fbpx
Þriðjudagur 19.febrúar 2019
Fókus

Helgi flytur Skýjabönd á útgáfutónleikum – Sambandsslit urðu drifkrafturinn

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 1. október 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi gaf út sína fyrstu breiðskífu, Skýjabönd í lok ágúst.

„Ég er búinn að vera að vinna að plötunni síðastliðið ár,“ segir Helgi, sem hingað til er þekktastur fyrir að berja á trommurnar í hljómsveit vinar síns, Ásgeirs Trausta, sem var Helga til halds og trausts við upptökurnar sem fram fóru í Hljóðrita. Í viðtali við Fjarðarpóstinn segir Ásgeir Trausta vera stærsta áhrifavald sinn í tónlistinni. „ Að miklu leyti er það vegna þess hversu nánir vinir við erum og þar sem við höfum svipaðan smekk og stillumst inn á sama tíðnisvið í tónlistinni.“

En um hvað er platan? „Þetta er uppgjör sem snýr að mér sem manneskju og hver ég var og á hvaða stað þegar ég samdi tónlistina. Ég var þá í öðru sambandi og þau sambandsslit höfðu gríðarleg áhrif á mig og urðu mér sem mesti drifkrafturinn fyrir þetta verkefni. Ég tók mig líka í gegn andlega og tileinkaði mér nýtt hugarfar sem opnaði augun mín upp á gátt gagnvart því að vera trúr sjálfum mér.“

Í tilefni útgáfunnar ætlar Helgi ásamt öflugri hljómsveit sinni að flytja plötuna í heild sinni í fyrsta skipti í Bæjarbíói fimmtudagskvöldið 4. október.

Hljómsveitin sem spilar með Helga á tónleikunum er skipuð þeim Hjörvari Hans Bragasyni (bassi), Magnúsi Jóhanni Ragnarssyni (píanó og hljóðgervlar), Bergi Einari (trommur) og Kristni Þór Óskarssyni (gítar).

Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Í gær

Foreldrar og barn drukknuðu á sömu slóðum en ekki á sama tíma

Foreldrar og barn drukknuðu á sömu slóðum en ekki á sama tíma
Í gær

Tímavélin: Vinnumaður í Bárðardal kæfði verðandi barnsmóður sína

Tímavélin: Vinnumaður í Bárðardal kæfði verðandi barnsmóður sína
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kvika – Örþunn lína ástar og ofbeldis

Kvika – Örþunn lína ástar og ofbeldis
Fókus
Fyrir 2 dögum

Köttur með einbeittan brotavilja – Sjáðu myndbandið!

Köttur með einbeittan brotavilja – Sjáðu myndbandið!
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mynd dagsins: „Þegar potturinn er orðinn IceHot“

Mynd dagsins: „Þegar potturinn er orðinn IceHot“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sindri selur glæsihýsi í Skerjafirði: 320 fermetrar með líkamsrækt og gufubaði

Sindri selur glæsihýsi í Skerjafirði: 320 fermetrar með líkamsrækt og gufubaði