fbpx
Laugardagur 28.maí 2022

Suður-Kórea

Barneignir í Suður-Kóreu – „Lúxus sem ég hef ekki efni á“

Barneignir í Suður-Kóreu – „Lúxus sem ég hef ekki efni á“

Pressan
23.01.2021

Suður-kóreskar konur eignast sífellt færri börn að meðaltali. Þetta hefur leitt til þess að nú fer landsmönnum fækkandi en það gerðist í fyrsta sinn í sögunni á síðasta ári. Um leið fer meðalaldur þjóðarinnar hækkandi. Það verða því færri vinnandi hendur í framtíðinni til að sjá fyrir og annast sífellt fleira eldra fólk. Mikið ramakvein kvað við Lesa meira

Í fyrsta sinn í sögunni fækkaði fólki í Suður-Kóreu

Í fyrsta sinn í sögunni fækkaði fólki í Suður-Kóreu

Pressan
09.01.2021

Í fyrsta sinn í sögunni fækkaði fólki í Suður-Kóreu á einu ári. Þetta gerðist á síðasta ári en yfirvöld birtu nýlega tölur um mannfjölda í þessu fjórða stærsta hagkerfi Asíu. Ástæður fólksfækkunar eru hærri meðalaldur og lækkandi fæðingartíðni. Í lok ársins 2020 voru landsmenn rúmlega 51,8 milljónir og hafði fækkað um 20.838 frá 2019. Fólki Lesa meira

Banna aðgerðasinnum að senda áróðursblöðrur til Norður-Kóreu

Banna aðgerðasinnum að senda áróðursblöðrur til Norður-Kóreu

Pressan
20.12.2020

Suður-kóreska þingið hefur samþykkt lög sem gera það refsivert að senda áróðursblöðrur til Norður-Kóreu. Stjórnarandstæðingar hafa mótmælt lögunum harðlega og það hafa fleiri gert og segja vegið að tjáningarfrelsinu til þess eins að bæta sambandið við erkifjendurna í norðri. 187 þingmenn studdu frumvarpið, flestir stjórnarþingmenn sem styðja stefnu Moon Jae-in, forseta, um bætt samskipti við Norður-Kóreu. Andstæðingar Lesa meira

Einn alræmdasti raðmorðinginn í sögu Suður-Kóreu er hissa á að hafa ekki náðst fyrr

Einn alræmdasti raðmorðinginn í sögu Suður-Kóreu er hissa á að hafa ekki náðst fyrr

Pressan
06.11.2020

Lee Chun-jaen, 57 ára, hefur játað fyrir dómi í Suður-Kóreu að hafa myrt 14 konur og stúlkur fyrir þremur áratugum í einu þekktasta raðmorðingjamáli landsins. Hann segist hissa á að hafa ekki náðst fyrr. „Ég vil ekki að þessir glæpir verði grafnir að eilífu,“ sagði Lee fyrir dómi í Suwon. Hann játaði morðin fyrir lögreglunni á síðasta Lesa meira

Háttsettur norður-kóreskur stjórnarerindreki hvarf fyrir tveimur árum – Er nú kominn í leitirnar

Háttsettur norður-kóreskur stjórnarerindreki hvarf fyrir tveimur árum – Er nú kominn í leitirnar

Pressan
09.10.2020

Fyrir tveimur árum hurfu Jo Song Gil og eiginkona hans á dularfullan hátt í Róm. Þau höfðu þá rétt yfirgefið sendiráð Norður-Kóreu en Jo Song Gil var þá starfandi sendiherra landsins á Ítalíu. Ekkert var vitað um afdrif hans fyrr en í þessari viku þegar Ha Tae-keung, þingmaður, staðfesti orðróm um að Jo hefði látið sig hverfa og leitað á náðir nágrannanna í Suður-Kóreu. Hann Lesa meira

Leiðtogi sértrúarsafnaðar handtekinn – Sakaður um að hafa leynt upplýsingum varðandi kórónuveiruna

Leiðtogi sértrúarsafnaðar handtekinn – Sakaður um að hafa leynt upplýsingum varðandi kórónuveiruna

Pressan
04.08.2020

Lögreglan í Suður-Kóreu handtók nýlega Lee Man-hee. Þessi 89 ára maður er leiðtogi Shincheonji safnaðarins í Daegu en um kristinn sértrúarsöfnuð er að ræða. Söfnuðurinn tengist rúmlega 5.200 smitum kórónuveirunnar, sem veldur COVID-19, eða um 36% allra smita í Suður-Kóreu. Lee Man-hee er grunaður um að hafa haldið mikilvægum upplýsingum varðandi smitrakningar frá yfirvöldum auk Lesa meira

Segist hafa verið fórnarlamb á Ólympíuleikum – Allt hafi verið sviðsett

Segist hafa verið fórnarlamb á Ólympíuleikum – Allt hafi verið sviðsett

Pressan
28.07.2020

Kanadíski spretthlauparinn Ben Johnson telur að hann hafi verið fórnarlamb þegar hann var staðinn að ólöglegri steranotkun á Ólympíuleikunum 1988. Fleiri eru sama sinnis og telja að allt hafi þetta verið sviðsett. Johnson var ein skærasta stjarna frjálsra íþrótta á níunda áratugnum. Þegar hann sigraði í 100 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Seoul 1998 á Lesa meira

Fólk greinist aftur með kórónuveiruna og vísindamenn vita ekki af hverju

Fólk greinist aftur með kórónuveiruna og vísindamenn vita ekki af hverju

Pressan
25.06.2020

Vísindamenn vita ekki með vissu hvernig stendur á því að fólk sem hefur smitast af kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, og hefur náð sér greinist aftur með smit mörgum vikum síðar. Ekki er heldur vitað hvort fólkið getur smitað aðra. Í nýrri rannsókn danskra vísindamanna voru sýni tekin úr 200 manns, sem höfðu smitast af veirunni Lesa meira

Stirð samskipti Kóreuríkjanna

Stirð samskipti Kóreuríkjanna

Pressan
18.06.2020

Yfirvöld í Norður-Kóreu eru æf yfir því að fólk, sem flúið hefur yfir til Suður-Kóreu sendi áróður og hrísgrjón yfir landamærin. Systir hins norður-kóreska leiðtoga varar Suður-Kóreu við hefndum, þar sem herinn gæti tekið þátt, í baráttu ríkjanna um flúið hafa harðstjórnina í Pyongyang. Hluti þeirra sem flúið hafa yfir til Suður-Kóreu, senda matvörur og áróður yfir til Lesa meira

Flest ný tilfelli kórónuveirusmita í Suður-Kóreu tengjast farandsölumönnum

Flest ný tilfelli kórónuveirusmita í Suður-Kóreu tengjast farandsölumönnum

Pressan
08.06.2020

Að undanförnu hafa nokkrir tugir nýrra tilfella COVID-19 verið staðfest á degi hverjum í Suður-Kóreu. Flest þeirra í hinni þéttbýlu höfuðborg Seoul. Á laugardaginn greindust 51 nýtt smit, þar af voru 42 rakin til farandsölumanna á vegum Richway fyrirtækisins sem selur heilbrigðisvörur. Á þriðja hundrað hafa látist af völdum veirunnar í Suður-Kóreu og um 12.000 smit hafa greinst. Kim Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af