Liverpool gerði jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið mætti Leicester City.
Sadio Mane kom Liverpool yfir snemma leiks áður en Harry Maguire jafnaði metin fyrir gestina.
Veðrið í Liverpool var ekki frábært og var mikil snjókoma fyrir leik og á meðan hann var í gangi.
Í hálfleik þá fóru vallarstarfsmenn Liverpool á grasið til að hreinsa burt snjóinn.
Athygli vekur að þeir hreinsuðu aðeins snjóinn í vítateignum þar sem Liverpool átti að sækja í síðari hálfleik.
Vítateigur Liverpool var látinn vera og var því miklu meiri snjór þar sem gestirnir þurftu að sækja.
Eðlilegt eða siðlaust?
Ha. @btsportfootball have shown Liverpool ground staff have cleared snow out of penalty area they are attacking – but not the one they are defending….
— Simon Stone (@sistoney67) 30 January 2019
Liverpool only clearing the snow away from the penalty area they’re playing towards is truly the shithousery of champions.
— FootballJOE (@FootballJOE) 30 January 2019
Any idea which penalty area Jürgen Klopp wants speeding up for the second half? pic.twitter.com/sSJxA8B6Eh
— Carl Markham (@carlmarkham) 30 January 2019