Elmar Bjarnason er án vafa umdeildasti leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta en reglulega segir hann eitthvað á Twitter sem fer misvel í fólk. Í morgun hefur hann deilt við Donnu Cruz, fyrrverandi keppenda í Ungfrú Ísland 2016, um hvort það sé í lagi að börn klæðist búningum sem séu tengd öðrum menningarheimum, svo sem Pocahontas, svo dæmi sé tekið.
Elmar deildi fyrir nærri mánuði myndbandi sem fjallaði um þetta málefni og sagði: „Er þetta ekki orðið þreytt? Er einhver eðlileg manneskja sem hugsar svona?“ Í gærkvöldi hófst svo umræða um þetta og var hann spurður hvort honum þyki þetta svo smávægilegt. Því svaraði Elmar: „Það er alltaf einhver tilbúinn að móðgast yfir engu og öllu. Lítil stelpa sem vill klæðast eins og Moana eða Pocahontas er ekki að gera árás á uppruna þinn.“
Er þetta ekki orðið þreytt? Er einhver eðlileg manneskja sem hugsar svona? https://t.co/o5XHVNJZI1
— Elmar Bjarnason (@ElmarBjarnason) November 1, 2018
Donna deildi tísti Elmars og sagðist ekki þreytt á því að bera virðingu fyrir menningu annarra. Því svaraði Elmar: „Já litlar stelpur sem vilja klæðast eins og Moana eða Pocahontas er þvílík vanvirðing. En það virðist vera í góðu lagi ykkar vegna að gerast sekar um rasisma með því að setja alla hvíta karlmenn undir sama hatt fyrir það eitt að vera hvítir. Soldið brenglaður raunveruleiki.“
Donna brást við með að segja að það sé ekki hægt að vera rasískur gagnvart hvítu fólki. Elmar svaraði til baka: „Þetta ætti að duga til að útskýra fyrir þér hvað rasismi er“ og vísaði í orðabókaskilgreiningar á rasisma.
Hún svaraði til baka að það þyrfti ekkert að útskýra rasisma fyrir sér, hún hafi alist upp á Íslandi og væri asísk. „Þegar það er verið að vekja athygli á forréttandastöðu hvíta mannsins er ekki að vera sama og rasisti. Hvernig væri að taka smá pásu frá að sparka í bolta og taka upp sögubók og lesa þótt það væri bara í korter ??,“ sagði Donna.
Elmar svaraði til baka að þetta ætti við í einhverjum tilvikum en ekki alltaf. „Já einhverjir hvítir menn eru í forréttindastöðu. Já í stærra hlutfalli heldur en aðrir kynþættir. Það þýðir samt ekki að þú getir sett alla hvíta karlmenn undir sama hatt. Það eru fullt af hvítum karlmönnum sem fæðast inní hræðilegar aðstæður rétt eins og menn af öðrum kynþætti,“ skrifaði Elmar.
Donna var ekki sammála þessu. „Allir hvítir menn eru í forréttanda stöðu. Þótt þú sért í forréttendastöðu þýðir ekki að lífið þitt geti ekki verið erfitt. En þú munt aldrei díla við sama erfiðleika og aðrir því útlitið, menningin og/eða nafnið þitt er ekki að hamla þig í lífinu,“ sagði Donna.
Hún bætti svo við að rasismi þrífist á hlutum svo sem þegar börn klæðast búningum annarrar menningu. „Þú ert að ýta undir því með því að segja að það sé fáranlegt að pæla í hluti eins og að klæðast menningu annarra.“
Elmar var ekki á sama máli. „Þar er ég ekki sammála þér, að mínu mati er það frekar verið að votta þeim kúltúr virðingu að vilja klæða sig eins og sá kúltúr. Held að það sé algjör minnihlutahópur sem ákveður að móðgast yfir því,“ sagði Elmar.
Donna sagði þá að þetta væri að vitaskuld móðgandi. „Auðvitað ákveður minnihlutahópur að móðgast yfir þessu því þetta er MÓÐGANDI!!! hvernig getur þú haft svona miklar skoðanir á þessu ef þú hefur ekki einu sinni upplifað þetta ? Nei ég bara skil eeeeekkert!“
Elmar sagði að lokum að það væri ekki hægt að gera öllum til geðs. „Já greinilega mjög móðgandi fyrir þig. En ég þekki fullt af fólki sem móðgast ekki yfir þessu. Þannig er nú lífið það sem þér finnst móðgandi móðgar ekki endilega einhvern annan. Það er bara ekki hægt að gera öllum til geðs,“ sagði Elmar.
“Ég Er EkKi RaSiStI á SkO sVaRtA vInI” https://t.co/LLKhiB9REh
— Donna cruz (@Donneunice13) November 21, 2018