Orðabanki Birtu: Ímyndun

Ímyndaðu þér bara ef engin væru …

Orðið sem við veltum fyrir okkur þessa vikuna er notað yfir atburði, atburðarás eða einhvern raunveruleika sem aldrei hefur átt sér stað annarrs staðar en í huganum.

Stundum er talað um að orð séu til alls fyrst en á undan þeim þarf hugmyndin að verða til. Oft er talað um ímyndunarafl, þá sem ímyndun í jákvæðum skilningi. Svo er talað um ímyndunarveiki, en þá er átt við fólk sem heldur sig talið einhverjum kvillum eða sjúkdómum án þess að neitt sé til í því.

John Lennon bað fólk um að ímynda sér engin þjóðlönd, engin trúarbrögð og ekkert stríð í von um að sú hugarsmíð yrði að veruleika einn daginn. Í bókinni „Leyndarmálið“ (e. The Secret) eru lesendur hvattir til að sjá lífið fyrir sér eins og þeir vilja hafa það því án þess eigi draumarnir aldrei eftir að rætast.

ímyndun

KVK,
• það að ímynda sér, hugarburður, órar
• skoðun

Samheiti

*fantasía, grilla, heilaspuni, hugarburður, hugarfóstur, hugarórar, hugarsmíð, hugmyndasmíð, hugmyndasmíði, hugsmíðar, ofsjónir, órar, skynvillaAthugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.