fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

„Ég er sko alls enginn mínímalisti“

Soffía Dögg Garðarsdóttir er konan sem skreytir húsið sitt

Margrét Gústavsdóttir
Sunnudaginn 15. október 2017 18:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Soffía Dögg Garðarsdóttir er eigandi vefsíðunnar Skreytum hús sem fór í loftið árið 2010 og er enn í fullu fjöri.

„Ég var í fæðingarorlofi og samstarfskonur mínar voru mjög spenntar yfir því hvernig ég ætlaði mér að skreyta barnaherbergið. Því varð úr að ég stofnaði bloggið Skreytum hús, meðal annars til þess að leyfa þeim að fylgjast með. Ég hef alltaf verið þessi týpa sem þarf að dekórera og dúlla við hlutina. Það þarf alltaf að vera einhver seremónía hjá mér, ég hendi aldrei bara einhverju á borð,“ segir Soffía sem er menntuð í blómaskreytingum.

Ekki leið á löngu þar til Soffía setti upp Facebook-síðu fyrir bloggið sitt sem síðar þróaðist út í hóp sem nú telur um fimmtíu þúsund meðlimi, aðallega konur. Í hópnum skiptist fólk meðal annars á hugmyndum og sýnir myndir frá eigin heimilum svo sitthvað sé nefnt.

Soffía á Netinu

www.skreytumhus.is

facebook.com/skreytumhus

instagram.com/skreytumhus

SnapChat: soffiadoggg

„Til að byrja með var eins og karlarnir væru í nauðungarvist þarna inni þar sem eiginkonurnar voru að bæta þeim við og sýna hvernig ætti að mála stofuna næst. Nú er þetta hins vegar breytt og mér finnst eins og þeir séu meira með af heilum hug. Þeir taka að minnsta kosti meiri þátt í umræðunum,“ segir Soffía og hlær.

Sjálf á Soffía mjög skrautlegt heimili enda segist hún mjög hrifnæm og tilfinningatengd hlutunum sínum.
„Ég á alls ekki auðvelt með að moka út og setja inn eitthvað nýtt í staðinn eins og margir gera reglulega. Mikið af hlutunum mínum á sér líka mjög langa sögu, til dæmis sem tengjast fjölskyldunni eða góðum minningum og svo er víst óhætt að segja að ég sé alls enginn mínímalisti,“ segir Soffía Dögg að lokum.

Þetta borð er búið til úr tveimur borðstofuborðum sem ég keypti á Bland. Mér þótti lappirnar svo flottar á öðru þeirra og platan á hinu svo ég skeytti þessu bara saman. Ég fílaði hvað það er stórt og gróft. Stólarnir koma frá Pier og bekkurinn við endann, þessi með gærunni á, er gerður úr gömlu sófaborði.
Borðstofan: Þetta borð er búið til úr tveimur borðstofuborðum sem ég keypti á Bland. Mér þótti lappirnar svo flottar á öðru þeirra og platan á hinu svo ég skeytti þessu bara saman. Ég fílaði hvað það er stórt og gróft. Stólarnir koma frá Pier og bekkurinn við endann, þessi með gærunni á, er gerður úr gömlu sófaborði.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Þessi stjakar fengust á aff.is en þeir eru mjög þungir og flottir. Spegilinn fékk ég á sölusíðu en mig minnir að hann sé upprunalega úr Pier.
Voldugir stjakar: Þessi stjakar fengust á aff.is en þeir eru mjög þungir og flottir. Spegilinn fékk ég á sölusíðu en mig minnir að hann sé upprunalega úr Pier.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Borðið er keypt af Fjölsmiðjunni á Akureyri sem er eins og Góði hirðirinn í borginni. Ég sá þetta á Facebook-síðunni þeirra og fékk sent með Landflutningum, svona eins og maður gerir. Ferðastöskurnar eru frá afa mannsins míns og vinkonu minnar. Ég geymi alls konar dót í þessu. Nota þær mikið. Hurðirnar í ganginum eru gamlar eldhússkápahurðir sem við gerðum að rennihurð inn í þvottahúsið.
Fráleggsborð til fyrirmyndar: Borðið er keypt af Fjölsmiðjunni á Akureyri sem er eins og Góði hirðirinn í borginni. Ég sá þetta á Facebook-síðunni þeirra og fékk sent með Landflutningum, svona eins og maður gerir. Ferðastöskurnar eru frá afa mannsins míns og vinkonu minnar. Ég geymi alls konar dót í þessu. Nota þær mikið. Hurðirnar í ganginum eru gamlar eldhússkápahurðir sem við gerðum að rennihurð inn í þvottahúsið.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Sófinn er úr Stocksund-línunni frá IKEA en málverkið af Dyrhólaey er eftir pabba minn, Garðar Jökulsson. Ég er með stóran blómavasa á stofuborðinu til að mynda jafnvægi við alla litlu hlutina í kring. Það er mjög algengt á íslenskum heimilum að fólk sé hrætt við að kaupa stóra skrautmuni en heimilið verður samt mikið fallegra ef maður notar stóra gripi til að vega upp á móti þessum litlu.
Kósí: Sófinn er úr Stocksund-línunni frá IKEA en málverkið af Dyrhólaey er eftir pabba minn, Garðar Jökulsson. Ég er með stóran blómavasa á stofuborðinu til að mynda jafnvægi við alla litlu hlutina í kring. Það er mjög algengt á íslenskum heimilum að fólk sé hrætt við að kaupa stóra skrautmuni en heimilið verður samt mikið fallegra ef maður notar stóra gripi til að vega upp á móti þessum litlu.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Hillan sjálf er úr IKEA, við breyttum henni með því að setja sjálf viðarhillurnar í. Ísbirnirnir eru frá Bing og Gröndal og Royal Copenhagen en þær keypti ég á sölusíðu á Facebook. Flöskurnar eru af Antikmarkaðnum á Akranesi og klukkan er úr gamalli veggklukku.
Punthilla: Hillan sjálf er úr IKEA, við breyttum henni með því að setja sjálf viðarhillurnar í. Ísbirnirnir eru frá Bing og Gröndal og Royal Copenhagen en þær keypti ég á sölusíðu á Facebook. Flöskurnar eru af Antikmarkaðnum á Akranesi og klukkan er úr gamalli veggklukku.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Rúmgaflinn keypti ég á Bland og lét svo gera þessa vegglímmiða á hann. Lampaskermarnir eru frá Innlit ef ég man rétt. Þeir kasta voðalega fallegri birtu á veggina. Veggurinn er málaður í lit sem heitir Skreytum hús en Slippfélagið gaf út litakort með nafninu Skreytum hús í fyrra. Það eru allt litir sem ég valdi og lét blanda sérstaklega fyrir heimilið mitt.
Af öllu hjarta, allt mitt líf: Rúmgaflinn keypti ég á Bland og lét svo gera þessa vegglímmiða á hann. Lampaskermarnir eru frá Innlit ef ég man rétt. Þeir kasta voðalega fallegri birtu á veggina. Veggurinn er málaður í lit sem heitir Skreytum hús en Slippfélagið gaf út litakort með nafninu Skreytum hús í fyrra. Það eru allt litir sem ég valdi og lét blanda sérstaklega fyrir heimilið mitt.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Mér finnst flott að hafa svona fín ljós við vaskinn. Ég bætti kristöllunum við en þeir voru ekki á upprunalega. Stellið í þriggja hæða grindinni kemur frá Antikmarkaðnum á Akranesi og er gamalt frá Bing og Gröndal.
Elegant stemning í eldhúsinu: Mér finnst flott að hafa svona fín ljós við vaskinn. Ég bætti kristöllunum við en þeir voru ekki á upprunalega. Stellið í þriggja hæða grindinni kemur frá Antikmarkaðnum á Akranesi og er gamalt frá Bing og Gröndal.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Þetta eru vistarverur sonar míns sem er sjö ára. Ég kalla hann alltaf gaurinn á blogginu og því er þessi litur, eða nafnið, honum til heiðurs. Liturinn er úr línunni Skreytum hús frá Slippfélaginu.
Gauragrátt herbergi fyrir gaurinn: Þetta eru vistarverur sonar míns sem er sjö ára. Ég kalla hann alltaf gaurinn á blogginu og því er þessi litur, eða nafnið, honum til heiðurs. Liturinn er úr línunni Skreytum hús frá Slippfélaginu.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Hundurinn Moli kom í fjölskylduna okkar á þessu ári. Við vorum áður með tvo labradora og erum mikið hundafólk. Mér finnst hárin alveg afskaplega lítill fórnarkostnaður miðað við það hvað er gaman að eiga hund. Við fjölskyldan elskum hunda.
Soffía Dögg: Hundurinn Moli kom í fjölskylduna okkar á þessu ári. Við vorum áður með tvo labradora og erum mikið hundafólk. Mér finnst hárin alveg afskaplega lítill fórnarkostnaður miðað við það hvað er gaman að eiga hund. Við fjölskyldan elskum hunda.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar