fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025

Úrskurðarnefnd velferðarmála

Sárþjáð vegna erfiðs sjúkdóms en fær ekki sérhæfða meðferð erlendis endurgreidda – Læknir segir fullnægjandi meðferð ekki í boði á Íslandi

Sárþjáð vegna erfiðs sjúkdóms en fær ekki sérhæfða meðferð erlendis endurgreidda – Læknir segir fullnægjandi meðferð ekki í boði á Íslandi

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úrskurðarnefnd velferðarmála hefur staðfest synjun Sjúkratrygginga Íslands á beiðni konu um endurgreiðslu vegna sérhæfðrar meðferðar sem hún hugðist leita sér erlendis við taugasjúkdómnum FND. Hafði læknir konunnar komið því á framfæri við Sjúkratryggingar að meðferð við sjúkdómnum, sem dugi henni, sé ekki í boði hér á landi. Sjúkratryggingar sögðu hins vegar meðferð þvert á móti Lesa meira

Móðir glímir við varanlegan skaða eftir mistök í fæðingu á Landspítalanum

Móðir glímir við varanlegan skaða eftir mistök í fæðingu á Landspítalanum

Fréttir
Fyrir 4 dögum

Úrskurðarnefnd velferðarmála hefur úrskurðað konu í vil sem kærði þá niðurstöðu Sjúkratrygginga Íslands að hún hefði ekki hlotið varanlega miska eða örorku af völdum þeirrar meðferðar sem hún hlaut á Landspítalanum við fæðingu barns hennar í apríl 2021 en stofnunin hafði þó samþykkt að hún ætti rétt á bótum. Fékk konan ekki, þrátt fyrir beiðni Lesa meira

Dánarbú blindrar og fjölfatlaðrar konu þurfti að borga Tryggingastofnun – Hafði ekki hugmynd um skuldina

Dánarbú blindrar og fjölfatlaðrar konu þurfti að borga Tryggingastofnun – Hafði ekki hugmynd um skuldina

Fréttir
Fyrir 6 dögum

Úrskurðarnefnd velferðarmála hefur staðfest kröfu Tryggingastofnunar á hendur dánarbúi vegna ofgreidds lífeyris en krafan var upphaflega hátt í ein milljón króna. Um er að ræða dánarbú konu sem var blind og þar að auki fjölfötluð og bjó í þjónustuíbúð en undir lokin á hjúkrunarheimili. Kemur fram í úrskurði nefndarinnar að konan hafi búið yfir mjög Lesa meira

Eldri maður situr uppi með reikninginn – Var ekki skilgreindur sem aldraður

Eldri maður situr uppi með reikninginn – Var ekki skilgreindur sem aldraður

Fréttir
12.11.2025

Úrskurðarnefnd velferðarmála hefur staðfest synjun Sjúkratrygginga Íslands á beiðni ellilífeyrisþega, sem er karlmaður, um endurgreiðslu vegna tannlæknakostnaðar erlendis. Var beiðninni synjað meðal annars á þeim forsendum að maðurinn hafi ekki verið aldraður í skilningi reglugerðar þegar meðferðin fór fram. Umsóknin var lögð fram í apríl á þessu ári en synjað í maí og kærði maðurinn Lesa meira

Situr uppi með reikninginn eftir óskýrar leiðbeiningar heilsugæslunnar

Situr uppi með reikninginn eftir óskýrar leiðbeiningar heilsugæslunnar

Fréttir
11.11.2025

Úrskurðarnefnd velferðarmála hefur staðfest synjun Sjúkratrygginga Íslands á beiðni móður um endurgreiðslu vegna tíma hjá lýtalækni sem syni hennar, sem er undir lögaldri, var vísað í. Hafði hjúkrunarfræðingur á ónefndri heilsugæslu beint mæðginunum þangað en ekki getið þess að tíminn fengist ekki endurgreiddur nema að með fylgdi tilvísun frá heilsugæslunni. Um þremur vikum eftir að Lesa meira

Synjað um bætur eftir örlagaríka ferð til tannlæknis

Synjað um bætur eftir örlagaríka ferð til tannlæknis

Fréttir
20.10.2025

Úrskurðarnefnd velferðarmála hefur staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands sem synjaði manni um bætur úr slysatryggingu almannatrygginga. Maðurinn var á gangi á leið að strætisvagni sem hann ætlaði að taka að vinnustað sínum en datt þá í hálku og ökklabrotnaði. Sú staðreynd að maðurinn fór fyrst til tannlæknis áður en hann fór af stað í vinnuna átti Lesa meira

Hjólreiðamaður fær nýtt tækifæri hjá Sjúkratryggingum – Brá mjög þegar bíll birtist skyndilega

Hjólreiðamaður fær nýtt tækifæri hjá Sjúkratryggingum – Brá mjög þegar bíll birtist skyndilega

Fréttir
19.10.2025

Úrskurðarnefnd velferðarmála hefur fellt úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands í máli hjólreiðamanns sem sótti um bætur úr slysatryggingu almannatrygginga og lagt fyrir stofnunina að taka málið fyrir að nýju. Stofnunin hafði sagt manninum að leita til viðeigandi tryggingafélags en maðurinn hemlaði snögglega og datt af hjólinu eftir að hafa brugðið mjög þegar bíll birtist skyndilega, Lesa meira

Kennaraverkfall kom afar illa við fatlaða stúlku – Stuðningsfulltrúa sem var ekki í verkfalli meinað að sinna henni

Kennaraverkfall kom afar illa við fatlaða stúlku – Stuðningsfulltrúa sem var ekki í verkfalli meinað að sinna henni

Fréttir
18.08.2025

Kærunefnd velferðarmála hefur fellt úr gildi synjun sveitarfélagsins Múlaþings á beiðni foreldra um að fötluð dóttir þeirra fengi að nýta sér frístundarþjónustu í meiri mæli en venjulega á meðan verkfalli kennarra í grunnskóla hennar, í sveitarfélaginu, stóð fyrr á þessu ári. Stuðningsfulltrúi sem alla jafna var með stúlkunni á meðan hún var í skólanum var Lesa meira

Móðir kennir meintum mistökum Landspítalans um miklar kvalir sínar en fær engar bætur

Móðir kennir meintum mistökum Landspítalans um miklar kvalir sínar en fær engar bætur

Fréttir
14.08.2025

Úrskurðarnefnd velferðarmála hefur staðfest synjun Sjúkratrygginga Íslands á umsókn móður um bætur úr sjúklingatryggingu. Móðirin sagði að við fæðingu þriðja barns hennar á Landspítalanum hefði mænudeyfing mistekist og hún hefði þjáðst af miklum verkjum víða um líkamann alla tíð síðan. Spítalinn neitaði því hins vegar að einkenni konunnar stöfuðu af mistökum við mænudeyfinguna en móðirin Lesa meira

Þarf að endurgreiða meira en hálfa milljón vegna gróða eiginmannsins

Þarf að endurgreiða meira en hálfa milljón vegna gróða eiginmannsins

Fréttir
10.05.2025

Úrskurðarnefnd velferðarmála hefur staðfest þá niðurstöðu Tryggingastofnunar ríkisins að kona sem er örorkulífeyrisþegi skuli endurgreiða stofnunni ofgreiddan lífeyri að fjárhæð 531.500. Er krafan um endurgreiðslu tilkomin vegna hagnaðar eiginmanns konunnar af sölu á arfi sem honum áskotnaðist en konan segist ekki ráða við vegna bágrar fjárhagsstöðu að endurgreiða kröfuna. Krafa Tryggingastofnunar varðar greiddan lífeyri ársins Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af