Rússneska kreditkortið í mótvindi – Bandaríkjamenn eiga stóran hlut að máli
FréttirEftir þrýsting frá Bandaríkjunum hafa tyrkneskir bankar slitið tengslum við rússneska greiðslukerfið Mir. Þetta er þungt högg fyrir ráðamenn í Moskvu sem hafa veðjað á tengingar við Tyrkland á fjármálasviðinu í kjölfar refsiaðgerða Vesturlanda. Rússar hafa verið útilokaðir frá alþjóðlegum greiðslukerfum og hafa unnið hörðum höndum að því að breiða sitt eigið greiðslukerfi, Mir, út. Allt þar til ágúst Lesa meira
Biden segir tal Pútíns um kjarnorkuvopnanotkun í Úkraínu vera hættulegt
FréttirJoe Biden, Bandaríkjaforseti, ræddi við NewsNation í gær um orð Vladímír Pútíns, Rússlandsforseta, um að hann hafi ekki í hyggju að beita kjarnorkuvopnum í Úkraínu. Í ræðu, sem Pútín flutti í gær, gerði Pútín lítið úr kjarnorkuvopnaorðaskaki Rússa að undanförnu og sagði þá ekki hafa í hyggju að beita kjarnorkuvopnum í Úkraínu og hafi aðeins verið að bregðast við „kjarnorkuvopnakúgun“ vestrænna leiðtoga. „Ef hann Lesa meira
Faldi sönnunargögn um lygar Pútíns í bangsa
FréttirNærri landamærum Úkraínu og Hvíta-Rússlands er bærinn Mazyr, sem er í Hvíta-Rússlandi. Bærinn tengist stríðinu í Úkraínu ekki neitt, en samt er ákveðin tenging. Ótrúleg frásögn eins bæjarbúa getur hafa átt sinn þátt í að afhjúpa leyndarmál Pútíns og varpa ljósi á lygar hans um stríðið. CNN skýrir frá þessu. Segir miðillinn að aðalpersónan í málinu sé nefnd Lesa meira
Rússar sagðir reyna að fá afganska hermenn til liðs við sig
FréttirEftir því sem Foreign Policy segir þá eru Rússar að reyna að fá afganska hermenn til liðs við sig til að berjast í Úkraínu. Um sérsveitarmenn er að ræða sem fengu þjálfun hjá bandarískum og breskum hermönnum. Á milli 20.000 og 30.000 afganskir sérsveitarmenn komust ekki frá Afganistan þegar Bandaríkjaher yfirgaf landið á síðasta ári.
Segir Rússa neyðast til að „afdjöflavæða“ Úkraínubúa
FréttirÁ fundi öryggisráðs SÞ á þriðjudaginn sagði Aleksei Pavlov, fulltrúi Rússa í öryggisráðinu, að Rússar neyðist til að „afdjöflavæða“ Úkraínubúa. Sky News skýrir frá þessu. Þarna kveður við nýjan tón í röksemdafærslu Rússa fyrir innrásinni en Vladímír Pútín, forseti, hefur ítrekað sagt að með innrásinni eigi að „afnasistavæða“ Úkraínu. Pavlov sagði að Úkraínubúar hefðu gefið gildi rétttrúnaðarkirkjunnar upp á bátinn. Hann sagði Lesa meira
Segir Rússa undir miklum þrýstingi – Líklegt að þeir grípi til aðgerða gegn fleiri ríkjum en Úkraínu
Fréttir„Það getur verið erfitt að leggja mat á hversu miklar líkur eru á að Rússar muni telja stuðning Vesturlanda við Úkraínu sem raunverulega ógn við fullveldi landsins og muni bregðast við því.“ Þetta sagði Flemming Splidsboel Hansen, sérfræðingur hjá Dansk Institut for Internationale Studier, í samtali við Ekstra Bladet. Hann sérhæfir sig í alþjóðaöryggismálum og heimssýn. Hann sagði að Rússum finnist þeir vera undir Lesa meira
Rússar lögðu allt að veði til að ná „lítt mikilvægri borg“ á sitt vald – Nú eru þeir á byrjunarreit
FréttirÚkraínskar hersveitir sækja fram í suðurhluta Kherson-héraðs og á sama tíma hafa Rússar lagt allt að veði í blóðugri og örvæntingarfullri tilraun til að brjótast í gegnum varnarlínur Úkraínumanna við borgina Bakhmut. Þrátt fyrir að hafa lagt mikið undir þá hafa Rússar aðeins náð litlum árangri við Bakhmut og margt bendir til að stríðsgæfan þar sé nú að snúast Lesa meira
Pólverjar íhuga að reisa múr á landamærunum að Rússlandi
FréttirPólverjar íhuga nú að reisa múr á landamærunum að Rússlandi til að koma í veg fyrir að förufólk og flóttafólk frá Afríku og Asíu komist til landsins frá Rússlandi. Telja pólsk yfirvöld að Rússar geti gripið til þess ráðs að beina förufólki og flóttafólki til Póllands og væri það liður í blendningshernaði þeirra gegn Vesturlöndum. Múrinn, eða Lesa meira
Segir harða bardaga fram undan í Kherson
FréttirHarðir bardagar eru fram undan í Kherson-héraðinu í suðurhluta Úkraínu. Þetta sagði Oleksii Artetovych, ráðgjafi Volodymyr Zelenskyy forseta, í gærkvöldi. Hann sagði að engin merki séu um að Rússar séu að undirbúa sig undir að yfirgefa Kherson-borg þrátt fyrir að rússneskar hersveitir hafi að undanförnu verið hraktar aftur á bak og eigi á hættu að króast af við ána Dnipro. Hann Lesa meira
Embættismenn í Kreml sagðir setja sig leynilega í samband við Vesturlönd og þrýsta á samningaviðræður
FréttirFregnir hafa borist af því að í Kreml sitji menn nú og bruggi hver öðrum launráð. Þar á meðal hefur verið nefnt að staða Vladímír Pútíns, forseta, sé nú orðin veik og að ákveðnir aðilar bruggi honum nú launráð. Er staða Pútíns sögð hafa veikst mjög eftir „innlimun“ fjögurra úkraínskra héraða í Rússland, héruð sem Rússar eru ekki einu sinni með Lesa meira