Fókus

Katrín Ingibjörg: „Ég vil að hlutirnir verði breyttir þegar dóttir mín fer út á vinnumarkað“

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 21. október 2018 13:32

Katrín Ingibjörg Kristófersdóttir. Mynd/DV

„Ég var búin að gefast upp og ætlaði að skrifa undir starfslokasamninginn. Samning sem mér fannst óréttlátur og í raun meiðandi. Ég gat ekki meira. Þá kom skyndilega upp málið í Orkuveitu Reykjavíkur. Í kjölfar þess ákvað ég að berjast, sama hverjar afleiðingarnar yrðu. Ég settist niður með þrettán ára dóttur minni og fór yfir málið með henni. Ég vil að hlutirnir verði breyttir þegar dóttir mín fer út á vinnumarkað,“ segir Katrín Ingibjörg Kristófersdóttir í samtali við DV.

Katrín segir að henni hafi verið nauðgað af samstarfsmanni hjá Fjársýslu ríkisins í mars í fyrra. Maðurinn þvertekur fyrir að hafa brotið á Katrínu. Maðurinn vildi ekki tjá sig við DV. Ekki hefur verið lögð fram kæra og málið aldrei rannsakað af lögreglu. Katrín er einstæð tveggja barna móðir og menntaður viðskiptafræðingur. Hún hafði starfað hjá Fjársýslunni í rúmt ár þegar lífi hennar var umturnað. Í kjölfar þess að hún upplýsti yfirmenn sína um hvað hefði gerst var samstarfsmanni hennar gefinn kostur á að segja upp störfum. Í upphafi taldi Katrín að stutt yrði við bakið á henni til að vinna úr áfallinu. En annað átti eftir að koma á daginn. Núna, rúmu einu og hálfu ári síðar er búið að segja henni upp störfum vegna heilsubrests. Henni er boðinn starfslokasamningur sem inniheldur ákvæði um lausnarlaun; ákvæði úr kjarasamningum sem aðeins er beitt þegar starfsfólk á við alvarleg veikindi að stríða og á vart endurkvæmt í vinnu.

Viðtalið við Katrínu Ingibjörgu má finna í helgarblaði DV.

 

Björn Þorfinnsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Valgarður fékk skelfilegt hugboð – „Eins og eitthvað flygi í gegnum hausinn á mér, eitthvað kalt. Það fyrsta sem ég hugsaði var – „Mamma!“

Valgarður fékk skelfilegt hugboð – „Eins og eitthvað flygi í gegnum hausinn á mér, eitthvað kalt. Það fyrsta sem ég hugsaði var – „Mamma!“
Fókus
Í gær

Ertu single? – Örvæntu ekki, hér eru 129 leiðir til að landa manni

Ertu single? – Örvæntu ekki, hér eru 129 leiðir til að landa manni
Fókus
Í gær

BLE-Rödd unga fólksins hlaut 19.2% atkvæða

BLE-Rödd unga fólksins hlaut 19.2% atkvæða
Fókus
Í gær

Sérkennilegur minjagripur – Yfir 60 ára gamall strætómiði

Sérkennilegur minjagripur – Yfir 60 ára gamall strætómiði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Valgarður fór tólf ára úr klóm prests og í gin fíknar

Valgarður fór tólf ára úr klóm prests og í gin fíknar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heimsþekktur leikari afgreiðir popp í Bíó Paradís – „Loksins er ég í alvöru starfi“

Heimsþekktur leikari afgreiðir popp í Bíó Paradís – „Loksins er ég í alvöru starfi“