fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024

raunvextir

Verðbólga og vextir: Raunvextir hækka enn – hallarekstur ríkissjóðs sökudólgurinn – líka krónan

Verðbólga og vextir: Raunvextir hækka enn – hallarekstur ríkissjóðs sökudólgurinn – líka krónan

Eyjan
Fyrir 2 vikum

Óslökkvandi þorsti ríkissjóðs í lánsfé heldur uppi vaxtastigi í landinu vegna þess að krónuhagkerfið stendur vart undir viðvarandi hallarekstri ríkisins. Staðan væri önnur ef við byggjum við stærri og stöðugri gjaldmiðil. Seðlabankinn er enn að herða tökin vegna þess að vaxtalækkanir hans halda ekki í við lækkandi verðbólgu. Stýrivextir Seðlabankans lækkuðu um 0,5 prósent í Lesa meira

Þorsteinn Pálsson skrifar: Lögmál um fylgisfall stjórnarflokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Lögmál um fylgisfall stjórnarflokka

EyjanFastir pennar
31.10.2024

Þingmenn fráfarandi stjórnarflokka hafa allt þetta kjörtímabil skýrt fallandi fylgi í könnunum með því að það sé orðið lögmál í lýðræðisríkjum að allar ríkisstjórnir tapi fylgi óháð því hvernig þær standi sig. Á sama tíma staðhæfðu þeir að samstaðan í ríkisstjórninni væri einstök og engin ríkisstjórn hefði sýnt meiri færni í málamiðlunum. Hins vegar réðist Lesa meira

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sisona

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sisona

EyjanFastir pennar
24.10.2024

  Seðlabankastjóri sagði á ráðstefnu á dögunum að upptaka annars gjaldmiðils væri „sisona engin lausn.“ Evran er að sjálfsögðu ekki hugsuð sem lausn. Hún er bara verkfæri sem gæti auðveldað okkur að leysa efnahagslegan óstöðugleika og himinhrópandi misrétti í samfélaginu. Kjósendur ættu fremur að velta fyrir sér spurningunni: Hefur seðlabankastjóra tekist að sýna fram á Lesa meira

Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar: Stýrivaxtalækkunin ekki vaxtalækkun – verðbólga minnkaði meira en vextirnir – raunvextir hækkuðu

Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar: Stýrivaxtalækkunin ekki vaxtalækkun – verðbólga minnkaði meira en vextirnir – raunvextir hækkuðu

Eyjan
03.10.2024

Þrátt fyrir stýrivaxtalækkun Seðlabankans í gær eru raunvextir hér á landi hærri í október en þeir voru í september. Það er vegna þess að verðbólga lækkaði um 0,6 prósent milli mánaða en vextirnir lækkuðu einungis um 0,25 prósent. Því má segja að ákvörðun peningastefnunefndar hafi orðið til þess að raunvaxtahækkunin er minni en verið hefði Lesa meira

Guðbrandur Einarsson skrifar: Vinnuþrælar verðbólgunnar

Guðbrandur Einarsson skrifar: Vinnuþrælar verðbólgunnar

Eyjan
03.10.2024

Það er hreint út sagt kostulegt að hlusta á ráðamenn þjóðarinnar halda því fram statt og stöðugt að hér ríki góðæri og að hagur heimilanna hafi aldrei verið betri. Þennan veruleika kannast íslenskur almenningur ekkert við. Sér í lagi þegar verð á allri nauðsynjavöru heldur áfram að hækka og húsnæðiskostnaður er kominn úr öllum böndum. Lesa meira

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað er þetta allt sem er að koma?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað er þetta allt sem er að koma?

EyjanFastir pennar
19.09.2024

Hvað er eiginlega þetta allt, sem ríkisstjórnin segir að sé að koma? Verðbréfamarkaðurinn svaraði aukinni lánsfjárþörf ríkissjóðs samstundis með hærri ávöxtunarkröfu á skuldabréf. Af því leiddi að bankarnir hækkuðu vexti á verðtryggð útlán. Þvert á þennan veruleika staðhæfir ríkisstjórnin að þetta allt, sem hún segir að sé að koma, sé lækkun verðbólgu og vaxta. Raunvextir Lesa meira

Stefán segir þróunina síðustu mánuði vera með miklum ólíkindum

Stefán segir þróunina síðustu mánuði vera með miklum ólíkindum

Fréttir
16.09.2024

„Þetta þjón­ar eng­um öðrum til­gangi en þeim að auka hagnað bank­anna. Það skil­ar sér síðan í aukn­um bón­us­greiðslum til stjórn­enda bank­anna og feit­um ávinn­ingi af kauprétt­ar­samn­ing­um.“ Þetta segir Stefán Ólafsson, prófessor emiritus við Háskóla Íslands og sérfræðingur hjá Eflingu, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar varpar hann ljósi á stórhækkun raunvaxta húsnæðislána hjá bönkunum að undanförnu. Stefán Lesa meira

Þorsteinn Pálsson: Viðvarandi raunvaxtafár á Íslandi ef krónan verður áfram gjaldmiðillinn

Þorsteinn Pálsson: Viðvarandi raunvaxtafár á Íslandi ef krónan verður áfram gjaldmiðillinn

Eyjan
05.09.2024

Allir stjórnmálaflokkarnir á Alþingi nema einn bjóða mismunandi útfærslur af sömu leiðinni til að lækka vaxtakostnað heimilanna. Í þeirri leið felst að halda kerfinu hér á landi óbreyttu en milda áhrifin af því með millifærslum til þeirra sem verst verða úti í raunvaxtafárinu sem hér ríkir, í stað þess að taka á kerfisvandanum sjálfum. Þorsteinn Lesa meira

Þorsteinn Pálsson skrifar: Bubbi, vextir og kosningar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Bubbi, vextir og kosningar

EyjanFastir pennar
05.09.2024

„Það mun einn daginn sjóða upp úr og þegar það gerist þá dugar ekki að læsa samviskuna inni, hún verður einfaldlega rifin úr brjóstum manna þar sem hún hímir bakvið hvíta rimla þeirra sem kynda bálið.“ Þetta er tilvitnun í grein Bubba Morthens um íslensku stríðsástandsvextina, sem birtist á Vísi 23. ágúst. Ég játa að Lesa meira

Gylfi Zoëga: Greiðslubyrðin en ekki bara raunvaxtastigið sem skiptir máli í baráttunni við verðbólgu

Gylfi Zoëga: Greiðslubyrðin en ekki bara raunvaxtastigið sem skiptir máli í baráttunni við verðbólgu

Eyjan
02.03.2024

Raunvextir þurfa ekki endilega að vera jákvæðir þegar barist er við háa verðbólgu. Greiðslubyrði heimila getur stóraukist þegar vextir eru hækkaðir þó að þeir nái ekki verðbólgunni og þannig getur dregið úr ráðstöfunartekjum og slegið á eftirspurn í hagkerfinu þó að raunvextir séu neikvæðir. Þá getur borgað sig að skipta ekki úr óverðtryggðum lánum þótt Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af