fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Gylfi: Auðvitað viljum við halda Heimi

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 26. júní 2018 21:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson var svekktur er við ræddum við hann í kvöld eftir 1-2 tap gegn Króatíu á HM.

Ísland er úr leik á mótinu eftir tapið en Gylfi veit hversu nálægt okkar menn voru 16-liða úrslitunum.

,,Við erum mjög svekktir. Við vorum gríðarlega nálægt þessu í stöðunni 1-1, við vissum að Argentína myndi klára sinn leik,“ sagði Gylfi.

,,Við getum verið stoltir af þessu þó úrslitin hafi ekki farið á okkar veg.“

,,Við fengum mikið af færum í fyrri hálfleik gegn Nígeríu og fengum færi í dag en svona er þetta. Okkur er refsað á svona háu leveli að spila gegn Argentínu og Króatíu.“

,,Ég verð að taka ábyrgð á þessu. Það gerði þetta aðeins erfiðara eftir að hafa klikkað á víti fyrir nokkrum dögum en það er gott að hafa komist í gegnum það að skora úr næsta víti.“

,,Við erum allir sammála um það að það skemmtilega sem við höfum upplifað er að fara á EM og HM og að geta skemmt þjóðinni eins og við höfum gert, kannski meira á EM. Stefnan er sett á næsta stórmót.“

,,Ef við hefðum unnið gegn Nígeríu hefðum við verið í frábærri stöðu en við hefðum getað unnið leikinn í dag með smá heppni. Margir voru að reyna að skora undir lokin og okkur var refsað.“

,,Við erum gríðarlega stoltir að hafa komist hingað og að vera í séns að komast áfram á þriðja leikdegi en auðvitað erum við svekktir og vonsviknir með sjálfa okkur, við hefðum getað farið áfram.“

Óvíst er hvort Heimir Hallgrímsson haldi áfram með íslenska liðið en Gylfi vonar innilega að það verði niðurstaðan.

,,Auðvitað viljum halda Heimi. Við höfum farið á tvo stórmót í röð þannig við viljum ekki breyta of mikið, við viljum hafa stemninguna í hópnum og umhverfið í kringum hópinn eins og það hefur verið síðustu 4-5 ár síðan Lars og Heimir tóku við. Ef hann verður ekki áfram verða vonandi ekki of margar breytingar og að næsti þjálfari fari ekki að breyta of miklu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Slot staðfestir viðræður við Liverpool

Slot staðfestir viðræður við Liverpool
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“
433Sport
Í gær

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“
433Sport
Í gær

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta