fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Sandra gekk í gegnum brjóstakrabbamein tvisvar – „Datt ekki í hug að ég yrði ófrísk eftir tvö ár“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 11. október 2018 14:00

Mynd: Ásta Kristjánsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Stuðningur fjölskyldunnar skiptir gríðarlega miklu máli í öllu þessu ferli. Ég fann alltaf fyrir miklum stuðningi frá manninum mínum – sem stendur eins og klettur við hlið mér í gegnum súrt og sætt – og auðvitað frá fjölskyldunni minni,“ segir Sandra Ellertsdóttir, en hún hefur gengið í gegnum brjóstakrabbamein í tvígang. Hún greindist með krabbamein í vinstra brjósti 27 ára 2013 og svo í því hægra 2016. Móðir hennar fékk brjóstakrabbamein 2006 og í ljós hefur komið að þær eru báðar með BRCA1 stökkbreytt gen. 

Sandra er ein af þeim konum sem segja sögu sína í tengslum við átak Bleiku slaufunnar 2018, en líkt og undanfarin 11 ár tileinkar Krabbameinsfélag Íslands októbermánuð baráttu gegn krabbameini hjá konum. Hér má finna heimasíðu átaksins.

Mynd: Ásta Kristjánsdóttir.

Sandra er barnshafandi, komin 33 vikur á leið, en læknar töldu 30% líkur á að hún yrði ófrjó eftir fyrri lyfjameðferðina og þá fór hún í eggheimtu til að eiga fósturvísa. Þá náðist einungis einn fósturvísir. Fyrir seinni meðferðina reyndu þau aftur eggheimtu en þá var engin örvun í eggjastokkunum og það gekk ekki.

Um fjórum mánuðum eftir að seinni lyfjameðferð lauk fór kerfið hægt og rólega í gang og þau hjónin reyndu að verða barnshafandi náttúrulega: „Við tímdum ekki að nota þennan eina fósturvísi strax. Og ótrúlegt en satt, þá gekk það frekar hratt fyrir sig.“

„Þegar ég hugsa til baka þegar ég var í lyfjameðferðinni hefði mér ekki dottið til hugar að ég yrði ófrísk eftir tvö ár. Það var mjög fjarlægur draumur, því ég hafði þurft að sætta mig við að bíða með að verða ófrísk um óákveðinn tíma.“

Á heimasíðu átaksins Bleika slaufan má finna sögu Söndru í heild sinni og lesa sögur annarra kvenna sem greinst hafa með krabbamein.

Aukin áhersla á þátttöku kvenna í skimun

Líkt og undanfarin 11 ár tileinkar Krabbameinsfélag Íslands októbermánuð baráttu gegn krabbameini hjá konum. Söfnunarfé Bleiku slaufunnar í ár verður varið til þeirrar fjölbreyttu starfsemi sem Krabbameinsfélagið stendur fyrir, með sérstakri áherslu á krabbamein hjá konum og hvatningu um að mæta í skimun fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum.

Vinahópar skipta máli

Á heimasíðu átaksins segir: „Í Bleiku slaufunni í ár viljum við taka höndum saman við vinnustaði, saumaklúbba og aðra vinahópa sem hafa sýnt sig að vera dýrmætur stuðningur við þá félaga sem veikjast af krabbameini og fá þá til að taka í sameiningu ábyrgð á því að „konurnar þeirra“ nýti tækifæri til reglubundinnar skimunar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu
Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“