Annar heimur í 101

Mögnuð myndasyrpa af lífinu í Reykjavík um miðja síðustu öld

Á þessari merkilegu loftmynd virðist rétt búið að leggja grunn að Hallgrímskirkju, eða Vörðuskóla. Iðnskólinn ekki risinn og Landspítalahúsið einmanalegt á stórri lóð. Það má gefa sér góðan tíma í að skoða þessa skemmtilegu mynd.
Einu sinni var Á þessari merkilegu loftmynd virðist rétt búið að leggja grunn að Hallgrímskirkju, eða Vörðuskóla. Iðnskólinn ekki risinn og Landspítalahúsið einmanalegt á stórri lóð. Það má gefa sér góðan tíma í að skoða þessa skemmtilegu mynd.

Höfuðborgin okkar er í stöðugum vexti en á þessum myndum má sjá hversu gríðarlegar breytingar hafa orðið, ekki bara á borgarumhverfinu, heldur einnig á lifnaðarháttum og lífsstíl landsmanna frá því þessar myndir voru festar á filmu fyrir rúmlega hálfri öld.

Á Íslandi voru fyrstu braggarnir reistir í kringum 1940 eftir hernám Breta sem komu sér upp braggaherbúðum í Reykjavík og víðar. Eftir stríðið voru braggar notaðir sem bráðabirgðahúsnæði fyrir húsnæðislaust fólk en voru smám saman rifnir og meðal annars byggðar leiguíbúðir í fjölbýlishúsum fyrir íbúana. Helstu braggahverfi í Reykjavík voru Camp Knox, Múlakampur og Laugarneskampur.

Sigfríð Maggý Breiðfjörð deildi þessum mögnuðu myndum af braggalífinu í Reykjavík í Facebook-hóp sem heitir Gamlar ljósmyndir og gaf Birtu góðfúslegt leyfi til að deila þeim með lesendum. Á myndunum má einnig sjá daglegt líf í bragga Fæðiskaupendafélags Reykjavíkur sem opnaði samvinnumötuneyti árið 1946 í Kamp Knox. Vinsældir Fæðiskaupendafélagsins voru miklar en þar komu saman menn af öllum stéttum til að gæða sér á mat sem þótti betri, fjölbreyttari og ódýrari en á venjulegum matsölustöðum.

R 118 Ford Junior fólksbifreið á ómalbikuðum Víðimel. Samkvæmt bílabókinni sem kom út árið 1945 var eigandi þessarar sjálfrennireiðar maður að nafni Karl Schram.
Víðimelur í mótun R 118 Ford Junior fólksbifreið á ómalbikuðum Víðimel. Samkvæmt bílabókinni sem kom út árið 1945 var eigandi þessarar sjálfrennireiðar maður að nafni Karl Schram.

Í Fæðiskaupendafélaginu komu saman menn af öllum stéttum til að fá sér í svanginn. Hér sitja nokkrir vel klæddir herramenn og tefla meðan beðið er eftir matnum en smátt og smátt varð Fæðiskaupendafélagið að mjög vinsælum samkomustað í borginni.
Beðið eftir matartíma Í Fæðiskaupendafélaginu komu saman menn af öllum stéttum til að fá sér í svanginn. Hér sitja nokkrir vel klæddir herramenn og tefla meðan beðið er eftir matnum en smátt og smátt varð Fæðiskaupendafélagið að mjög vinsælum samkomustað í borginni.

Unga konan sem stendur við súpupottinn og skenkir mjólk í glas heitir Sigurbjörg samkvæmt heimildarmanni. Auðvelt er að álykta að hún hafi dregið að sér einhverja aðdáendur í mat hjá Fæðiskaupendafélaginu enda afburða lagleg.
Íslensk kjötsúpa? Unga konan sem stendur við súpupottinn og skenkir mjólk í glas heitir Sigurbjörg samkvæmt heimildarmanni. Auðvelt er að álykta að hún hafi dregið að sér einhverja aðdáendur í mat hjá Fæðiskaupendafélaginu enda afburða lagleg.

Stjórn Fæðiskaupendafélagsins skipuðu þeir Páll Helgason, framkvæmdastjóri og formaður, Guðmundur Sigtryggsson ritari og Gunnar Össurarson gjaldkeri. Meðstjórnendur voru þeir Jón Levi Jónsson og Sigurður Sveinsson frá Hvítsstöðum. Hvort þeir eru allir samankomnir á þessari mynd vitum við ekki fyrir víst.
Stjórnarmenn Stjórn Fæðiskaupendafélagsins skipuðu þeir Páll Helgason, framkvæmdastjóri og formaður, Guðmundur Sigtryggsson ritari og Gunnar Össurarson gjaldkeri. Meðstjórnendur voru þeir Jón Levi Jónsson og Sigurður Sveinsson frá Hvítsstöðum. Hvort þeir eru allir samankomnir á þessari mynd vitum við ekki fyrir víst.

Stóra húsið fyrir miðju er Háteigsvegur númer 50. Fyrir aftan glittir í turn Stýrimannaskólans.
Moldarsvað Stóra húsið fyrir miðju er Háteigsvegur númer 50. Fyrir aftan glittir í turn Stýrimannaskólans.

Styttan af víkingnum fundvísa stakk í stúf við þessa hrörlegu bragga sem hýstu fyrst um sinn hermenn, en síðar Reykvíkinga í húsnæðisvanda.
Braggarnir á holtinu Styttan af víkingnum fundvísa stakk í stúf við þessa hrörlegu bragga sem hýstu fyrst um sinn hermenn, en síðar Reykvíkinga í húsnæðisvanda.

Í hverjum bragga bjuggu oftast fleiri en ein fjölskylda. Oftast ungt fólk með börn og því var braggalífið oft mjög líflegt.
Börn að leik Í hverjum bragga bjuggu oftast fleiri en ein fjölskylda. Oftast ungt fólk með börn og því var braggalífið oft mjög líflegt.

Sjómannadagurinn á Skólavörðuholti árið 1938.
Hátíð í bæ Sjómannadagurinn á Skólavörðuholti árið 1938.

R 118 Ford Junior fólksbifreið á ómalbikuðum Víðimel. Samkvæmt bílabókinni sem kom út árið 1945 var eigandi þessarar sjálfrennireiðar maður að nafni Karl Schram.
Víðimelur í mótun R 118 Ford Junior fólksbifreið á ómalbikuðum Víðimel. Samkvæmt bílabókinni sem kom út árið 1945 var eigandi þessarar sjálfrennireiðar maður að nafni Karl Schram.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.