fbpx
Þriðjudagur 19.febrúar 2019
Fókus

Taktu Ryan Gosling prófið – þú gætir unnið bíómiða!

Tómas Valgeirsson
Fimmtudaginn 11. október 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ryan Thomas Gosling er víða talinn gríðarlegur sjarmör. Þessi fjallmyndarlegi og Óskarstilnefndi leikari frá Kanada hefur farið víðan völl og hlýtur að eiga nóg af árum eftir í tankinum. Við hljótum nú öll að vera svo heppin.

Í tilefni af frumsýningu nýrrar myndar með kappanum (þar sem margir hverjir eru farnir að spá honum annarri Óskarstilnefningu í vor) viljum við kanna þekkingu lesenda á einum eftirsóttasta súkkulaðistrák skemmtanabransans.

Heppnir vinningshafar sem taka prófið og skilja eftir ummæli að neðan eiga séns á því að vinna tvo boðsmiða á kvikmyndina First Man. Um er þar að ræða sannsögulega mynd um líf geimfarans Neil Armstrong sem fyrstur steig fæti á tunglið. Myndin gerist í aðdraganda geimkappsins árin 1961 -1969. Fjallað er um fórnirnar sem þurfti að færa í þessari hættulegustu ferð í sögu geimferðanna.

Dregið verður út úr bíómiðaleiknum á mánudaginn.*

Sjáðu nú hvort þú náir að koma fríðum sessunaut á óvart með bíóferð og Ryan’aðu þig í gang!

Hér sést Ryan Gosling rétt eftir að Harrison Ford kýldi hann óvart í andlitið - en hvað hét persóna hans í Blade Runner 2049?

Í hvaða sprellfjörugu unglingaþáttum hóf Ryan feril sinn?

Hversu oft hafa þau Emma Stone leikið saman í kvikmynd?

Ryan leikstýrði kvikmynd sem kom út árið 2014. Hvað heitir hún?

Hver á þennan haus?

Samkvæmt Gosling er fólk úti á götu oft að rugla honum saman við annan leikara, en hvern?

Ryan er annar meðlimurinn í rokkdúói. Hvað heitir bandið?

Hversu mörg bréf skrifaði Noah til sinnar heittelskuðu í The Notebook?

*Athugið að ekki er þörf á því að ná hæstu einkunn til þess að geta unnið miða.

Tómas Valgeirsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Ef erlent kvikmynda- og sjónvarpsefni væri allt „döbbað“ á Íslandi: „Vitki er aldrei seinn“ – Sjáðu myndböndin

Ef erlent kvikmynda- og sjónvarpsefni væri allt „döbbað“ á Íslandi: „Vitki er aldrei seinn“ – Sjáðu myndböndin
Fókus
Í gær

Króli um eitraða karlmennsku: „Þetta er mér mikið hjartans mál“

Króli um eitraða karlmennsku: „Þetta er mér mikið hjartans mál“
Fyrir 2 dögum

Foreldrar og barn drukknuðu á sömu slóðum en ekki á sama tíma

Foreldrar og barn drukknuðu á sömu slóðum en ekki á sama tíma
Fyrir 2 dögum

Tímavélin: Vinnumaður í Bárðardal kæfði verðandi barnsmóður sína

Tímavélin: Vinnumaður í Bárðardal kæfði verðandi barnsmóður sína