Þversagnirnar í samgönguáætlun
FréttirEitt helsta málefnið í innlendum fréttum í dag er þingsályktunartillaga um samgönguáætlun, sem Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra leggur fram, fyrir árin 2026-2040. Áætlunin er viðamikil og þar er fjallað um samgöngukerfið í heild sinni en einna mest hefur í umræðunni um hana borið á breyttri forgangsröðun í jarðgangagerð. Í áætluninni er einnig fjallað um almenningssamgöngur, vítt Lesa meira
Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum
FréttirBæjarráð Reykjanesbæjar hefur mótmælt fyrirhuguðum breytingum á leið 55 í landsbyggðarstrætó, þar sem ekið er milli bæjarins og höfuðborgarsvæðisins. Segir bæjarráð þessar breytingar fela í sér skerðingu á þessari þjónustu. Er bent á að það skjóti skökku við að Vegagerðin sem sér um skipulagningu landsbyggðarstrætó geri slíkar breytingar á sama tíma og ríkið leggi meira Lesa meira
Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna
EyjanLengi hefur ljóst verið að vegakerfið á Íslandi hefur legið undir skemmdum hin síðari ár og er nú að hruni komið eins og glöggt kom fram í Kastljósi RÚV í gær. Sigurður Ingi Jóhannsson var samgönguráðherra og innviðaráðherra lengst af síðustu sjö árin og þannig hefur vegakerfið dalað og nánast hrunið á vakt hans. Þetta Lesa meira
Skagfirðingar fúlir út í vegagerðina – Segjast ekki sitja við sama borð og aðrir landsmenn
FréttirVegagerðin er með í vinnslu breytingar á leiðakerfi Landsbyggðarstrætó en allar almenningssamgöngur utan höfuðborgarsvæðisins eru á verksviði stofnunarinnar. Hefur Vegagerðin undanfarið verið að kynna hugmyndir sínar að breytingum á kerfinu fyrir sveitarstjórnum á landsbyggðinni og öðrum aðilum sem málið varðar. Byggðaráð sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir yfir mikilli ónægju með kynningu Vegagerðarinnar og segir stefna í að Lesa meira
Farsímamastur verður reist rétt við göngubrú í Garðabæ – Gæti þurft að víkja í framtíðinni
FréttirBæjarráð Garðabæjar hefur samþykkt tillögu um breytingu á deiliskipulagi fyrir Ása og Grunda og lagt til við bæjarstjórn að hún veiti samþykki sitt. Snýst tillagan um að heimilt verður að reisa 18 metra háan farsímasendi rétt við göngubrú yfir Hafnarfjarðarveg. Í fundargerð segir að engar athugasemdir hafi borist en í Skipulagsgátt má þó sjá að Lesa meira
Skorar á Vegagerðina að viðurkenna mistök – „Hönnun og staðsetning Landeyjahafnar sé sennilega eitt mesta verkfræðislys seinni ára“
FréttirHalldór B. Nellett, fyrrum skipsherra hjá Landhelgisgæslunni, skorar á Vegaferðina að horfast í augu við það að Landeyjarhöfn, hönnun hennar og staðsetning, hafi verið mistök og að stofnunin freisti þess að finna varanlegar lausnir á vandanum í stað sandmoksturs úr höfninni sem kostar skattgreiðendur ógrynni fjár á hverju ári. Byggð á röngum stað og eftir Lesa meira
Óvissustig á vegum víða um land á morgun
FréttirÍ tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að með tilliti til veðurspár vilji hún vara við erfiðum akstursskilyrðum á morgun, föstudag, víða um land. Ákveðnir vegir hafi verið settir á óvissustig og geti komið til lokana með litlum eða engum fyrirvara. Óvissustig verður á eftirfarandi vegum: Suðvesturland: Reykjanesbraut, Grindavíkurvegur, Hellisheiði, Þrengsli, Kjalarnes, Mosfellsheiði og Suðurstrandarvegur, óvissustig Lesa meira
Skúli segir Vegagerðina ekki vera að standa sig og afleiðingarnar séu hörmulegar
FréttirSkúli Gunnar Sigfússon athafnamaður, sem einna þekktastur er fyrir að vera eigandi Subway á Íslandi, skrifar nokkuð harðorða grein sem birt er á Vísi. Í greininni gagnrýnir Skúli Vegagerðina fyrir að hafa ekki staðið sig sem skyldi við hálkuvarnir og segir það eiga sinn þátt í að minnsta kosti tveimur af þeim banaslysum sem orðið Lesa meira
Dómskerfið blessaði eignarnám Vegagerðarinnar
FréttirHæstiréttur birti fyrir helgi ákvarðanir sínar í sex málum sem vörðuðu öll eignarnám Vegagerðarinnar á hluta af jörðum í Hornafirði vegna gerðar hringvegar um fjörðinn. Alls fóru 12 landeigendur í mál við Vegagerðina en þar af voru 2 dánarbú. Um var að ræða hluta af samtals 8 jörðum í Hornafirði. Héraðsdómur og Landsréttur komust að Lesa meira
Nýjar sprungur hafa myndast í Grindavíkurvegi
FréttirÍ tilkynningu á heimasíðu Vegagerðarinnar kemur fram að áhrifa Landrissins í Svartsengi gæti á Grindavíkurvegi. Þar hafi nýjar sprungur myndast og breikkað nokkuð frá í gær. Sprungur hafi myndast nær Grindavík en áður en auk þess séu farnar að myndast sprungur á þeim stað sem búið var að gera við, eftir jarðhræringar síðustu vikna, nærri Lesa meira
