Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?
EyjanFastir pennarSvarthöfði hefur, líkt og þorri þjóðarinnar, skemmt sér bærilega við að fylgjast með stjórnarandstöðunni fara á límingunum og hlaupa eins og hauslaus hæna um víðan völl. Einna helst má finna að því að atburðarásin sé full langdregin á köflum en inn á milli koma svo kaflar sem bæta fyrir það. Einu virðist gilda hvort um Lesa meira
Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu
Eyjan„Mestan partinn af lýðveldistímanum hafa annaðhvort báðir eða annar flokkurinn auðvitað verið í ríkisstjórn. En núna verða þessi hreinu valdaskipti og ég held að þau séu ekki alveg búin að jarðtengja sig enn þá. Það er auðvitað stundum frústrerandi að vera í stjórnarandstöðu. Þig langar að gera fullt í pólitík en þú hefur ekki aflið Lesa meira
Orðið á götunni: Pólitískir viðvaningar Sjálfstæðisflokksins skaða flokkinn með fúski
EyjanEkki er hátt risið á nýjum og viðvaningslegum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins þessa dagana. Það er eins og þeim hafi verið gefnar fyrirskipanir um að derra sig hressilega á þingi í aðdraganda þingloka sem verða trúlega á næstu vikum. Jens Garðar Helgason, þingmaður Samherja, missti andlitið á þingi og sló um sig með stóryrðum og rökleysu sem Lesa meira
Sigmundur Ernir skrifar: Flokkar sem eru á móti sjálfum sér
EyjanFastir pennarÞað sögulega við málþóf og tafaleiki nýrrar stjórnarandstöðu á Alþingi Íslendinga er ekki bjánaskapur um plasttappa og önnur álíka aukaatriði þjóðmálaumræðunnar, sem þrefað hefur verið um svo dögum skiptir – og án innihalds – heldur sú sannreynd að minnihluti þingsins talar gjarnan gegn sjálfum sér. Hann man ekki betur eftir sínum góðu og sjálfsögðu málum Lesa meira
Orðið á götunni: Blaðamaður Morgunblaðsins segir málþóf og gól stjórnarandstöðunnar kalla á að gert sé grín að henni
EyjanOrðið á götunni er að eina rödd skynseminnar sem heyrst hefur lengi frá ritstjórn Morgunblaðsins í Hádegismóum sé rödd Kolbrúnar Bergþórsdóttur sem um hverja helgi deilir sínu sjónarhorni með lesendum blaðsins á síðum þess. Oftar en ekki er himinn og haf milli hennar sjónarhorns og sjónarhorns þeirra sem skrifa ritstjórnargreinar blaðsins. Um liðna helgi beindi Lesa meira
Orðið á götunni: Sagan endurtekur sig – stjórnarandstaðan leggst lágt eins og 2009-2013
EyjanFáum kom það á óvart að stjórnarandstaðan og aðrir talsmenn sægreifa á Íslandi losnuðu á límingunum þegar fram kom af hálfu ríkisstjórnarinnar að ætlunin væri að hækka greiðslur fyrir afnot af fiskimiðunum sem eru sameign þjóðarinnar. Fjármálaráðherra hefur kynnt áform sín um að hækka veiðileyfagjald um 10 milljarða króna á ári. Veiðileyfagjald er greiðsla útgerðarinnar Lesa meira
Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG
EyjanHjákátlegt er að fylgjast með tali formanna stjórnarflokkanna um mikil heilindi í samstarfi allra stjórnarflokkanna og órofa samstöðu. Þetta hljómar fyndið eða jafnvel grátbroslegt í eyrum þeirra stjórnmálamanna úr stjórnarandstöðu sem fengu fjölda símtala um síðustu helgi frá Framsókn og Sjálfstæðisflokki þar sem lögð voru fram gylliboð til flokka þeirra um að koma inn í Lesa meira
Útlendingamálin klúður Sjálfstæðisflokksins – stjórnarandstaðan til hjálpar?
EyjanSem kunnugt er virðist nokkuð víðtæk samstaða orðin um það á Alþingi að málefni útlendinga hér á landi séu stjórnlaus orðin. Er hér fyrst of fremst átt við þann hluta kerfisins sem snýr að hælisleitendum og flóttamönnum. Mörg undanfarin ár hafa hælisleitendur og umsækjendur um alþjóðlega vernd streymt hingað til lands í þúsunda tali. Fjöldinn Lesa meira
Eigendur skræla HS Orku að innan en heimilin látin borga varnargarðinn
EyjanEigendur HS-Orku hafa greitt sér 33 milljarða út úr fyrirtækinu á síðustu sex árum en þingheimur samþykkti í gærkvöldi að leggja sérstakan fasteignaskatt á heimilin í landinu til að borga fyrir 2,5 milljarða framkvæmdir við varnargarða til að verja mannvirki HS Orku við Svartsengi. Alþingi samþykkti í gærkvöldi með samhljóða atkvæðum 57 þingmanna stjórnar og stjórnarandstöðu að skattleggja Lesa meira
Ráðleggur stjórnarandstöðunni að trufla ekki ríkisstjórnina sem sé að springa innan frá
Eyjan„Eina sem getur komið í veg fyrir að ríkisstjórnin liðist í sundur á haustmánuðum er stjórnarandstaðan. Ef þingmenn stjórnarandstöðunnar koma til þings og byrja að keppast við að ráðast á ríkisstjórnina vegna ágreinings stjórnarflokkanna og allra vandræðamálanna gæti það þjappað stjórnarflokkunum saman,“ skrifar Ólafur Arnarson í nýjum Náttfarapistli á Hringbraut. Ólafur segir fjölda vandræðamála fyrir Lesa meira