fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
433Sport

Aron Einar var duglegur að fara á barinn – ,,Djammið setti strik í reikninginn hjá mér“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 21. nóvember 2018 10:16

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson fyrirliði Íslands er að gefa út ævisögu sína en þar fer hann yfir hluti sem ekki hafa komið áður fram. Vísir.is fjallar um hluta af bókinni.

Þar segir Aron frá því að hann hafi djammað mikið sem ungur leikmaður og þá sérstaklega í Coventry.

Þar hafi hann farið út á lífið hverja helgi en þetta kemur fram í bókinni. Um er að ræða tímabil frá 2009 til ársins 2012.

„Þegar ég var upp á mitt virkasta var þetta orðið þannig að ég fór á djammið með strákunum eftir leik á laugardegi og svo fór maður aftur út á sunnudeginum og fékk sér 4-5 bjóra og mætti svo á æfingu á mánudegi. Þetta var svo endurtekið helgina eftir – og þá næstu,“ segir Aron en Vísir.is birtir þennan hluta.

„Þegar ég lít til baka hugsa ég að þetta djammtímabil hafi verið eitthvað sem ég þurfti einfaldlega að taka út fyrr eða síðar. Ég hafði svo gott sem misst af öllu félagslífi með félögunum heima og þarna gafst tækifæri til að prófa þetta allt saman af krafti í skemmtilegum hópi.“

Á sínu þriðja ári hjá Coventry var Aron áfram á djamminu og var mjög virkur þar.

„Það er engin spurning að djammið setti strik í reikninginn hjá mér þennan veturinn sem einkenndist af hálfkáki. Ég hélt að ég væri algjör spaði og ég þyrfti ekki lengur að hafa fyrir hlutunum, eins og þetta væri bara komið hjá mér,“ segir Aron sem hafði kynnst svipuðum týpum í Hollandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Sjáðu trúlofunarhringinn sem er sagður kosta 615 milljónir

Sjáðu trúlofunarhringinn sem er sagður kosta 615 milljónir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Staðfesta loksins að giftingin sé í vændum – Birti mynd af stórglæsilegum trúlofunarhring

Staðfesta loksins að giftingin sé í vændum – Birti mynd af stórglæsilegum trúlofunarhring
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Rooney tekur að sér starf í sjónvarpi

Rooney tekur að sér starf í sjónvarpi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Donnarumma ekki valinn í leikmannahópinn

Donnarumma ekki valinn í leikmannahópinn
433Sport
Í gær

Einn stærsti aðdáandi Antony er fundinn – ,,Var ótrúlegt fyrir mig“

Einn stærsti aðdáandi Antony er fundinn – ,,Var ótrúlegt fyrir mig“
433Sport
Í gær

Nær ekki að jafna sig af meiðslum og leggur skóna á hilluna

Nær ekki að jafna sig af meiðslum og leggur skóna á hilluna
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Liverpool áhyggjufullir: Fyrirliðinn ólíkur sjálfum sér – ,,Ekki séð hann spila svona fyrir Liverpool“

Stuðningsmenn Liverpool áhyggjufullir: Fyrirliðinn ólíkur sjálfum sér – ,,Ekki séð hann spila svona fyrir Liverpool“