fbpx
Mánudagur 10.desember 2018
Fókus

Björgvin leitar að nýrri Jólastjörnu

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 1. október 2018 13:30

Söngvarinn Björgvin Halldórsson leitar nú að nýrri jólastjörnu, sem koma mun fram á jólatónleikum hans, Jólagestir Björgvins, í Eldborgarsal Hörpu dagana 20., 21 og 22. desember.

Börn, 14 ára og yngri, geta tekið þátt með því að fylla út umsókn hér og senda inn myndband af sér, þar sem þeir syngja lag að eigin vali.

Dómnefnd velur 12 söngvara úr hópnum og verða þeir boðaðir í prufur, sem munu skera úr um hver verður Jólastjarnan 2018. Sjónvarp Símans gerir sérstaka þáttaröð um allt ferlið og verða þrír þættir sýndir í lok nóvember.

Dómnefnd skipa Björgvin sjálfur, Selma Björnsdóttir, Svala Björgvinsdóttir og Jóhanna Guðrún Jónsdóttir. Stjórnandi þáttanda er Gunnar Helgason.

Arnaldur Haraldsson var Jólastjarnan í fyrra, en etta er í áttunda sinn sem Jólastjarnan er valin, en hér má sjá sigurvegara fyrri ára.

 

Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Jólabækur Drápu
Fókus
Í gær

Guðrún Dröfn fann upprunann á verndarsvæði: „Ég gekk beint að leiðinu hennar ömmu því ég fann fyrir sterkum tengslum við hana“

Guðrún Dröfn fann upprunann á verndarsvæði: „Ég gekk beint að leiðinu hennar ömmu því ég fann fyrir sterkum tengslum við hana“
Fókus
Í gær

Elsta jólagjöf Þórunnar

Elsta jólagjöf Þórunnar