fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
433Sport

Ísland og Katar skildu jöfn – Kolbeinn komst á blað

Victor Pálsson
Mánudaginn 19. nóvember 2018 20:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katar 2-2 Ísland
1-0 Hassan Al-Haydos(3′)
1-1 Ari Freyr Skúlason(29′)
1-2 Kolbeinn Sigþórsson(víti, 56′)
2-2 Boualem Khoukhi(68′)

Íslenska landsliðið gerði jafntefli við Katar í kvöld og náði ekki að vinna sinn fyrsta leik í undir stjórn Erik Hamren.

Um var að ræða vináttuleik sem fór fram í Belgíu en Katar komst yfir með aukaspyrnumarki Hassan Al-Haydos strax á þriðju mínútur.

Ari Freyr Skúlason svaraði fyrir Íslendinga á 29. mínútu og skoraði sjálfur aukaspyrnumark. Spyrna Ara var frábær en markið gæti verið skráð sem sjálfsmark en boltinn fór af markverði Katar og í netið.

Staðan var 1-1 í hálfleik en snemma í þeim síðari fengum við vítaspyrnu. Kolbeinn Sigþórsson steig á punktinn og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í tvö ár.

Katar jafnaði svo metin um 12 mínútum síðar er Boualem Koukhi skoraði með frábæru skoti fyrir utan teig.

Leikurinn fjaraði í raun út eftir jöfnunarmark Katar og lokastaðan 2-2 í Belgíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Líkleg byrjunarlið á Anfield í kvöld – Mætir sínu gamla félagi í fyrsta leik

Líkleg byrjunarlið á Anfield í kvöld – Mætir sínu gamla félagi í fyrsta leik
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eiður Smári fór til læknis – „Sæll Eiður, ég er með bæði góðar og slæmar fréttir“

Eiður Smári fór til læknis – „Sæll Eiður, ég er með bæði góðar og slæmar fréttir“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Dómarar munu taka fast á þessu – Gæti komið sér illa fyrir Arsenal

Dómarar munu taka fast á þessu – Gæti komið sér illa fyrir Arsenal
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hojlund opnar dyrnar og viðræður komnar á fullt

Hojlund opnar dyrnar og viðræður komnar á fullt
433Sport
Í gær

Markavél á leið í Skírisskóg

Markavél á leið í Skírisskóg
433Sport
Í gær

Ungi karlmaðurinn lést af áverkum eftir alvarlegt bílslys

Ungi karlmaðurinn lést af áverkum eftir alvarlegt bílslys