fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025

Óflokkað

Ólöf inn, Hanna Birna út?

Ólöf inn, Hanna Birna út?

Eyjan
01.10.2015

Nú er nokkurn veginn gengið út frá því að Ólöf Nordal bjóði sig fram sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hanna Birna Kristjánsdóttir mun þá líklega draga sig í hlé, því varla fer hún út í vonlítinn slag við Ólöfu. Áskoranir á Ólöfu um að bjóða sig fram berast víða að – þetta virkar eins og herferð sem Lesa meira

Önnur sviðsmynd – ef Píratar sigra

Önnur sviðsmynd – ef Píratar sigra

Eyjan
30.09.2015

Ég skrifaði í fyrradag pistil þar sem ég velti fyrir mér möguleikanum á að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn næðu nægu fylgi til að halda áfram í ríkisstjórn eftir næstu kosningar. En þetta er auðvitað ósennilegt miðað við núverandi stöðu í skoðanakönnunum. Flokkarnir eru langt frá því að hafa meirihlutafylgi – þótt vitanlega gæti samanlagt fylgi sem Lesa meira

Landsbankinn plús Náttúruminjasafn

Landsbankinn plús Náttúruminjasafn

Eyjan
30.09.2015

Þarna er viturlega skrifað, eins og höfundar er von og vísa. Sölvi Sveinsson byrjar greinina, sem birtist í Mogganum í gær,  á því að reifa skiljanlega andúð á bankakerfinu vegna ýmissa hluta. Hann víkur svo að þeirri furðulegu hugmynd að senda Landsbankann helst eitthvert lengst burt í í úthverfi, í Ögurhvarf – og segir eins Lesa meira

Kannski hverfa ferðamennirnir ekki eins og síldin?

Kannski hverfa ferðamennirnir ekki eins og síldin?

Eyjan
30.09.2015

Arion banki spáir því að 2 milljónir ferðamanna komi til Íslands árið 2018. Maður hváir – getur þetta verið satt? Við erum að tala um að hingað komi sexföld íbúatala landsins. Aukningin hefur verið ofboðsleg síðustu árin, eins og sjá má í meðfylgjandi stöplariti, og fátt bendir til að henni linni. Sætaframboð í flugvélum heldur Lesa meira

Frábæra stelpan frá Sýrlandi

Frábæra stelpan frá Sýrlandi

Eyjan
29.09.2015

Noujain Mustaffa er 16 ára stúlka frá Kobane í Sýrlandi, flóttamaður. Hún er hreyfihömluð, stórkostlega huguð, segist vera sterkari en hún lítur út fyrir að vera, og með frábæra kímnigáfu. Hún vill hitta geimveru og drottninguna og lærði ensku af sápuóperum. Þetta er skylduáhorf.  

Á ríkisstjórnin möguleika á að halda velli?

Á ríkisstjórnin möguleika á að halda velli?

Eyjan
29.09.2015

Jú, það eru tuttugu mánuðir í næstu alþingiskosningar, við erum ennþá á svæðinu sem kallast „mitt kjörtímabil“ – að því loknu getur margt breyst. En maður veltir samt fyrir sér hvort ríkisstjórnin eigi ekki möguleika á að halda velli þótt staðan í skoðanakönnunum sé ekki beysin. Það er bullandi hagvöxtur og verður áfram næstu misserin, Lesa meira

Hverjir eru verstir í Sýrlandi?

Hverjir eru verstir í Sýrlandi?

Eyjan
28.09.2015

Hverjir eru vondu karlarnir í Sýrlandsstríðinu? Allt virðist það mjög ruglingslegt og ekki auðvelt að skera úr um þetta. Okkur þykja ÍSIS-liðar ógeðslegastir með morðum sem eru eins og sviðsett, skipulögðum nauðgunum, myrkri hugmyndafræði og eyðileggingu á fornminjum. Og svo eru þeir klæddir í ömurleg svört föt – sem undirstrika furðulegt sambland af heimsku og Lesa meira

Ævintýrahöllin Háskólabíó

Ævintýrahöllin Háskólabíó

Eyjan
28.09.2015

Þessi dásamlega fallega mynd af Háskólabíói birtist á vefnum Gamlar ljósmyndir. Þetta er frá því áður en reist var viðbygging við bíóið sem spillti ásjónu þess verulega. Háskólabíó eins og það birtist á myndinni er einstakt hús í forminu. Það var byggt á árunum 1956-1961 af arkitektunum Gunnlaugi Halldórssyni og Guðmundi Kr. Kristinssyni.     Lesa meira

Smárarimi eða Southfork?

Smárarimi eða Southfork?

Eyjan
28.09.2015

Alltaf hefur mig dreymt um að búa í húsi sem er með fallegum súlum og yfirskyggðum palli framan á – svona porch eins og í Ameríku. Og reyndar er það helst í Ameríku að ég sé hús sem mig langar að eiga heima í. En hér er það næstbesta – og það er til sölu. Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af