fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025

Þorsteinn Pálsson

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýmæli og fádæmi

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýmæli og fádæmi

EyjanFastir pennar
31.08.2023

Vaxtahækkun Seðlabankans í síðustu viku færði íslensku krónuna fjær krónum og evru annarra Norðurlanda og nær rússneskri rúblu. Ef til vill er það mest brennandi umhugsunarefnið. En fáum hefur þó orðið tíðrætt um það. Eigi að síður urðu athyglisverð vatnaskil í viðbrögðum stjórnvalda og verkalýðshreyfingar. Forseti ASÍ setti málið í víðara efnahagslegt samhengi en áður Lesa meira

Þorsteinn Pálsson: Ríkisstjórnin komin á málefnalega endastöð – nú gefst tækifæri til að undirbúa málefnagrundvöll næstu ríkisstjórnar

Þorsteinn Pálsson: Ríkisstjórnin komin á málefnalega endastöð – nú gefst tækifæri til að undirbúa málefnagrundvöll næstu ríkisstjórnar

Eyjan
24.08.2023

„Útlendingar sem lögum samkvæmt hafa ekki rétt til að vera í landinu eiga rétt á félagsþjónustu sveitarfélaga í ótilgreindan tíma. Þau mega hins vegar ekki að nota útsvarspeninga í þetta verkefni,“ skrifar Þorsteinn Pálsson um pattstöðuna sem komin er upp í útlendingamálum af kögunarhóli á Eyjunni í dag. „Þeim er því skylt að sækja tekjuskattspeninga Lesa meira

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunsæ undirstaða mannúðarstefnu

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunsæ undirstaða mannúðarstefnu

EyjanFastir pennar
24.08.2023

Eftir sex ára reipdrátt um útlendingamál sættust stjórnarflokkarnir á málamiðlun í vor. Dómsmálaráðherra taldi sig hafa unnið áfangasigur með því að afnema rétt útlendinga til félagsþjónustu þrjátíu dögum eftir að þeim hefur endanlega verið synjað um alþjóðlega vernd. Félagsmálaráðherra leit hins vegar svo á að breytingin þrengdi ekki rétt útlendinga til lengri dvalar, heldur víkkaði Lesa meira

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hví hafa þau yfirgefið þá?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hví hafa þau yfirgefið þá?

EyjanFastir pennar
17.08.2023

Í Matteusarguðspjalli segir að frelsarinn hafi kallað á krossinum: „Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?“ Í Morgunblaðinu fyrir réttri viku skrifar Guðni Ágústsson fyrrum landbúnaðarráðherra og eldheitasti  boðandi sveitanna á þessari öld: „Hví hafa þeir flokkar yfirgefið bændur, sem alltaf stóðu að landbúnaði og sveitunum?“ Frá frelsurum til Pílatusar Talsmenn bænda hafa lengi boðað að flokkarnir þrír, Lesa meira

Segir umfangsmikil gjaldeyrishöft vera í gildi sem stórskaði íslensk heimili og fyrirtæki

Segir umfangsmikil gjaldeyrishöft vera í gildi sem stórskaði íslensk heimili og fyrirtæki

Eyjan
11.08.2023

Ísland er í hrömmum gjaldeyrishafta sem jafngilda brátt um einni og hálfri þjóðarframleiðslu. Áhrifaríkasta og áhættuminnsta leiðin til að afnema höftin er að taka upp evru. Höftin valda víðtækum skaða en eru samt ekki á dagskrá stjórnvalda. Þorsteinn Pálsson gerir umfangsmikil gjaldeyrishöft, afleiðingar þeirra og ástæðuna fyrir þeim að umfjöllunarefni í nýjasta pistli sínum Af Lesa meira

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hugmyndafræðileg kreppa

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hugmyndafræðileg kreppa

EyjanFastir pennar
10.08.2023

Í okkar litla hagkerfi beitum við gjaldeyrishöftum í stærri stíl en almennt þekkist í ríkjum, sem byggja á markaðsbúskap. Umfang þeirra jafngildir ríflega heilli þjóðarframleiðslu. Tilgangurinn er að halda uppi gengi krónunnar. Lífeyrissparnaður landsmanna er svo mikill að gjaldeyrishöft af þessari stærðargráðu nást með því einu að hafa helming hans í höftum. Að öllu óbreyttu Lesa meira

Þorsteinn Pálsson skrifar: Rokkarnir þögnuðu

Þorsteinn Pálsson skrifar: Rokkarnir þögnuðu

EyjanFastir pennar
03.08.2023

Forsætisráðherra hitti naglann á höfuðið þegar hún sagði að kergjan í stærsta stjórnarflokknum lýsti fremur veikleika innanbúðar þar á bæ en brestum í ríkisstjórninni. Rokkarnir þögnuðu. Katrín Jakobsdóttir getur pollróleg staðhæft þetta. Hún veit sem er að hugmyndafræði meirihlutans í stærsta þingflokki ríkisstjórnarinnar er nær Miðflokknum en frjálslyndum öflum umhverfis pólitísku miðjuna. Meðan sú staða Lesa meira

Þorsteinn Pálsson skrifar: Breyta þarf vindmyllupólitíkinni

Þorsteinn Pálsson skrifar: Breyta þarf vindmyllupólitíkinni

EyjanFastir pennar
27.07.2023

Sveitarfélög hafa vegna ágreinings um skattheimtu nýtt sér heimild í lögum til að stöðva beislun vindorku tímabundið. Að auki er alls óvíst hversu lengi Hvammsvirkjun mun tefjast. Þetta segir eina sögu: Eftir sex ára stjórnarsamstarf er orkuráðherra staddur á flæðiskeri með eitt allra stærsta framfaramál þjóðarinnar. Markmið ríkisstjórnarinnar um full orkuskipti fyrir 2040 og fyrirheit Lesa meira

Þorsteinn Pálsson skrifar: Vondur staður til að vera á

Þorsteinn Pálsson skrifar: Vondur staður til að vera á

EyjanFastir pennar
20.07.2023

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi fyrr í sumar úr gildi leyfi fyrir Hvammsvirkjun. Fyrstu viðbrögð orkuráðherra voru þau að ákvörðunin hefði komið á óvart. Síðan bætti hann um betur og sagði að þetta hefði komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Leyfissviptingin bendir til að athuganir skorti til þess að unnt sé að sannreyna að Lesa meira

Þorsteinn Pálsson skrifar: Langlífi með löngu dauðastríði

Þorsteinn Pálsson skrifar: Langlífi með löngu dauðastríði

EyjanFastir pennar
13.07.2023

Á dögunum lagðist dauðastríð hvala eins og ósprunginn sprengiskutull á borð ríkisstjórnarinnar. Engin þriggja flokka ríkisstjórn hefur orðið jafn langlíf. Hitt ætlar líka að verða raunin að dauðastríð hennar verði lengra en annarra. Segja má að dauðastríðið hafi byrjað fyrir ári þegar Guðmundur Ingi Guðbrandsson ráðherra og varaformaður VG boðaði að næst væri æskilegt að velja aðra Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af