fbpx
Föstudagur 30.janúar 2026

Reykjanesbær

Fjúkandi vond út í Vinnumálastofnun – „Óásættanleg og hreinlega móðgandi“

Fjúkandi vond út í Vinnumálastofnun – „Óásættanleg og hreinlega móðgandi“

Fréttir
Fyrir 1 viku

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar lýsir yfir verulegri óánægju með framgöngu Vinnumálastofnunar við uppsögn á samningi við sveitarfélagið um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Segir bæjarstjórn framkomu stofnunarinnar beinlínis óásættanlega og móðgandi. Krefst bæjarstjórn endurgreiðslu frá Vinnumálastofnun á kostnaði vegna þjónustunnar. Málið var rætt á fundi bæjarstjórnar fyrr í vikunni í kjölfar umræðu í síðustu viku á Lesa meira

Mótframbjóðandi kvartar yfir framboði Vilhjálms – „Kemur verulega á óvart“

Mótframbjóðandi kvartar yfir framboði Vilhjálms – „Kemur verulega á óvart“

Eyjan
Fyrir 3 vikum

Þrír hafa boðið sig fram í prófkjöri um sæti oddvita á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ í komandi sveitarstjórnarkosningum. Einn þeirra er Vilhjálmur Árnason þingmaður og ritari flokksins. Annar mótframbjóðendanna, sem gegnir ekki jafn hárri stöðu í flokknum, gerir sérstaka athugasemd við framboð Vilhjálms og segir það ekki réttu leiðina til að styrkja stöðu flokksins. Umræddur Lesa meira

Segja Vegagerðina standa fyrir fordæmalausri þjónustuskerðingu

Segja Vegagerðina standa fyrir fordæmalausri þjónustuskerðingu

Fréttir
Fyrir 3 vikum

Á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar á föstudag var enn á ný mótmælt þeirri þjónustuskerðingu Vegagerðarinnar á leið 55 í landsbyggðarstrætó, sem ekur frá Keflavíkurflugvelli um Reykjanesbæ og til höfuðborgarsvæðisins, sem tók gildi nú um áramótin. Segir bæjarráð skerðinguna fordæmalausa þegar kemur að öðrum stórum sveitarfélögum á landsbyggðinni. Þjónustuskerðingin er aðallega fólgin í því að nú er Lesa meira

Veikindin hluti af því að vera manneskja

Veikindin hluti af því að vera manneskja

Fókus
27.12.2025

Kjartan Már Kjartansson er gestur Einars Bárðarsonar í nýjasta þætti hlaðvarpsins Einmitt. Í ítarlegu og opinskáu samtali fer Kjartan yfir tólf ára feril sinn sem bæjarstjóri Reykjanesbæjar, erfiða endurskipulagningu fjármála sveitarfélagsins, gríðarlega íbúafjölgun, áföll síðustu ára – og persónulega baráttu við veikindi og andlegar áskoranir. Kjartan tók við starfi bæjarstjóra eftir sveitarstjórnarkosningarnar árið 2014 þegar Lesa meira

Vill reka Reykjanesbæ eins og fyrirtæki

Vill reka Reykjanesbæ eins og fyrirtæki

Fréttir
22.12.2025

Ásgeir Elvar Garðarsson framkvæmdastjóri Bílaleigunnar Geysis hefur tilkynnt að hann sækist eftir oddvitasætinu á lista Sjálfstæðiflokksins í Reykjanesbæ í komandi sveitarstjórnarkosningum. Segist hann ætla að beita sér fyrir að bærinn verði rekinn meira eins og skilvirkt fyrirtæki. Prófkjör um oddvitasætið verður haldið þann 31. janúar næstkomandi en uppstillingarnefnd mun stilla upp í önnur sæti listans. Lesa meira

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum

Fréttir
30.11.2025

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur mótmælt fyrirhuguðum breytingum á leið 55 í landsbyggðarstrætó, þar sem ekið er milli bæjarins og höfuðborgarsvæðisins. Segir bæjarráð þessar breytingar fela í sér skerðingu á þessari þjónustu. Er bent á að það skjóti skökku við að Vegagerðin sem sér um skipulagningu landsbyggðarstrætó geri slíkar breytingar á sama tíma og ríkið leggi meira Lesa meira

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík

Fréttir
15.11.2025

Samþykkt var á síðasta fundi menntaráðs Reykjanesbæjar að gerð verði heildarúttekt á stöðu leikskólamála í samanburði við sambærileg sveitarfélög. Segja fulltrúar minnihlutans að eins og staðan á biðlistum virðist vera bendi til að hún sé verri en í Reykjavík. Greint var frá því á fundinum að í nóvember 2025 hafi 134 börn verið á biðlista Lesa meira

Bæjarfulltrúi segir líklega best að kljúfa Reykjanesbæ – Mikil óánægja vegna þrákelkni félags í eigu ríkisins

Bæjarfulltrúi segir líklega best að kljúfa Reykjanesbæ – Mikil óánægja vegna þrákelkni félags í eigu ríkisins

Fréttir
18.09.2025

Margrét Þórarinsdóttir bæjarfulltrúi Umbótar í Reykjanesbæ lagði fram bókun á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag þar sem fram koma vangaveltur um hvort ekki væri réttast að kljúfa Ásbrú frá Reykjanesbæ og stofna þar sjálfstætt sveitarfélag. Snýr óánægja Margrétar, Umbótar og raunar fleiri bæjarfulltrúa ekki síst að því að félag í eigu íslenska ríkisins hefur neitað að Lesa meira

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Fréttir
23.08.2025

Á fundi menningar- og þjónusturáðs Reykjanesbæjar í gær var tekin fyrir ósk frá íbúa í bænum um að sveitarfélagið myndi beita sér fyrir að komið yrði á fót kvikmyndahúsi en ekkert slíkt hús er í rekstri í þessu fjórða fjölmennasta sveitarfélagi landsins. Ráðið hvetur til þess að kvikmyndahúsarekstur í bænum verði endurreistur og ljóst er Lesa meira

Samþykkt að byggja fjölbýlishús í Reykjanesbæ nærri mögulegu flóðasvæði

Samþykkt að byggja fjölbýlishús í Reykjanesbæ nærri mögulegu flóðasvæði

Fréttir
23.08.2025

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt nýtt deiliskipulag fyrir lóðina að Hafnargötu 12 í bænum. Samþykkt deiliskipulagsins hafði verið frestað á fundi ráðsins fyrir hálfum mánuði ekki síst vegna athugasemdar Veðurstofu Íslands sem varað hefur við flóðahættu á svæðinu. Ráðið segir það viðvarandi verkefni að bæta brimvörn á þessu svæði en vísað er til þess Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af