Synjað um bætur eftir örlagaríka ferð til tannlæknis
FréttirÚrskurðarnefnd velferðarmála hefur staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands sem synjaði manni um bætur úr slysatryggingu almannatrygginga. Maðurinn var á gangi á leið að strætisvagni sem hann ætlaði að taka að vinnustað sínum en datt þá í hálku og ökklabrotnaði. Sú staðreynd að maðurinn fór fyrst til tannlæknis áður en hann fór af stað í vinnuna átti Lesa meira
Hjólreiðamaður fær nýtt tækifæri hjá Sjúkratryggingum – Brá mjög þegar bíll birtist skyndilega
FréttirÚrskurðarnefnd velferðarmála hefur fellt úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands í máli hjólreiðamanns sem sótti um bætur úr slysatryggingu almannatrygginga og lagt fyrir stofnunina að taka málið fyrir að nýju. Stofnunin hafði sagt manninum að leita til viðeigandi tryggingafélags en maðurinn hemlaði snögglega og datt af hjólinu eftir að hafa brugðið mjög þegar bíll birtist skyndilega, Lesa meira
Kennaraverkfall kom afar illa við fatlaða stúlku – Stuðningsfulltrúa sem var ekki í verkfalli meinað að sinna henni
FréttirKærunefnd velferðarmála hefur fellt úr gildi synjun sveitarfélagsins Múlaþings á beiðni foreldra um að fötluð dóttir þeirra fengi að nýta sér frístundarþjónustu í meiri mæli en venjulega á meðan verkfalli kennarra í grunnskóla hennar, í sveitarfélaginu, stóð fyrr á þessu ári. Stuðningsfulltrúi sem alla jafna var með stúlkunni á meðan hún var í skólanum var Lesa meira
Móðir kennir meintum mistökum Landspítalans um miklar kvalir sínar en fær engar bætur
FréttirÚrskurðarnefnd velferðarmála hefur staðfest synjun Sjúkratrygginga Íslands á umsókn móður um bætur úr sjúklingatryggingu. Móðirin sagði að við fæðingu þriðja barns hennar á Landspítalanum hefði mænudeyfing mistekist og hún hefði þjáðst af miklum verkjum víða um líkamann alla tíð síðan. Spítalinn neitaði því hins vegar að einkenni konunnar stöfuðu af mistökum við mænudeyfinguna en móðirin Lesa meira
Þarf að endurgreiða meira en hálfa milljón vegna gróða eiginmannsins
FréttirÚrskurðarnefnd velferðarmála hefur staðfest þá niðurstöðu Tryggingastofnunar ríkisins að kona sem er örorkulífeyrisþegi skuli endurgreiða stofnunni ofgreiddan lífeyri að fjárhæð 531.500. Er krafan um endurgreiðslu tilkomin vegna hagnaðar eiginmanns konunnar af sölu á arfi sem honum áskotnaðist en konan segist ekki ráða við vegna bágrar fjárhagsstöðu að endurgreiða kröfuna. Krafa Tryggingastofnunar varðar greiddan lífeyri ársins Lesa meira
Neitað um bætur eftir ófullnægjandi læknismeðferð
FréttirÚrskurðarnefnd velferðarmála hefur ógilt þá ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands að synja manni um bætur úr sjúklingatryggingu. Maðurinn varð fyrir því árið 2019 að bein brotnaði í fæti hans og hefur hann glímt við afleiðingar þess síðan. Nefndin segir ljóst að maðurinn hafi upphaflega hlotið ófullnægjandi meðferð hjá lækni við brotinu og því sé ekki annað í Lesa meira
Foreldrar á landsbyggðinni töpuðu á sumarfríinu
FréttirForeldrar sem búa í ónefndu sveitarfélagi á landsbyggðinni stóðu frammi fyrir því á síðasta ári að þurfa að fara með son sinn til læknis í Reykjavík. Ákváðu þau að lengja ferðina og nýta hana sem hluta af sumarleyfi sínu. Það átti eftir að reynast þeim dýrkeypt þar sem umsókn þeirra um greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands í Lesa meira
Telur að ríkið hafi brotið á öryrkja sem fékk bætur í Noregi
FréttirUmboðsmaður Alþingis hefur sent frá sér álit í máli konu sem er öryrki. Tryggingastofnun hafði skert örorkubætur hennar hér á landi vegna örorkubóta sem hún hafði fengið í Noregi og úrskurðarnefnd velferðarmála staðfesti þá niðurstöðu. Niðurstaða umboðsmanns er sú að úrskurður nefndarinnar hafi ekki verið í samræmi við lög. Konan fékk greiðslur frá norsku vinnu- Lesa meira
Fjölskylda reyndi að losa sig úr viðjum endalausra biðlista heilbrigðiskerfisins – Kostaði allt spariféð og atvinnumissi
FréttirÚrskurðarnefnd velferðarmála hefur staðfest synjun Sjúkratrygginga Íslands á umsókn um endurgreiðslu á kostnaði við talþjálfun erlendis. Um er að ræða dreng en foreldrar drengsins gáfust upp á löngum biðlistum hér á landi og fóru með hann erlendis til að leita eftir talþjálfun. Hafði fjölskyldan óskað eftir fyrir fram samþykki frá Sjúkratryggingum áður en haldið var Lesa meira
Brenndist við vinnu í kjölfar flogakasts en fær ekki bætur
FréttirSjúkratryggingar Íslands hafa synjað umsókn konu um bætur úr slysatryggingum almannatrygginga. Konan varð fyrir vinnuslysi en umsókninni var hafnað á þeim grundvelli að flogakast, sem konan sagði að hefði orsakað slysið, væri ekki skilgreint sem slys. Konan kærði ákvörðunina til úrskurðarnefndar velferðarmála. Sjúkratryggingar vísuðu í synjun sinni til þess að samkvæmt lögum um slysatryggingar almannatrygginga Lesa meira
