433Sport

Gylfi: Auðvitað viljum við halda Heimi

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 26. júní 2018 21:12

Gylfi Þór Sigurðsson var svekktur er við ræddum við hann í kvöld eftir 1-2 tap gegn Króatíu á HM.

Ísland er úr leik á mótinu eftir tapið en Gylfi veit hversu nálægt okkar menn voru 16-liða úrslitunum.

,,Við erum mjög svekktir. Við vorum gríðarlega nálægt þessu í stöðunni 1-1, við vissum að Argentína myndi klára sinn leik,“ sagði Gylfi.

,,Við getum verið stoltir af þessu þó úrslitin hafi ekki farið á okkar veg.“

,,Við fengum mikið af færum í fyrri hálfleik gegn Nígeríu og fengum færi í dag en svona er þetta. Okkur er refsað á svona háu leveli að spila gegn Argentínu og Króatíu.“

,,Ég verð að taka ábyrgð á þessu. Það gerði þetta aðeins erfiðara eftir að hafa klikkað á víti fyrir nokkrum dögum en það er gott að hafa komist í gegnum það að skora úr næsta víti.“

,,Við erum allir sammála um það að það skemmtilega sem við höfum upplifað er að fara á EM og HM og að geta skemmt þjóðinni eins og við höfum gert, kannski meira á EM. Stefnan er sett á næsta stórmót.“

,,Ef við hefðum unnið gegn Nígeríu hefðum við verið í frábærri stöðu en við hefðum getað unnið leikinn í dag með smá heppni. Margir voru að reyna að skora undir lokin og okkur var refsað.“

,,Við erum gríðarlega stoltir að hafa komist hingað og að vera í séns að komast áfram á þriðja leikdegi en auðvitað erum við svekktir og vonsviknir með sjálfa okkur, við hefðum getað farið áfram.“

Óvíst er hvort Heimir Hallgrímsson haldi áfram með íslenska liðið en Gylfi vonar innilega að það verði niðurstaðan.

,,Auðvitað viljum halda Heimi. Við höfum farið á tvo stórmót í röð þannig við viljum ekki breyta of mikið, við viljum hafa stemninguna í hópnum og umhverfið í kringum hópinn eins og það hefur verið síðustu 4-5 ár síðan Lars og Heimir tóku við. Ef hann verður ekki áfram verða vonandi ekki of margar breytingar og að næsti þjálfari fari ekki að breyta of miklu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir United hafa losað sig við leikmann sem er ‘betri en Vardy’

Segir United hafa losað sig við leikmann sem er ‘betri en Vardy’
433Sport
Fyrir 2 dögum

Samband Pogba og Mourinho sagt vera í molum – Allt í gegnum umboðsmanninn

Samband Pogba og Mourinho sagt vera í molum – Allt í gegnum umboðsmanninn
433Sport
Fyrir 4 dögum

Aðeins einn leikmaður sem gat tekið við af Gerrard

Aðeins einn leikmaður sem gat tekið við af Gerrard
433Sport
Fyrir 4 dögum

Neville líkir Van Dijk við fyrrum samherja sinn hjá United

Neville líkir Van Dijk við fyrrum samherja sinn hjá United
433Sport
Fyrir 6 dögum

Liverpool valtaði yfir West Ham – Jafnt hjá Jóa Berg

Liverpool valtaði yfir West Ham – Jafnt hjá Jóa Berg
433Sport
Fyrir 6 dögum

Byrjunarlið Arsenal og Manchester City – Cech í markinu

Byrjunarlið Arsenal og Manchester City – Cech í markinu