Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?
FréttirVilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að til sé einföld sem gæti lækkað vexti hér á landi hratt og örugglega. Vilhjálmur skrifar pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann bendir á að íslensk heimili búi við eitt dýrasta lánsfé Evrópu. „Stýrivextir eru háir, bankavextir enn hærri, og vaxtastefna Seðlabankans hefur lítil sem engin áhrif á stóran Lesa meira
Vilhjálmur fengið nóg og vill verðlækkanir – „Þegar krónan veikist hækka verðin strax“
FréttirVilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að þegar krónan veikist skili sú veiking sér fljótt út í verðlag en þegar hún styrkist gerist lítið sem ekkert. Vilhjálmur gerir þetta að umtalsefni á Facebook-síðu sinni og bendir á að krónan hafi styrkst um 11% gagnvart Bandaríkjadollar og 3% gagnvart evru síðasta árið. „Samt lækkar ekkert. Ekki matur. Lesa meira
Vilhjálmur segir ekkert bóla á þessu loforði ríkisstjórnarinnar
Fréttir„Í upphafi kjörtímabilsins verður óháðum erlendum sérfræðingum falið að vinna skýrslu um kosti og galla krónunnar og valkosti Íslands í gjaldmiðlamálum.“ Þetta stendur orðrétt í 23. lið stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins frá 21. desember síðastliðnum. Vilhjálmi Birgissyni, formanni Starfsgreinasambandsins, er farið að lengja eftir því að þetta loforð um óháða úttekt á Lesa meira
Vilhjálmur sótillur yfir launahækkun ráðamanna – „Er þetta réttlæti? Er þetta samstaða?“
FréttirVilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, er ómyrkur í máli í kjölfar frétta af launahækkunum þingmanna og ráðherra sem greint var frá í gær. RÚV greindi frá því í gær að laun þingmanna, ráðherra, forseta Íslands og æðstu embættismanna hækki um 5,6 prósent um næstu mánaðamót. Verður þingfararkaup eftir breytinguna rúmlega 1,6 milljónir króna á mánuði og Lesa meira
Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun
EyjanÍ ársskýrslu Seðlabankans, sem kynnt var á ársfundi bankans í gær, kemur fram að Ásgeir Jónsson fékk launahækkun upp á tæplega 1,1 milljón á mánuði í fyrra. Árslaun hans hækkuðu um tæpar 13 milljónir, fóru úr 30 milljónum árið 2023 í 43 milljónir 2024. Hækkunin stafar m.a. af launaleiðréttingu og uppgjöri orlofs. Þetta er hækkun Lesa meira
Vilhjálmur ósáttur: „Þetta er skattahækkun – og hún er ekkert annað svik við kjósendur“
FréttirVilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja til í fjármálaáætlun að afnema samsköttun hjóna sé ekkert annað en skattahækkun og svik við kjósendur. Vilhjálmur er ómyrkur í máli á Facebook-síðu sinni þar sem hann gerir málið að umtalsefni. „Stjórnvöld hafa nú boðað að hætta samsköttun hjóna og sambýlisfólks. Þessi breyting er Lesa meira
Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings
EyjanFastir pennarBankasamruni eða meiri græðgi? Hugmyndir Arion banka um sameiningu við Íslandsbanka eru ekkert annað en tilraun til að auka hagnað bankanna á kostnað almennings. Þrátt fyrir fullyrðingar bankastjóranna um að slíkur samruni myndi skila neytendum ávinningi bendir reynslan til hins gagnstæða. Þegar bankaskatturinn var lækkaður átti sá ávinningur að skila sér í lægri vaxtamun og Lesa meira
Vilhjálmur Birgisson skrifar: Gervistéttarfélagið „Vanvirðing“ er aðför að öllu launafólki á Íslandi
EyjanFastir pennarÞað er afar mikilvægt að málefni gervi-stéttarfélagsins Virðingar gleymist ekki enda er þetta framferði Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði ekki „bara“ aðför að þeim sem starfa á veitingamarkaði heldur öllum íslenskum vinnumarkaði. Það er nefnilega með öllu óverjandi og ótækt að atvinnurekendur stofni stéttarfélag til þess eins að gjaldfella kjör og réttindi launafólks. Þessi aðför Lesa meira
Vilhjálmur bendir á hvað vaxtalækkunin þýðir fyrir 50 milljóna króna húsnæðislán
Fréttir„Já, við erum á réttri leið, klárlega,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, um stýrivaxtalækkun Seðlabankans sem tilkynnt var um í morgun. Peningastefnunefnd bankans hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Verða því meginvextir bankans á sjö daga bundnum innlánum, svonefndir stýrivextir, því 8,0%. Stýrivextir hafa lækkað nokkuð að undanförnu og voru þeir til dæmis 9,25 prósent Lesa meira
Vilhjálmur Birgisson skrifar: Ósanngjörn gagnrýni á kjarasamninga – ábyrgðin er allra!
EyjanFastir pennarHeiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, var í þættinum Þjóðmál með Heiðari Guðjónssyni fjárfesti en í þeim þætti fór framkvæmdastjórinn hörðum orðum og gagnrýndi svokallaðan Stöðugleikasamning sem undirritaður var í mars á síðasta ári. Hélt framkvæmdastjórinn því fram að nálgun þeirra hafi mistekist og leitt til „skipbrots“. Þessi skoðun er ekki aðeins ósanngjörn Lesa meira