fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
433Sport

Höddi Magg svarar Benedikt Bóas: „Ósanngjörn, illa ígrunduð og algjörlega út úr kú“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 16. nóvember 2018 10:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Magnússon, einn fremsti íþróttafréttamaður þjóðarinnar og fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, var gestur í 90 mínútum, hlaðvarpsþætti 433.is.

Hörður hefur stýrt Pepsimörkunum í langan tíma og gert það vel, en eins og gengur og gerist þegar menn eru í sviðsljósinu kemur fram gagnýni. Sum á rétt á sér en önnur ekki.

Hörður er meðvitaður um það að hann verður aldrei allra og fór yfir þetta í 90 mínútum. Gagnrýnin heyrist stundum. á Twitter.

,,Hjá einhverjum nokkrum þá mun ég aldrei ná í gegn, það skiptir ekki máli hvað. Twitter er að mörgu leyti mjög skemmtilegur miðill, en það er líka bara spjallborð á sterum. Það er mjög auðvelt að kasta einhverju fram á menn þar,“ sagði Hörður í þættinum.

Benedikt Bóas Hinriksson, blaðamaður á Fréttablaðinu, gagnrýndi þáttinn nokkuð harkalega í haust en Hörður á erfitt með að taka mark á þeirri gagnrýni.

Meira:
Benedikt Bóas fer ófögrum orðum um Pepsimörkin – ,,Þetta er svo þungt og svo leiðinlegt“

,,Gagnýni sem einn ágætur fyrrum kollegi, Benedikt Bóas hafði um Pepsimörkin í lok september. Mér fannst hún ósanngjörn, illa ígrunduð og algjörlega út úr kú. Þessi gagnrýni kom mér mjög á óvart, ef ég á að segja alveg eins og er.“

,,Ég veit ekki hvað það það er,  skortur á athygli eða hvað, að neikvæð athygli sé eitthvað? Hann á örugglega sína já menn, það var erfitt að taka gagnrýni hans alvarlega.“

Þáttinn með Herði má heyra í heild hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Rashford fær vond tíðindi frá Barcelona – Ekki sá fyrsti sem félagið mun reyna að skrá í hópinn

Rashford fær vond tíðindi frá Barcelona – Ekki sá fyrsti sem félagið mun reyna að skrá í hópinn
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sjáðu trúlofunarhringinn sem er sagður kosta 615 milljónir

Sjáðu trúlofunarhringinn sem er sagður kosta 615 milljónir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Eitt frægasta undrabarn allra tíma styður við bakið á landa sínum: ,,Nákvæmlega það sem ég upplifði“

Eitt frægasta undrabarn allra tíma styður við bakið á landa sínum: ,,Nákvæmlega það sem ég upplifði“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Kokhraustur Dani hefur enga trú á Íslendingunum – Ættu að rúlla yfir Víkingana

Kokhraustur Dani hefur enga trú á Íslendingunum – Ættu að rúlla yfir Víkingana
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Staðfesta loksins að giftingin sé í vændum – Birti mynd af stórglæsilegum trúlofunarhring

Staðfesta loksins að giftingin sé í vændum – Birti mynd af stórglæsilegum trúlofunarhring
433Sport
Í gær

Björgvin Brimi á leið til Englands á reynslu

Björgvin Brimi á leið til Englands á reynslu
433Sport
Í gær

Staðfesta tvo nýja sparkspekinga fyrir byrjun ensku úrvalsdeildarinnar

Staðfesta tvo nýja sparkspekinga fyrir byrjun ensku úrvalsdeildarinnar
433Sport
Í gær

Sesko vonast til að hitta Zlatan

Sesko vonast til að hitta Zlatan
433Sport
Í gær

Leeds horfir á tvo stóra bita

Leeds horfir á tvo stóra bita