Ólafur Ingi Skúlason hefur skrifað undir hjá Fylki og mun hefja leik með liðinu eftir HM í Rússlandi.
Ólafur fær leikheimild 15. júlí en hann hefur átt langan feril í atvinnumennsku.
Ólafur lék síðast með Karabükspor en hann er 35 ára gamall.
Hann ólst upp í Fylki og lék síðast með liðinu sumarið 2003.
Ólafur lék með Arsenal og fleiri liðum í atvinnumennsku en hannn er á leið á HM.
Kári Árnason samdi við Víking á dögunum og því verða þrír í HM hópi Íslands sem leika í Pepsi deildinni en að auki er Birkir Már Sævarsson.