ESB umsóknin og veruleikinn
EyjanAðildarumsóknin að ESB var dautt dæmi strax árið 2010, þá var ekki liðið ár frá því umsóknin var send til Brussel. Þá hafði það gerst að Ísland var komið í erfiða alþjóðadeilu vegna Icesave. Hún olli því að þjóðerniskennd magnaðist og um leið andstaðan við ESB. Á sama tíma hófst alvarleg kreppa í Evrópu – Lesa meira
„Við förum ekki heim fyrr en á okkur er hlustað!“
EyjanÁ morgun klukkan þrjú er boðað til mótmæla fyrir utan Alþingi vegna þingsályktunar sem þá verður til umræðu á Alþingi – um að afturkalla aðildarumsóknina að Evrópusambandinu. Fundarboðin sjást víða á Facebook og allmargt fólk hakar við og segist ætla að mæta. Það getur þó verið dálítið tvísýnt að boða til slíkra mótmælaaðgerða. Ef mæta Lesa meira
Áhyggjur af hungursneyð
EyjanÞegar Ísland hrundi á sínum tíma urðu vinir mínir í Grikklandi mjög áhyggjufullir. Ég fékk símtöl þar sem Grikkirnir spurðu hvort þeir gætu gert eitthvað fyrir mig, sent mat eða aðra aðstoð. Þeir óttuðust semsagt, miðað við fréttaflutninginn, að væri komin upp hungursneð á Íslandi. Það lýsir hugarþeli Grikkja að í þessum tilvikum voru það Lesa meira
Edengarðar Íslands
EyjanHér má sjá gríðarlegar hugmyndir, í anda grænna og vistvænna, sjónarmiða, um að reisa hér svonefnda Edengarða Íslands. Þetta eru gróðurhús sem eiga að vera sjálfbær og yrðu rekin sem sjálfseignastofnun. Hugmyndirnar eru setttar fram af Pálma Einarssyni en hann er iðnhönnuður sem hefur meðal annars starfað hjá Össuri. Hugmyndin er að rækta lífrænt grænmeti og Lesa meira
ESB-umsóknin og þjóðaratkvæðagreiðslur
EyjanSíðasta ríkisstjórn gerði afskaplega stór mistök í Evrópuferlinu. Þau stærstu voru að bera ekki aðildarumsókn að ESB undir þjóðaratkvæði. Hefði það verið gert má ætla að núverandi ríkisstjórn hefði ekki treyst sér til að draga umsóknina til baka. En Samfylkingunni lá mikið á, kröfunni um þjóðaratkvæði á þeim tíma var tekið með lítilsvirðingu, eins og Lesa meira
Vetrarólympíuleikar í gamla daga
EyjanÞetta eru mynd frá Vetrarólympíuleikum í upphafi 17. aldar eftir hollenska málarann Henrik Avercamp. Avercamp málaði fjölda mynda af þessu tagi, fólk á ís var aðalviðfangsefni hans. Það var kuldaskeið þegar hann var uppi, á vetrum lá ís á vötnum og síkjum í Hollandi. Fyrri myndin er tímasett 1608. Seinni myndin er frá Lesa meira
Fyrirheit á Hverfisgötu
EyjanÉg fór Hverfisgötuna í fyrsta sinn eftir endurnýjun hennar í dag. Þessi gata, sem var svo skelfing niðurnídd, hefur breytt um svip. Allt í einu virkar hún full af fyrirheitum – eins og hún bíði eftir því að framtaksamt fólk komi í götuna og hefjist handa. Það er munur frá þeirri hryggðarmynd sem gatan hefur Lesa meira
Þarf ekki að verða eins og Framsókn
EyjanÞetta hefur verið dagur mikilla átaka. Annars vegar höfum við hugsanlegan brottrekstur Más Guðmundssonar seðlabankastjóra og hins vegar samþykkt þingflokks Sjálfstæðismanna um að slíta endanlega aðildarviðræðum við ESB. Það er sagt að orð dagsins eigi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Þó Sjálfstæðisflokkurinn hafi farið í stjórn með Framsókn þá þarf flokkurinn ekki að verða Lesa meira
Ekki vantraust?
EyjanMerkileg er sú túlkun Más Guðmundssonar seðlabankastjóra að ekki felist í því vantraust að ríkisstjórnin ákveði að auglýsa stöðu hans lausa til umsóknar. Már á nú þann kost að sækja um aftur – hann fer semsagt úr stöðu seðlabankastjóra í stöðu umsækjanda. Þetta svipað og kom fyrir Pál Magnússon. Honum var sagt að útvarpsstjórastaðan yrði Lesa meira
Guð forði mér frá því sem var að gerast á Sauðárkróki
EyjanVíst er að það mun skapa mikla ólgu innan Sjálfstæðisflokksins ef umsóknin um aðild að Evrópusambandinu verður endanlega dregin til baka. Sagt er að von sé á þingsályktunartillögu þess efnis. Samtökin Sjálfstæðir Evrópumenn boða til fundar nú í hádeginu, þar verður fundarstjóri Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins. Benedikt Jóhannesson, formaður Sjálfstæðra Evrópumanna, orðar það svo Lesa meira