Það er ekkert grín að mæta á heimavöll Millwall, the Den en það getur verið erfitt að næla í stig þar.
Stuðningsmenn Millwall eru með þeim blóðheitustu á Englandi og eru ekkert lamb að leika sér við.
Liðið mætti Everton í enska bikarnum í kvöld og vann frábæran 3-2 sigur á Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum.
Sigurmark leiksins kom á 93. mínútu leiksins og fer Millwall alla leið í 16-liða úrslit keppninnar.
Fyrir leik þá brutust út mikil slagsmál er stuðningsmenn beggja liða mættust úti á götu.
Það var mikið slegist og voru ófáir sem misstu af leiknum vegna meiðsla sem þeir hlutu.
Myndband af þessu má sjá hér.
Millwall Vs Everton just now#MILEVE #facup pic.twitter.com/VH8D8WUgSG
— Danilo Powell (@DaniloB4167559c) 26 January 2019