fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

POPUP Næturmarkaður í fyrsta sinn á Íslandi

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 19. október 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavík POPUP Nightmarket fer fram í Gamla bíói á morgun og er það í fyrsta sinn sem viðburðurinn fer fram hér á landi.

Reykjavík POPUP Nightmarket er komið til að breyta markaðsstemningu bæjarins og skapa vettvang fyrir  hönnuði og listafólk, til kynna list sína og framleiðslu auk þess sem lifandi list verður í hávegum höfð.

Hugmyndin er að skapa skemmtilega og lifandi markaðstemningu í hjarta borgarinnar. Markaðurinn byrjar kl. 17 og stendur til miðnættis og jafnvel lengur.

Það mun ægja saman sölubásum og uppákomum eins og tónlistar- og listviðburðum. Allri list verður gert hátt undir höfði eins og mynd-, rit-, og tónlist. Boðið verður upp á mat, drykk, gjörninga, innsetningar, ljósagang, lifandi tónlist sem og plötusnúða.

Það verður skemmtileg karnivalstemning í bland við brask og brall með ýmiskonar varning. Listamenn, handverksfólk og prangarar selja vörur sínar og listafólk fremur alls kyns gjörninga. Lifandi tónlist og laufléttar veitingar í bland við götulíf og görótt galdrafólk – það má búast við öllu þetta kvöld.

Teitur Magnússon verður sérstakur heiðursgestur kvöldsins og mun bjóða upp á sína rómuðu ást, huggulegheit og einlægni.

Einnig koma fram tvær kanadískar listakonur:

Zuzu Knew er vestur íslensk listakona, búsett á Íslandi sem kom hingað að finna rætur sínar. Hún gerir teiknimyndir, hannar búninga og vinnur með myndvarpatækni þar sem hún blandar saman ljósi, formum og myndlist.

MSEA, einnig þekkt sem Maria-Carmela, er hljóðlistamaður, söngkona og tónskáld búsett í Reykjavík, upprunalega frá Toronto, Canada. Tónlist MSEA skoðar hugmyndir um hvað það er að vera kona og að missa tengingu við líkamann, og hún leikur sér á mörkunum milli fegurðar og óþæginda. Tónlistin er unnin úr náttúrulegum sem og stafrænum hljóðum, svo úr verður ákveðin klippimynd hljóða. Radddrifin hljóðverk eru oft blönduð við ýmsa hljóðheima. Stundum spilar hún alein, og stundum með stórum eða smáum hljómsveitum. MSEA stefnir stöðugt á samvinnu með nýju fólki og að gera hlutina aldrei eins.

Þess má og geta að hin fornfræga plötubúð Hljómalind rís upp frá dauðum með þá Kidda Kanínu, Kára Þór og Krumma úr Bónusplötum í broddi fylkingar. Búast má við fleiri gestum þegar nær dregur.

Birna María verður með hóp ungra myndlistarmanna á efri svölunum þar sem ýmislegt óvænt og spennandi verður baukað.

Inga Dóra úr Tribal Mantra verður á svæðinu með sín rómuðu handofnu silki/ullar/Jakuxa sjöl, fatnað og glingur ýmiskonar frá framandi löndum.

Auk þess má búast við mörgum fleiri aðilum að taka þátt með sölubása ýmisskonar.

Viðburður á Facebook.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta