fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
433Sport

Sopranos og KR mafían – ,,Vesturbærinn kom á okkur eins og flóðbylgja“

Victor Pálsson
Laugardaginn 17. nóvember 2018 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ristjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Næsti gestur þáttarins er Hörður Magnússon knattspyrnulýsandi og fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu.

Pepsi-mörkin og Hörður komust í fréttirnar árið 2011 er fjallað var um Íslandsmeistara KR.

Þar var gerð svokölluð ‘dómarasyrpa’ þar sem mátti sjá mistök dómara í leikjum KR um sumarið.

Eftir það varð allt vitlaust og fengu Hörður og félagar mikið skítkast í kjölfar þessarar umfjöllunar.

,,2011 er fyrsta árið mitt sem stjórnandi Pepsi-markanna. Við höfðum róterað árin áður,“ sagði Hörður.

,,Þessi dómarasyrpa, það voru rangar ákvarðanir sem hjálpuðu KR að vinna leiki eða ná í jafntefli. Það safnaðist upp.“

,,Hjörvar Hafliðason, hann var búinn að liggja í mér með þetta. Það var hann sem kom með þetta fyrst. Ég sagði ‘nei Hjörvar, nú skulum við að eins róa okkur.’

,,Svo bætist við einn leikur og annar og ég sagði ‘ókei, við gerum þetta.’ Það verður allt vitlaust.“

,,RÚV var líka með þátt á sama tíma. Þeir voru í opinni dagskrá en við í læstri sem var mjög öfugsnúið því við áttum þennan bolta.“

,,Við fórum út í þetta, hvorki fyrr eða síðar hafa verið jafn mikil læti. Vesturbærinn kom á okkur eins og flóðbylgja.“

,,Þetta var í nokkrar vikur og svo neituðu þeir að tala við fjölmiðlana okkar, ég sé þetta ekki gerast í dag.“

Kjartan Henry Finnbogason átti frábært tímabil með KR þetta sumar en var ekki talinn fá rétta umfjöllun í þættinum.

,,Með Kjartan Henry, við völdum hann besta leikmanninn árið 2011. Við vorum miklir aðdáendur.“

,,Ég man eftir einu, ég hugsaði með mér ‘nei við sleppum þessu’. Það var olnbogaskot, meint olnbogaskot og traðk á Selfossi. Cameran var langt í burtu og ég sagði ‘við sleppum þessu.’

,,Mér gekk vel gegn KR sem leikmanni og var áberandi á vellinum. KR-ingarnir fóru að segja ‘Höddi hatar KR’ og allt þetta, margir af mínum bestu vinum eru KR-ingar.“

,,KR er það félag sem hefur verið mest talað um í fótboltanum. Þetta sem við gerðum var kannski yfir strikið af einhverju leiti en samt ekki því þetta var spot on.“

,,Svo spiluðum við það sem enginn tók eftir. Hjörvar vildi fá lagið úr Guðföðurinum undir syrpuna, eins og þetta væri KR mafían.“

,,Ég sagði að allir myndu þekkja þetta lag og sagði að við gætum tekið Sopranos! Það þekkja það færri. Þetta var svona á mörkunum hjá okkur.“

Umræðan hefst eftir 43 mínútur í spilaranum hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Rashford fær vond tíðindi frá Barcelona – Ekki sá fyrsti sem félagið mun reyna að skrá í hópinn

Rashford fær vond tíðindi frá Barcelona – Ekki sá fyrsti sem félagið mun reyna að skrá í hópinn
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sjáðu trúlofunarhringinn sem er sagður kosta 615 milljónir

Sjáðu trúlofunarhringinn sem er sagður kosta 615 milljónir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Eitt frægasta undrabarn allra tíma styður við bakið á landa sínum: ,,Nákvæmlega það sem ég upplifði“

Eitt frægasta undrabarn allra tíma styður við bakið á landa sínum: ,,Nákvæmlega það sem ég upplifði“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Kokhraustur Dani hefur enga trú á Íslendingunum – Ættu að rúlla yfir Víkingana

Kokhraustur Dani hefur enga trú á Íslendingunum – Ættu að rúlla yfir Víkingana
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Staðfesta loksins að giftingin sé í vændum – Birti mynd af stórglæsilegum trúlofunarhring

Staðfesta loksins að giftingin sé í vændum – Birti mynd af stórglæsilegum trúlofunarhring
433Sport
Í gær

Björgvin Brimi á leið til Englands á reynslu

Björgvin Brimi á leið til Englands á reynslu
433Sport
Í gær

Staðfesta tvo nýja sparkspekinga fyrir byrjun ensku úrvalsdeildarinnar

Staðfesta tvo nýja sparkspekinga fyrir byrjun ensku úrvalsdeildarinnar
433Sport
Í gær

Sesko vonast til að hitta Zlatan

Sesko vonast til að hitta Zlatan
433Sport
Í gær

Leeds horfir á tvo stóra bita

Leeds horfir á tvo stóra bita