Hjálmar: Gula forritið breytti lífi mínu

Mynd: Brynja

Hann er vægast sagt einstakur 44 ára maður. Ekki einasta er hann með eldrautt skegg, skalla og frekjuskarð sem gerir hann mjög sérstakan í útliti, Hjálmar er líka sérlega hömlulaus týpa og mikill grínisti sem hefur á undanförnum vikum og mánuðum mjakast hægt og rólega upp á íslenska stjörnuhimininn.

Hjálmar Örn Jóhannsson er einn þekktasti „snappari“ landsins. Með tíu þúsund fylgjendur og daglega bætast fleiri aðdáendur í hópinn.Hann er vægast sagt einstakur 44 ára maður. Ekki einasta er hann með eldrautt skegg, skalla og frekjuskarð sem gerir hann mjög sérstakan í útliti, Hjálmar er líka sérlega hömlulaus týpa og mikill grínisti sem hefur á undanförnum vikum og mánuðum mjakast hægt og rólega upp á íslenska stjörnuhimininn.

Hjálmar var illa haldinn af ADHD sem barn og unglingur. Hann flosnaði upp úr menntaskóla og fór að vinna hjá fjölskyldufyrirtækinu Brimborg sem er í eigu foreldra hans en fann sig líka í núinu á leikskólanum Múlaborg, sem hann segir eitt það allra besta starf sem hann getur hugsað sér.

Á Múlaborg keypti Hjálmar í fyrsta skipti notaðan snjallsíma af vinkonu sinni og byrjaði að snappa. Þetta var árið 2014.

„Fyrst var ég bara með svona þrjátíu fylgjendur, eins og flestir, bara vini og fjölskyldu en eftir því sem ég fíflaðist meira fékk ég fleiri og fleiri fylgjendur. Þetta spurðist bara út,“ rifjar hann upp.

„Ég man að 10. september 2015 var ég með 324 fylgjendur og fannst það algjörlega geggjað. Ég hafði aldrei fengið neitt „shout-out“ eins og það kallast þegar aðrir snapparar vekja athygli á manni svo ég vissi að fólk væri bara að mæla með snappinu mínu og fannst það alveg æðislegt. En svo vatt þetta upp á sig og nákvæmlega tveimur árum síðar, eða núna 10. september síðastliðinn, þá hafði ég náð 10.000 fylgjendum. Sem sagt, það bættust við 9.700 fylgjendur hjá mér á tveimur árum.“

Dæmigerðar týpur sem flestir kannast við

Óhætt er að fullyrða að persónugalleríið sem Hjálmar hefur skapað á SnapChat sé ástæðan fyrir vinsældunum. Hann bregður sér í alls konar bráðfyndin gervi, en karakterarnir eru byggðir á dæmigerðum Íslendingum sem hann hefur sjálfur kynnst og vill meina að flestir þekki þessar, eða mjög svipaðar, týpur.

„Til dæmis hann Bjarni gröfumaður. Hver þekkir ekki svoleiðis karl? Hann er rosaleg karlremba, vinnur svakalega mikið, helst bæði laugardaga og sunnudaga, trúir ekki á listamenn, er ekki umhverfisverndarsinni … svona rosalega grófur iðnaðarmaður, algjör nagli. Og „hvítvínskonan“ sem er minn allra vinsælasti karakter núna. Hana byggi ég á fjölda svona miðaldra kvenna í kringum mig. Þær hafa rosalega gaman af því að fá sér rautt og hvítt og sushi og leggja mikla áherslu á að „njóta“,“ útskýrir Hjálmar og breytir röddinni í hálfgerða falsettu um leið og hann setur sig í hvítvínskonu gírinn. „Við erum svo ruglaðar vinkonurnar þegar við hittumst. Við erum sko ekki í laaagi,“ segir hann skrækróma og bætir við þessar týpur leggi mikla áherslu á að „lífið sé núna“.

Með ímyndaðan sjúkdóm til að þurfa ekki að vinna

„Svo er það Kristján Agnarsson, kallaður Kagginn. Hann er ímyndaðan sjúkdóm sem heitir Fletcher Disease og þessa greiningu (eða ekki greiningu) notar hann til að þurfa ekki að vinna. Kagginn er alltaf að missa niður líkamlega orku og svo reynir hann að byggja hana upp með því að troða í sig sykri og sælgæti. Skilur samt ekkert í því af hverju hann er svona orkulaus. Án þess að ég vilji vera eitthvað vondur þá er Kagginn skot á þetta fólk sem er haldið endalausum sjúkdómum sem orsakast bara af ólifnaði. Hann er einfaldlega letingi sem nennir ekki að vinna, fann sér sjúkdóm og er bara á bótum frá borginni. Auðvitað er ekkert að honum,“ segir Hjálmar og skellir upp úr.

Gervifemínistar sem þykjast vera góðir á samfélagsmiðlum

Femínistar fá líka að vera með á snappinu hans Hjálmars en þar fer fremstur í flokki karakter sem heitir því lauflétta nafni Karl Önnuson Magnason Sigrúnarson.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.