fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

5 hlutir sem flestir bjuggust við að myndu þurrka út mannkynið

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 14. október 2018 08:43

Úr kvikmyndinni 2012.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjustu fregnir herma að tími mannkyns varðandi viðbrögð við loftslagsvandanum sé á þrotum og ef ekki verði gripið til tafarlausra aðgerða muni stór landsvæði á heimskringlunni verða óbyggileg. Um er að ræða eitt stærsta verkefni samtímans. DV tók saman fimm hluti sem áttu að þurrka mannkynið út en bægja tókst hættunni frá, að minnsta kosti í bili.

Kjarnorkusprenging

Kjarnorkuváin

Allt frá því að Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengjum á Nagasaki og Hiroshima hefur mannkynið óttast eyðileggingarmátt vopnanna. Aldrei þó meira en meðan á kalda stríðinu stóð frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari til ársins 1991. Hættan er að sjálfsögðu enn til staðar en ber þó ekki ábyrgð á andvökunóttum um alla veröld.

Ósonlagið

Ósonlagið

Árið 1985 uppgötvaðist gat í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu. Næstu ár bárust fregnir af yfirvofandi hörmungum fyrir mannkynið og plánetuna. Árið 1987 var Montreal-bókunin gerð og eftir 1995 hefur framleiðsla á klórflúorkolefni verið bönnuð í flestum þróuðum ríkjum. Nýjustu fregnir herma að ósonlagið sé smátt og smátt að lagast.

Eyðni

Á níunda áratug síðustu aldar gaus upp alheimseyðnifaraldur og bjuggust flestir við hinu versta enda sjúkdómurinn ólæknandi. Eyðni er enn í dag stórt vandamál víða um heim en öflug lyf hafa gert það að verkum að sjúkdómurinn er ekki lengur sá dauðadómur sem hann var áður. Nú þarf bara að tryggja að allir smitaðir fái aðgang að þessum lyfjum.

Árið 2000 gekk í garð án vandkvæða

Tvöþúsund-vandinn

Í aðdraganda aldamótaársins 2000 bárust fregnir af því að helstu tölvukerfi heims væru í hættu. Ástæðan var sú að flest kerfi notuðu aðeins tvo síðustu stafina til þess að aðgreina ár og þannig gætu tölvukerfi ekki aðgreint árið 2000 frá árinu 1900. Spáð var miklum hörmungum og umfangsmiklar aðgerðir voru settar í gang. Loks sló klukkan 00:00:01 þann 1. janúar 2000 og lífið hélt áfram eins og ekkert hefði í skorist.

Svín eru fín

Svínaflensan

Nýr stofn H1N1-innflúensuveirunnar uppgötvaðist í mars 2009 og í kjölfarið fjölluðu fjölmiðlar ítrekað um hættuna sem sannarlega stafaði af veirunni og hræðilegar afleiðingar sem heimsfaraldurinn gæti haft í för með sér. Hlutfallslega hafa þó mjög fáir látið lífið vegna veirunnar og í ágúst 2010 lýsti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin því yfir að faraldurinn væri liðinn hjá.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar