fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Frábær saga af ungum Gylfa: Steig upp og vildi sanna sig – Það besta sem Sigurður hefur séð

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 29. janúar 2019 09:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson er besti knattspyrnumaður Íslands og hefur verið í mörg ár, Gylfi hefur líka lagt mikið á sig til að komast á toppinn. Það sannar saga sem Sigurður Ragnar Eyjólfsson sagði af honum.

Söguna sagði Sigurður Ragnar árið 2013 en hann deildi myndbandi af henni á samfélagsmiðlum í gær.

Um er að ræða ferð til Tékklands þegar Gylfi var í yngri landsliðum Íslands, þar var Aron Einar Gunnarsson stjarna liðsins.

,,Fyrir nokkrum árum þegar Gylfi var í U18 ára landsliðinu, þá var ég aðstoðarþjálfari hjá Guðna Kjartanssyni í Tékklandi. Besti leikmaður mótsins, var klárlega Aron Einar Gunnarsson. Lang bestur, næst bestur var Gylfi Þór Sigurðsson,“ sagði Sigurður Ragnar á fyrirlestri sem hann hélt fyrir unga krakka.

Verið var að æfa aukaspyrnur þegar Gylfi vildi sanna sig, hann vissi að hann væri sá besti í þeim, enda hafði hann æft mikið aukalega, til að bæta spyrnutækni sína.

,,Á einni æfingunni vorum við að æfa aukaspyrnur, Aron Einar tók aukaspyrnurnar og vítin, allan pakkann. Hann var hetjan, bestur á mótinu. Við erum að taka aukaspyrnur á æfingu, fimm menn í vegg og markvörður í markinu. Guðni Kjartansson er að fara yfir með Aron, hvernig eigi að sparka.“

Það var þá sem að Gylfi vildi láta vita af sér og gaf sig á tal við Sigurð Ragnar.

,,Það er pikað í öxlina á mér, Gylfi segir við mig hvort hann geti ekki tekið aukaspyrnurnar. Hann segir við mig að hann sé góður í þeim, búinn að æfa þær mikið.“

,,Hann er að segja, ég er góður, má ég prófa. Ég tala við Guðna og hann segir að það sé ekkert mál, ég hafði spilað með bestu liðum á Íslandi og í atvinnumennsku, með fullt af frábærum leikmönnum. Hann tók tíu spyrnur, þetta voru bestu aukaspyrnur sem ég hef séð, allt yfir vegginn. Guðni sagði við Gylfa að hann myndi taka aukaspyrnurnar.“

Söguna frá Sigurði má heyra hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun