vel upp á að allir kæmu sem best út úr þessu,“ segir hún.

Ritstjórn Fókus sendir hjartanlegar hamingjuóskir á fjölskylduna.

Fókus
Á Fókus finnur þú umfjöllun um fólk, bæði í fréttamolum og styttri og lengri viðtölum, Tímavélina, umfjöllun um menningu: bækur, kvikmyndir og sjónvarp, leiklist, tónlist og tónleika, viðburði,
próf, gjafaleiki og fleira. Ert þú með ábendingar, hugmyndir eða efni fyrir Fókus, upplýsingar um viðburði, eða annað? Sendu okkur þá línu á fokus@fokus.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Meira að segja eiginkonan má ekki vita hvernig Game of Thrones endar

Meira að segja eiginkonan má ekki vita hvernig Game of Thrones endar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nú getur þú fest kaup á Bjarna Ben í nábrókinni

Nú getur þú fest kaup á Bjarna Ben í nábrókinni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Petrína: „Það skiptir miklu máli fyrir þann veika að finna stuðning“

Petrína: „Það skiptir miklu máli fyrir þann veika að finna stuðning“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mál­þing um brjósta­krabba­mein – Doktor Google & Google Maps

Mál­þing um brjósta­krabba­mein – Doktor Google & Google Maps