fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Bókaræman – skilafrestur nálgast og verðlaunaafhending í Bíó Paradís

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 30. október 2018 08:30

Skjáskot úr sigurmyndinni 2015, Eleanor & Park eftir Láru Snædal Boyce

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarbókasafnið efnir í fjórða sinn til lestrarhvetjandi örmyndakeppni fyrir ungt fólk.

Markmið keppninnar er að auka áhuga ungmenna á aldrinum 13-20 ára á lestri bóka og hvetja til skapandi lesturs og túlkunar á bókmenntum. Þátttakendur eru hvattir til að leita nýrra og óhefðbundinna leiða til þess að deila lestrarreynslu með öðrum ungmennum í formi örmyndbands.

Skilafrestur myndbanda er til 31. október gegnum borgarbokasafn.is/bokaraeman

Verðlaunaafhending í Bíó Paradís 8. nóvember kl. 17.
Þátttakendur fá 30 til 90 sekúndur til að kynna bók eða bókaseríu að eigin vali sem þeir hafa lesið. Aðferðin er algjörlega frjáls – það mætti því vera leikþáttur, viðtal, samtal, grínskets eða bara hefðbundinn bókadómur. Myndböndin sem send eru í keppnina verða öllum opin og áskilur Borgarbókasafnið sér rétt til þess að nota þau til að vekja áhuga á bókum og hvetja til lesturs.

Dómarar eru Stefán Máni rithöfundur, Karl Pálsson leikari og tæknimaður hjá KrakkaRÚV og Guðrún Baldvinsdóttir formaður dómnefndar, bókmenntafræðingur og starfsmaður Borgarbókasafnsins.

Meira um verkefnið

Verkefnið hvetur til skapandi lesturs og túlkunar á bókmenntum um leið og þátttakendur eru hvattir til að leita nýrra og óhefðbundinna leiða til þess að deila lestrarreynslu með öðrum. Markmiðið með verkefninu er að gefa ungu fólki tækifæri til að miðla sinni upplifun af bókum og deila henni með öðrum sem og að skapa umræður um bókmenntir meðal ungs fólks. Keppnin krefst þess af þátttakendum sínum að þeir rýni þá bók sem fjalla á um og fangi með hugmynd sinni kjarna hennar. Þá þurfa þeir að fylgja hugmyndinni eftir allt til enda og vera tilbúnir að þróa verkefnið eftir því sem vinnu við það vindur fram. Verkefnið kallar á samvinnu við aðra og er því tilvalið til að vinna í hóp þar sem þátttakendur þurfa að koma sér saman um hugmynd, skrifa handrit og skipta með sér verkum. Sem einstaklingsverkefni þurfa þátttakendur að virkja vini sína og fjölskyldu til leiks og fá þar með þjálfun í að segja öðrum til svo að vel fari þannig að hugmynd þeirra geti orðið að veruleika.

Frá keppninni 2017

Í fyrra bar Agnes Anna Garðarsdóttir sigur úr býtum með myndband um bókina In a Dark, Dark Wood eftir Ruth Ware. Agnes sá sjálf um upptöku, klippingu og tónlist og var það samdóma álit dómara að: „Tæknivinna er framúrskarandi. Flæði í myndinni er stórgott og samband texta og myndræns máls mjög skýrt. Höfundur hefur greinilega leikið sér og vandað sig við myndatöku og myndræna tjáningu. Höfundur má vera stoltur af samsetningu myndarinnar.“ Í öðru sæti var myndband um bók Stephen King, Carrie og voru það þær Karolina Irena Niton og Sigrún Helga Geirsdóttir sem deildu upplifun sinni á bókinni. Ummæli dómnefndar eru eftirfarandi: „Það sem bæði einkennir og heillar við þetta örmyndband er áhugi og ástríða fyrir viðfangsefninu – brennandi ástríða sem smitar þann sem á horfir. Einföld framsetning er brotin upp með smekklegum tæknibrellum sem krydda frásögnina án þess að trufla hana og eru á sama tíma algjörlega í takt við bókina sem um ræðir. Hér er innihaldið ofar umgjörðinni, og naglinn hittir beint á höfuðið.“ Þriðja sæti hlutu svo þær Iðunn Björg Arnaldsdóttir og Nina Solveig Andersen fyrir myndbandið hlykkjóttur vegur en innblásturinn er úr bókinni Allt eða ekkert/ Everything everything eftir Nicola Yoon.

Styrktaraðilar veita vegleg verðlaun

  • Allir vinningshafar fá gjafabréf frá Nexus og bók frá Bókabeitunni
  • Lenovo Spjaldtölva frá Origo
  • Hamborgaraveisla fyrir 6 frá Hamborgarabúllunni
  • Bíómiðar frá Laugarásbíó
  • Bíómiðar frá Bíó Paradís

Reglur

  • Myndbandið skal vera 30 til 90 sekúndur að lengd. · Myndbandið skal fjalla um bók eða bókaröð sem þátttakendur hafa lesið. · Titill bókarinnar verður að koma fram í myndbandinu. · Efnistök eru að öðru leyti frjáls en myndbandið verður að vísa til bókarinnar á einhvern hátt. · Þátttakendur skulu vera á aldrinum 13-20 ára. · Nokkrir þátttakendur mega vera um hvert myndband. · Skilafrestur er til og með 31. október 2018 · Dómnefnd velur vinningsmyndbönd. Verðlaunaafhending fer fram fimmtudaginn 8. nóvember kl. 17.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta
Fókus
Fyrir 2 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kanye West ætlar í klámið

Kanye West ætlar í klámið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda