Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði
FréttirYfirskattanefnd hefur staðfest úrskurð ríkisskattstjóra í máli ónefnds manns sem er einn þriggja eigenda fyrirtækis. Hafði maðurinn keypt íbúð af fyrirtækinu í fjölbýlishúsi sem þetta sama fyrirtæki byggði. Taldi ríkisskattstjóri kaupverðið hafa verið óeðlilega lágt og færði manninum mismun kaupverðs annars vegar og matsverðs hins vegar til skattskyldra tekna sem gjöf. Úrskurður ríkisskattstjóra var kveðinn Lesa meira
Skatturinn neitaði að trúa því að hann hefði ekki búið frítt í Airbnb-íbúð
FréttirÚrskurði ríkisskattstjóra, æðsta yfirmanns Skattsins, um endurákvörðun opinberra gjalda ónefnds manns hefur verið vísað aftur til embættisins af yfirskattanefnd. Meint húsnæðishlunnindi mannsins voru færð honum til tekna en ríkisskattstjóri vildi meina að maðurinn hefði búið endurgjaldslaust í íbúð, í eigu fyrirtækis, á ónefndum stað en maðurinn var með lögheimili sitt skráð í íbúðinni. Maðurinn þverneitaði Lesa meira
Vestmannaeyjabæ neitað um endurgreiðslu vegna skemmda á einu neysluvatnslögn bæjarins
FréttirYfirskattanefnd hefur staðfest synjun ríkisskattstjóra á beiðni Vestmannaeyjabæjar um endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna viðgerðar á neysluvatnslögn bæjarins eftir að miklar skemmdir urðu á henni. Vísa skattayfirvöld til þess að viðgerð af þessu tagi flokkist ekki undir björgunarstörf vegna náttúruhamfara og almannavarna. Í nóvember 2023 varð tjón á neysluvatnslögn Eyjamanna þegar akkeri fiskiskipsins Hugins VE festist Lesa meira
Sitja í súpunni eftir að fyrirtæki föðurins keypti íbúðina
FréttirYfirskattanefnd hefur staðfest úrskurð ríkisskattstjóra um að hjón sem voru eigendur íbúðar í fjölbýlishúsi en seldu hana til fyrirtækis, í eigu föður annars þeirra, skuli greiða skatt af þeim hagnaði sem skapaðist þegar íbúðin var seld fyrirtækinu á verði sem var um 10 milljónum króna yfir ásettu verði. Kæran var lögð fram til nefndarinnar í Lesa meira
Skatturinn trúði því ekki að heimavinnandi húsmóðir hafi verið tekjulaus
FréttirYfirskattanefnd hefur staðfest ákvörðun ríkisskattstjóra um að tekjur konu sem segist vera heimavinnandi húsmóðir fyrir árið 2023 skuli áætlaðar um 4,8 milljónir króna. Tók ríkisskattstjóri, æðsti yfirmaður Skattsins, það ekki trúanlegt að konan hefði verið tekjulaus þetta ár og vildi meina að tekjur sambýlismanns hennar dygðu ekki til að framfleyta þeim báðum og tveimur börnum Lesa meira
Þurfti að eyða stórfé í tannviðgerðir en fékk enga miskunn frá Skattinum
FréttirYfirskattanefnd hefur staðfest þá niðurstöðu ríkisskattstjóra að hafna umsókn eldri manns um að skattstofn hans yrði lækkaður vegna mikils kostnaðar sem hann þurfti að greiða vegna tannlækninga en alls var um að ræða rétt tæplega eina og hálfa milljón króna. Maðurinn fór þó ekki fram á lækkun skattstofns vegna upphæðarinnar í heild sinni en vísaði Lesa meira
Máttu ekki láta fyrirtækið lána fyrir fasteignakaupum dótturinnar
FréttirYfirskattanefnd hefur staðfest úrskurð ríkisskattstjóra um að lánveitingar einkahlutafélags til eigenda þess, hjóna, skuli færðar þeim til tekna. Ráðstöfuðu hjónin lánveitingunum til fasteignakaupa dóttur sinnar og maka hennar. Voru þessar greiðslur fyrirtækisins í þágu dótturinnar ekki heimilar, samkvæmt lögum. Hjónin kærðu úrskurðinn til yfirskattanefndar í nóvember síðastliðnum en úrskurðurinn lá fyrir í ágúst. Varðar úrskurðurinn Lesa meira
Arfurinn sem hún fékk á barnsaldri reyndist dýrkeyptur á fullorðinsárunum
FréttirYfirskattanefnd hefur staðfest úrskurð ónefnds sýslumannsembættis vegna máls konu sem synjað var um 50 prósent afslátt af stimpilgjaldi vegna fyrstu íbúðarkaupa. Var það gert á grundvelli þess að konan væri þegar eigandi að íbúðarhúsnæði en um er að ræða smávægilegan hlut í húsnæði, sem hún fékk í arf á barnsaldri og er aðeins um 45.000 Lesa meira
Sögð hafa fengið á annað hundrað milljónir að gjöf en sleppur með skrekkinn hjá yfirskattanefnd
FréttirNýlega kvað yfirskattanefnd upp úrskurð í máli konu sem hafði skotið ákvörðun ríkisskattstjóra til nefndarinnar sem hafði lagt álag á skattgreiðslur hennar vegna vangoldins skatts af tæplega 64,1 milljón króna peningagreiðslu sem konan var sögð hafa þegið að gjöf frá erlendum manni. Var sú greiðsla sögð vera til að greiða vangoldinn skatt af gjöf sem Lesa meira
